Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.9.2009
Kraftmiklir ritstjórar
Ég á þá von á því að umræðan um Evrópusambandið færist á vitrænt plan.
Verri gat hún ekki orðið.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009
Geta trútt um talað
Jú, Hollendingar (og Bretar) hafa ástæðu til endalausrar ánægju í viðureigninni við Íslendinga, sem þeir hafa þegar unnið og nær því brosið eyrnanna á milli.
Stríðið er einfaldlega unnið því ekkert skal látið ógert til að þóknast þessum tveimur verðandi herraþjóðum í Evrópusambandinu.
Þá má ekki gleyma töfum, sem Hollendingar og Bretar hafa valdið á fyrstu endurskoðun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á lánveitingum; endurskoðun, sem er komin átta mánuði fram yfir tímann og verður ekki unnin fyrr en Íslendingar hafa að öllu undirgengizt kröfur þessara verðandi félaga okkar í ESB.
Er það nema von að Hollendingar segist eiga í mjög jákvæðu og uppbyggilegu sambandi við bresk og íslensk yfirvöld.
Hollendingar bjartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009
Furðuleg viðbrögð forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir leggur það mat á viðbrögð Sjálfstæðisflokksins að hann, ásamt öðrum í stjórnarandstöðu, hafi rofið trúnað með viðbrögðum sínum við hugmyndum Breta og Hollendinga um fyrirvarana við ríkisábyrgð. Þá segir forsætisráðherra að viðbrögðin hafi valdið sér vonbrigðum og endurmeta þurfi samskipti við stjórnarandstöðuna.
Það er ýmislegt, sem þarf að endurmeta þessa dagana, en þörfin á endurmati nær ekki til eðlilegra viðbragða Sjálfstæðisflokksins. Það, sem þarf að endurmeta er geta þessa forsætisráðherra til að sinna störfum sínum, flestum falin og á eilífum flótta undan hverjum þeim, sem eiga vill við hana orðastað um það, sem er að gerast á landinu.
Ég læt hér fylgja með yfirlýsingu, sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér um ásakanir Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi yfirlýsing segir það, sem segja þarf um ásakanir forsætisráðherrans:
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ber Sjálfstæðismönnum það á brýn að hafa rofið trúnað varðandi viðbrögð Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, þá er hún trú gamla máltækinu, að betra sé að veifa röngu tré en öngvu. Ekkert getur verið fjær sanni en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rofið trúnað.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar kölluðu forystumenn stjórnarandstöðunnar á sinn fund í gær til þess að gera þeim grein fyrir viðbrögðum Hollendinga og Breta við ákvörðun Alþingis varðandi Icesavemálið. Síðar um daginn var Fjárlaganefnd Alþingis einnig kynnt þetta mál.
Í fréttum í gærkvöldi og á vefmiðlum lágu fyrir yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem tjáðu sig um málið og lýstu yfir ánægju sinni með viðbrögð breskra og hollenskra stjórnvalda. Í fréttum voru tíunduð einstök efnisatriði sem sögð voru vera úr svari ríkjanna. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í gær og í dag fjallað efnislega um málið.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tjáði sig ekki um málið efnislega, til þess auðvitað að rjúfa ekki þann trúnað sem óskað hafði verið eftir að viðhafður yrði. Sama var að segja um ályktun Þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem send var út að afloknum fundi í gærkvöldi.
Umfjöllun Sjálfstæðisflokksins um þetta mál var því í hvívetna þannig fram sett að virtur var sá trúnaður sem um hafði verið beðið. Yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur í fjölmiðlum nú í kvöld eru því í senn ósannar og ómerkilegar.
Forsætisráðherra sagði að þessi atburðarrás yrði til þess að endurskoða þyrfti samskiptin við stjórnarandstöðuna og hélt því síðan fram að meira samráð hefði verið haft af hálfu ríkisstjórnarinnar en dæmi væru um. Þetta er furðulegur málflutningur.
Ríkisstjórnin hefur ekki fylgt þeirri leið samráðs og samstarfs sem hún ræddi um fyrr á árinu. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti unnið í anda tilskipana. Ríkisstjórnin hefur helst leitað eftir samstarfi þegar hún hefur misst stjórn á atburðarrásinni og hefur ekki getað lokið þeim málum sem hún hafði skuldbundið sig til að ljúka. Er Icesavemálið gleggsta dæmið um það.
Yfirlýsingu forsætisráðherra ber hins vegar að túlka sem hótun af hennar hálfu og vísbendingu um að mál verði til lykta leidd með átökum, en ekki samstarfi. Því verður að sjálfsögðu mætt eins og tilefni er til. En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun eftir sem áður vinna af heilndum og málefnalega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009
Lifnar Mogginn við á ný?
Því er ekki að neita að Morgunblaðið hefur nú um alllangt skeið verið málgagn afstöðuleysis og máttleysis í flestum málum, ef frá eru taldir stakir starfsmenn, sem þora að láta í sér heyra.
Afstöðuleysið hefur þó ekki verið algert, því ekki fer það á milli mála hver hugur blaðsins er til Evrópusambandsins. Þar hefur mönnum tekizt að tjá sig með hálfkveðnum vísum.
Hálfkveðnar vísur og máttleysi er ekki það, sem búizt er við af Morgunblaðinu.
Ólafur lætur af starfi ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er skelfilegt til þess að vita að ráðamenn þjóðarinnar skuli í sífellu hamra á neikvæðni og dómsdagsspám. Þetta gerir fjármálaráðherrann í viðtali við Morgunblaðið með því að kveða á um að hér muni ríkja upplausn verði Icesave-lögum hafnað. Þessi bölmóður er síðan settur á forsíðu sunnudagsútgáfu blaðsins, þannig að þeir, sem gengu frá viðtalinu í prentun eiga að vissu marki hluta af sökinni.
Það er ekki annað að sjá en að persóna ráðherrans sé eitt flak uppgjafar og vonbrigða. Kannski er ekki við öðru að búast. Ekki er við mikið að styðjast þar sem eru samninganefndarmennirnir, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson. Þeirra uppgjöf gagnvart Bretum og Hollendingum mun lifa meðan land byggist.
Ekki hefur ráðherrann haft mikinn stuðning félaga sinna í ríkisstjórninni og trónar þar forsætisráðherra hæzt í fjarveru sinni. Sú ágæta kona hefur ekki, að mér vitandi, látið frá sér opinberlega eitt aukatekið orð um um Icesave-klúðrið. E.t.v. er svosem ekki við miklu að búast frá þessari ágætu konu, því hennar tími er augljóslega liðinn. Hún ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að stýra landi í erfiðleikum. Ég sting upp á saumum eða prjónaskap.
Að lesnum og heyrðum dómsdagsspám ráðamanna er það hressandi að heyra raddir þeirra, sem segja að þó slæmt sé, þá stefni nú greinilega ekki í algjöra upplausn og ómögulegheit. Meðal þeirra var Jón Daníelsson, prófessor, sem lýsti því með afgerandi hætti í Silfri Egils í daga að mikinn mun væri að finna á viðmóti manna erlendis gagnvart Íslendingum. Traust væri að byggjast upp og gera mætti ráð fyrir að botni erfiðleikanna væri náð, eða þá að vel hillti undir lok þeirra. Uppsveiflu væri síðan von á næstu mánuðum. Annar var Joseph Stiglitz, prófessor og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann lét þess raunar getið að botninum væri ekki náð í Bandaríkjunum, en tókst samt að skilja eftir sig það álit að á Íslandi væri langt í frá öll von úti, nema síður væri.
Hvorugur þessara sérfræðinga var með bölmóðs- og svartnættishjal, en þar skilur á milli þeirra og fjármálaráðherrans okkar; þeir vita, mjög líklega, hvað þeir eru að tala um.
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009
Engan veg réttlætanlegt
Ég hefði verið fyllilega sáttur við að láta höllina miklu verða að engu á hafnarbakkanum í Reykjavík, hefði það mátt verða til þess að einhverjum viðbótakrónum væri veitt til heilbrigðismála, menntamála og löggæzlu.
Þessi fáránlegi flottræfilsháttur á kajanum á engan réttlætanlegan forgang yfir brýn mál, sem verður að sinna meðan stormurinn gengur yfir.
Agndofa og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mennt er vissulega máttur, en á þessum síðustu og verstu tímum, sem nú ganga yfir fyrir tilstuðlan fjármálafurstanna okkar, er greinilegt að niðurskurðarhnífum er beitt þvers og kruss.
Væri það nú ekki dálítið andkanalegt ef stjórnvöld færu alfarið eftir hugmyndum stúdenta við Háskóla Íslands og myndu forgangsraða þess fremur ríkisfjármunum í þágu menntunar á Íslandi eins og lagt er til í ályktun Stúdentaráðs HÍ og létu t.d. þann sparnað/niðurskurð, sem fyrirhugaður er í menntakerfinu koma niður á heilbrigðismálum?
Raddir sérhagsmuna verða alltaf dálítið hjáróma þegar þeim er beitt gegn öllum nema mér.
Stúdentaráð HÍ fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009
Bréfasendingar duga ekki
Skv. heimildum mbl.is hafa formleg svör ekki borist vegna bréfaskriftanna segir í tilvísaðri grein á mbl.is. Það er ótrúleg bjartsýni að búast við því að bréfskriftir skili einhverjum árangri í þessu erfiða og flókna máli.
Bretar og Hollendingar hafa þegar platað útsenda embættismenn upp úr skónum, þá Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson og nú er farið að senda Indriða H. til viðræðna á nýjan leik!
Það eina, sem dugar er að forsætisráðherra krefjist fundar með starfsbræðrum sínum og kæmi erindi Íslendinga á framfæri, svo ekki færi á milli mála hver viljinn væri. Þetta væri gert ef hugur fylgdi máli, sem hann gerir ekki.
Ráðherrann er sátt við stöðu mála, enda með Icesave-samningum tryggt að áfram verður haldið að véla um inngöngu Íslands í ESB. Ekki er líklegt að mikið verði aðhafzt, sem sett gæti það samningaferli í hættu.
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009
Endalausir möguleikar
Það, sem hinn ágæti, fyrrverandi seðlabankastjóri, lætur hjá líða að geta um, þegar hann ber saman ástandið á Íslandi í dag og í Noregi á 10. áratugnum, er að auk samtímis bankakreppu, skuldakreppu, gjaldeyriskreppu og ríkisfjármálakreppu, þá komu alvarlegir brestir í hagkerfi allt í kringum okkur. Auk þess sem Noregur varð fyrir verulegum áföllum á öllum þessum sviðum, en á miklu lengri tíma, verður að hafa í huga að ytri aðstæður voru hagstæðar og gerðu frændum okkar kleyft að vinna sig frá vandamálunum á umtalsvert auðveldari hátt en um getur verið að ræða í dag.
Að öðru leyti er ég sammála mörgu, sem Svein Harald Öygard lætur frá sér fara og tek sérstaklega undir fullyrðingar hans um útilit fyrir tiltölulega skjótan bata íslenzks hagkerfis.
Að mínu mati var skipun hans í embætti seðlabankastjóra sennilega eitt af því fáa, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert af viti.
Miklir möguleikar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009
Náðarhöggið
Það var þá Forseti Íslands, sem veitti þjóð sinni náðarhöggið með því að staðfesta lög, er byggðu að mestu leyti á samningshroða gamals félaga hans úr vinstri pólitíkinni, Svavars Gestssonar.
Þetta gerir hann með því að vísa í ónýta fyrirvara, sem barðir voru saman á Alþingi og síðan samþykktir sem hluti af ánauðarlögum.
Þessa manns verður ekki minnst sem stórmennis.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |