Það, sem liggur í augum uppi....

Það er hreint ótrúlegt að verið sé að hrósa Ögmundi Jónassyni fyrir að segja og halda því fram, sem hefur verið öllum Íslendingum ljóst svo mánuðum skiptir.

Það liggur í augum uppi að kúgunum er beitt gagnvart Alþjóða gjaldeyrissjóðnum annars vegar og Evrópusambandinu hins vegar. Hvað AGS varðar er leitazt við að koma í veg fyrir að sjóðurinn þjóni verkefni sínu og komi til aðstoðar þjóð, sem á í tímabundnum vandræðum. Varðandi ESB er verið að taka sósíaldemókratana á taugum með því að hóta þeim að ekkert verði af inngöngu Íslands í Brussel-hópinn nema við kyssum vöndinn og gerum það, sem okkur er sagt. Það munu samfylkingarmenn (og konur) gera, sama hver kostnaðurinn er og verður.

Þetta allt veit Ögmundur og þetta hefur hann vitað lengi. Hvers vegna í ósköpunum er verið að hlaða manninn lofi fyrir að gangast við því, sem liggur í augum uppi? 


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Gunnar, að allir Íslendingar hafa vitað af glæpsamlegu framferði andskotana í Evrópusambandinu (ESB). Þetta hefur umheimurinn hins vegar ekki vitað og þess vegna hefur ESB getað óáreitt haldið þessum kúgunum til streitu. 

Það sem Ögmundur var að gera, var að ljá okkur alþjóðlega rödd. Við þurfum á skilningi heimsins að halda, þegar við loksins munum gefa yfirlýsingu um að við ætlum ekki að láta undan fjárkúgun (blackmail) ESB.

Við ætlum ekki að greiða Icesace, sem er óréttmæt krafa, því að ESB sjálft hefur réttilega ákveðið að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) mega ekki greiða innistæðu-tryggingar fyrir bankana.

Það eru bankarnir sem greiða í trygginga-sjóði, en ekki aðildarríkin. Fyrir þessu regluverki eru óhrekjanleg rök, samkeppnis-rök, trygginga-rök og þjóðréttar-rök. Við megum ekki láta ESB snúa eigin rökum á haus.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband