Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.10.2009
Þeir fiska, sem róa
Mér fannst ástæða til þess sl. fimmtudag að virða við þessa tvo framsóknarmenn það, sem þeir eru að reyna að gera fyrir land sitt og þjóð meðan forsætisráðherrann situr í heljardeyfð og neitar sig að hræra nema með fylgi merkjanlegur árangur í ESB-siglingu samfylkingarinnar.
Hafi þessi sami forsætisráðherra sig svo í frammi með það að markmiði að grafa undan öðrum leiðum en þeim, sem eru henni og spunakringlunum í kringum hana þóknanlegar, er lítil ástæða til að biðjast velvirðingar.
Mun ekki biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2009
Fríblað? - Búið spil
Sú breyting, sem Fréttablaðið er að gera á dreifingu í lok þessa mánaðar, hefur verð fyrirséð í alllangan tíma.
Dreifing þess, annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, hefur víðast verið rétt til málamynda; lítið spennandi fyrir þá, sem krefjast frétta á prenti.
Stórkarlalegar yfirlýsingar aðstandenda þessa flaggskips Baugsmiðlanna hafa ekki gengið eftir og nú er svo komið að fríblaðið verður selt þeim, sem það vilja kaupa.
Í framhaldi af lausasölu á landsbyggðinni verður svo tekið hið sjálfsagða skref, sem er að bjóða blaðið í áskrift. Gangi það eftir svo einhverju nemi, verður sama förin farin á höfuðborgarsvæðinu.
Ég efa stórlega að ég komi til með að eyða peningum í áskrift að Fréttablaðinu!
Fréttablaðið selt úti á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2009
Þeir reyna
Það skiptir ekki höfuðmáli hver árangur þessarar ferðar framsóknarmannanna til Noregs verður.
Það, sem skiptir höfuðmáli er að þeir félagar, Höskuldur og Sigmundur, eru að reyna og hafa sig í frammi erlendis.
Það að reyna, og ég held að enginn efist um einlægni þeirra, er um margt meira en vinstri sinnuðu ráðherrarnir okkar geta státað sig af. Ferð fjármálaráðherrans til Tyrklands verður honum til lítils sóma og ekki þarf að fara mörgum orðum um frammistöðu hins heimakæra og fréttamannafælna forsætisráðherra.
Mikill velvilji í garð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2009
Umræða á villigötum
[Umræðan] snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið.
Evrópusambandssérfræðingurinn skammaður fyrir að átta sig á kjarna málsins.
Ég held það sé nokkuð ljóst að það verður aldrei af inngöngu Íslands í ESB.
Samfylkingarmenn þurfa að átta sig á þessu og snúa sér að því, sem skiptir máli. ESB-þráhyggja þeirra er orðin jafn hættuleg og ævintýri fjármálafurstanna.
Skammaður af ESB-sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009
Án nokkurra skilyrða?
Með fullri virðingu fyrir Pólverjum og þeirri velvild, sem búa kann að baki láni þeirra, þá fæ ég ekki séð hversu mikilvægt er að þetta sé í höfn eins og haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni.
Sé rétt haft eftir þessum fjármálaráðherra okkar, þá veita Pólverjar lánið án nokkurra skilyrða, öðru en því að endurskoðun Aljóðagjaldeyrissjóðsins gangi eðlilega fyrir sig og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur, sem sé, tekið að sér að hafa forgöngu um að Icesave-klúðrið leysist eins og Bretum og Hollendingum hentar og þessar tvær vinaþjóðir okkar hafa einsett sér að hafa áhrif á umsókn Íslands að Evrópusambandinu og taka þannig mið af niðurstöðu Icesave.
Eitthvað hefur greinilega farið fram hjá mér ef ég fæ ekki séð að pólska lánið sé án nokkurra skilyrða.
Mikilvægt að þetta sé í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2009
Það, sem liggur í augum uppi....
Það er hreint ótrúlegt að verið sé að hrósa Ögmundi Jónassyni fyrir að segja og halda því fram, sem hefur verið öllum Íslendingum ljóst svo mánuðum skiptir.
Það liggur í augum uppi að kúgunum er beitt gagnvart Alþjóða gjaldeyrissjóðnum annars vegar og Evrópusambandinu hins vegar. Hvað AGS varðar er leitazt við að koma í veg fyrir að sjóðurinn þjóni verkefni sínu og komi til aðstoðar þjóð, sem á í tímabundnum vandræðum. Varðandi ESB er verið að taka sósíaldemókratana á taugum með því að hóta þeim að ekkert verði af inngöngu Íslands í Brussel-hópinn nema við kyssum vöndinn og gerum það, sem okkur er sagt. Það munu samfylkingarmenn (og konur) gera, sama hver kostnaðurinn er og verður.
Þetta allt veit Ögmundur og þetta hefur hann vitað lengi. Hvers vegna í ósköpunum er verið að hlaða manninn lofi fyrir að gangast við því, sem liggur í augum uppi?
Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2009
Össur í New York - sei, sei
Vegna fréttar af ávarpi Össurar Skarphéðinssonar til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafa einhverjir haft á orði að tími hefði verið til kominn að hann léti í sér heyra og gagnrýndi m.a. Alþjóða gjaldeyrissjóðinn fyrir furðulegt og óafsakanlegt vinnulag gagnvart Íslendingum.
Ég er langt frá því að vera hrifinn og finnst raunar lítið til ræðu utanríkisráðherrans koma. Ekki er það vegna innihalds ávarpsins því öllum er löngu orðið ljóst hvernig AGS hefur verið beitt í þjónustu tveggja öflugra aðstandenda sjóðsins. Ástæðan er, öllu heldur, vegna þess að þessi ræða hefur ekki löngu verið haldin og hún margendurtekin á alþjóðavettvangi. Við slíku er ekki að búast þegar við höfum við stjórnvölinn mannfælinn einstakling, sem hvorki hefur dug né getu til að tjá sig um brýnustu mál Íslandssögunnar fyrir framan sjónvarpsmyndavélar heimspressunnar. Ekki hefur skort tækifærin til að halda málstað Íslendinga á lofti.
Það má vera að orð Össurar Skarphéðinssonar séu til þess fallin að vekja hrifningu einhverra; allar líkur eru bara á því að þau séu heldur fátækleg og alltof seint fram komin.
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009
Þó fyrr hefði verið
Það var ekki seinna vænna að blessað fólkið náði áttum. Á Álftanesi hefur ríkt ein mesta tragikómedía sveitarstjórnarmála síðan R-listinn var upp á sitt bezta í Reykjavík.
Megi annað eins ekki henda neitt sveitarfélag.
Nýr meirihluti á Álftanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009
Ályktun um val á ritstjóra er út í hött
Það er hlutverk hagsmunasamtaka á borð við Blaðamannafélag Íslands að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna, en þegar stjórn BÍ segist í ályktun telja þá ákvörðun eigenda blaðsins, að ráða umdeildan stjórnmálamann sem ritstjóra Morgunblaðsins rýra trúverðugleika blaðsins er hún komin langt út fyrir sitt verksvið og farin að fjalla um mál, sem koma henni akkúrat ekkert við.
Vissulega er ástæða til að álykta um mál starfsmanna Morgunblaðsins, sem missa vinnuna eftir langa og góða þjónustu, en innlegg um persónu nýs ritstjóra og að fara á flug með hugleiðingar um afskipti hans af stjórnmálum og störf sem seðlabankastjóri séu þess eðlis að blaðamenn geta ekki við unað virkar sem hreinn kjánaskapur.
Við öðru en kjánaskap er þó varla að búast þegar haft er í huga að formaður félagsins, langhaldin biturð í garð Sjálfstæðisflokksins, hefur næsta örugglega átt stóran þátt í orðun þessarar ályktunar.
Harmar uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009
Hystería og hamagangur
Yfir okkur gengur nú einhver mesta hystería, sem sézt hefur frá því snemma á árinu.
Hver er svo ástæða þessa hamagangs?
Jú, það hefur verið gripið til aðgerða á Morgunblaðinu til að forða því frá falli. Það er gripið til nákvæmlega sömu aðgerða og gert hefur verið hjá fjölda fyrirtækja, sem eiga við rekstrarvanda að stríða. Það er talið óhjákvæmilegt að segja upp starfsmönnum til að draga úr kostnaði við rekstur.
Þess utan er, greinilega, talið rétt að fá nýjan mann í brúna því sá, sem fyrir var, réð ekki við að stýra þann kúrs, sem þurfti til að koma fleyinu í hlé.
Hér er akkúrat ekkert að gerast, sem telja má annað en eðlileg viðbrögð stjórnenda blaðsins til að koma rekstri þess á réttan kjöl.
Blaðið var á leið í þrot. Flóknara er dæmið nú ekki. Var það raunverulega óskastaðan, sem þeir hávaðasömustu vildu sjá verða að veruleika?
Uppsagnir hjá Árvakri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |