Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Missættið ágerist

Það virðist ekki vera til nokkur skapaður hlutur, sem aðildarflokkar núverandi ríkisstjórnar geta komið sér saman um. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða aðildarumsókn að ESB, aðferðir við lausn Icesave-vandans, mat á hæfni Svavars Gestssonar sem samningamanns, stefnu í iðnaðarmálum eða aðferð  til að ljúka Icesave-málinu. Það eina, sem flokkarnir sameinast um af heilum hug er sjúkleg þörf á að halda völdum í stjórnarráðinu.

Á þessum alvarlegu tímamótum þegar nauðsynlegt væri að kraftar væru sameinaðir við lausn deilunnar, er þeim dreift. Annar aðilinn skríður til Brussel (ekki væri nú ónýtt að geta sagt að ESB hefði bjargað þessu öllu fyrir Samfylkinguna); hinn herjar á Norðmenn, sem óneitanlega væri nú skynsamlegri kostur.

Það, sem enn á ný þvælist fyrir ríkisstjórnarflokkunum er getuleysi þeirra til að vinna saman. Þetta getuleysi er orðið dýrt því það kemur í veg fyrir að öllum kröftum sé beint í eina átt, sem er að ljúka þeim mesta vanda, er steðjað hefur að landinu um aldaskeið, Icesave.

Til að bæta gráu ofan á svart er svo forsætisráðherrann að gera sig að kjána á alþjóðavettvangi, eina ferðina enn. Þrátt fyrir útlendingafælni hennar hefur greinilega tekizt að fá hana til að skreppa til Brussel, en ekki er meiri reisn yfir ferðalaginu en svo að fréttamenn þar á bæ furða sig á að þeir skuli ekki fá fund með ráðherranum. 

Í frétt af þessu máli í Morgunblaðinu er haft eftir blaðamanni hjá European Voice, systurriti Economist, að hann „myndi svo sannarlega lýsa þessu sem óvenjulegu tilviki. Þeir sem sniðganga slíka fundi á ferð sinni um Brussel eru jafnan einræðisherrar frá Mið-Asíu. Því myndi ég án efa halda að evrópskur þjóðhöfðingi eða forsætisráðherra myndi alla jafna mæta á fundi með blaðamönnum eftir fundi með Barroso.“

 


mbl.is Samfylkingin lítur til ESB en VG til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara svo

Hafi frændur okkar Norðmenn raunverulega sett sér nýja stefnu í Icesave-málinu og séu hættir að ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er það auðvitað ánægjulegt. Vonandi er að Danir, Svíar og Finnar sjái sér einnig fært að sinna samskiptum við Íslendinga með eðlilegum hætti.

Svo ánægjulegt sem það kann að vera að Norðmenn taki upp eðlileg samskipti við Íslendinga á ný, þá verður að láta fljóta með þá staðhæfingu að hefðu þeir ekki séð að sér, væru þeir ekki á neinn hátt hærra skrifanlegir en Bretar og Hollendingar. Þeir tveir þjóðflokkar eru ekki beint framarlega á vinsældalistum um þessar mundir, svo því sé til haga haldið.


mbl.is Norðmenn breyta um Icesave-stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirlægjuháttur

Það er án nokkurs efa mikill akkur í því fyrir þær þjóðir, sem við eigum í útistöðum um þessar mundir, Breta og Hollendinga, að fá innlegg í baráttu sína frá aðilum á borð prófessor við Háskóla Íslands.

Hvað á maðurinn við þegar hann segir í grein í Aftenposten að „Icesave-byrðin hefði verið blásin út á Íslandi og víðar“?

Áttar hann sig ekki á því að um er að ræða hagsmuni íslendinga í nútíð og um langa framtíð?

Vitað er að prófessorinn lætur ekkert tækifæri ónotað til að ganga erinda pólitískra vina sinna í samfylkingunni, en ég held að menn hljóti að sammælast um að hér hefur verið gengið of langt í undirlægjuhætti við málstað, sem gengur þvert á hagsmuni Íslendinga.

Það versta við þessi skrif er að þau eru unnin á tímamótum, sem orðin eru til vegna höfnunar Icesave-laganna. Það var farið að glitta í ljós í myrkrinu. Það var að verða til hljómgrunnur fyrir málstað Íslendinga. Málsmetandi aðilar voru byrjaðir að átta sig á að kröfur Breta og Hollendinga eru óraunhæfar og ósanngjarnar.

Við þurfum ekki á málflutningi aðila á borð við prófessorinn að halda til að gera okkur erfiðara fyrir.

Spurning, sem óhjákvæmilega vaknar er: Hvað gengur manninum til? 

 


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er samningsstaðan erfið?

Það má vel vera að samningsstaðan sé erfið að mati Steingríms J. Sigfússonar, enda hafa stjórnvöld lagt nótt við nýtan dag við að ná fram minna en engu.

Þegar búið var að mála sig út í horn með arfaslakri samningsgerð félaga Svavars og vinar hans Indriða, er ekki við því að búast að leiðin til baka sé auðveld.

Hitt er þó deginum ljósara að ef menn stefndu einarðir að því að bæta stöðu Íslands í stað þess að standa volandi og barma sér yfir því að engar leiðir séu út úr vandanum nema að ganga að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga, þá er vá fyrir dyrum. Þá væri staðan erfið. Staðan verður svo enn erfiðari þegar þessir sömu gefa yfirlýsingar út og suður í þá átt að allt muni fara fjandans til nema gengið sé að kröfunum; gefa yfirlýsingar innanlands sem erlendis. Þetta hefur verið gert frá upphafi þegar átti að keyra í gegn samþykki Alþingis án þess að þingmenn fengju að berja augum samning þeirra Svavars og Indriða.

Einhvern veginn hafa hlutir nú æxlazt þannig að staðan hefur farið síbatnandi frá því að stjórnarandstaðan greip í taumana og neitaði að viðurkenna vinnubrögð Steingríms og félaga. 

Hún mun, hins vegar, verða raunverulega erfið ef fjármálaráðherrann gleymir endanlega að umbjóðendur hans eru Íslendingar en ekki hagsmunagæzlumenn ríkissjóða Bretlands og Hollands.


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mistök?

„Jóhanna tók ekki undir að það hafi verið mistök að ráða Svavar Gestsson, þáverandi sendiherra, sem formann samninganefndar Íslands í Icesave-viðræðunum“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir.

Skynsamlegt hefði þó verið að fá „vanan alþjóðlegan samningamann til að semja um Icesave við Breta og Hollendinga.“

Hvar skilur á milli mistaka og að gera það, sem skynsamlegt hefði verið, er erfitt að greina miðað við fullyrðingar forsætisráðherrans. 

Hitt er víst að hafi nokkurn tíma verið gerð mistök í íslenzkri stjórnsýslu, þá var það þegar Steingrímur J. Sigfússon fól lærimeistara sínum Svavari Gestssyni að fara fyrir samninganefnd um Icesave-vandann. Þar tókst Svavari, ásamt sérlegum vini og félaga, Indriða H. Þorlákssyni, að landa einhverjum þeim versta gjörningi í sögu alþjóðlegra samskipta, sem vitað er um. Samningnum, sem fengið hefur hina verstu útreið, sem unnt er að fá, innanlands sem utan, hefur síðan verið haldið miskunnarlaust til streitu og jafnvel gengið svo langt að tjá sig við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur um ágæti hörmungarinnar, málstað Íslands til ómælds skaða.

Viðurkenningu forsætisráðherrans á réttmæti þess að fá „vanan alþjóðlegan samningamann“ til starfans verður ekki mótmælt á þessum vettvangi.

 


mbl.is Skynsamlegt að fá erlendan samningamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að veita þessum manni hjálp

Ég las þessa auglýsingu, sem Ólafur F. Magnússon lét birta í nafni Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í dag.

Ég fylgdist með framgangi hans á borgarstjórnarfundi þar sem hann fór mikinn við flutning níðs um borgarstjóra.

Fyrrverandi félagar hans í Frjálslynda flokknum hafa nú endanlega afneitað blessuðum manninum og segja að auglýsingin sé ekki á vegum flokksins, heldur á vegum einkahlutafélags, sem stofnað hafi verið til þess eins að „færa til fjárstyrk af hálfu borgarinnar sem áður hefur jafnan runnið til Frjálslynda flokksins.“

Ég er farinn að finna til með þessum vesalings manni.

Geta ekki einhverjar góðar sálir séð til þess að reynt sé að veita honum þá hjálp, sem hann þarf greinilega á að halda til að losa sig úr þessu skelfilega þráhyggjurugli? Þetta er orðið verra en pínlegt. 

 


mbl.is Afneita Ólafi F. Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert annað en hryðjuverkamenn

Það er deginum ljósara að ríkisstjórn Bretlands heldur úti skipulagðri hryðjuverkastarfsemi gegn Íslandi.

Þessi hryðjuverkastarfsemi hefur nú staðið yfir óslitið síðan í október 2008 þegar ríkisstjórn hennar hátignar misnotaði eigin lög við ákvörðun refsingar á hendur Íslandi og gerði landinu svo til ómögulegt að rétta úr kútnum eftir hrun bankanna.

Það versta við þessa starfsemi Breta (og Hollendinga) er nú samt það að röksemdafærslur þeirra hafa verið kokgleyptar af íslenzkum stjórnvöldum, sem ekki hafa látið neytt tækifæri sér úr hendi sleppa til að breiða út fagnaðarerindið frá London og Haag. Hafa látið eins og naut í flagi þegar reynt hefur verið að benda á að sennilega væri nú rétt að reyna að spyrna við fótum í gjörningaveðrinu.

Hún er mikil skömmin þeirra Steingríms, Svavars, Jóhönnu og Össurar. Þetta er skömm af þeirri sort, sem lifa mun sjálfstæðu lífi meðan land byggist, verði þau ekki búin að koma í veg fyrir byggjanleika þess áður en langt um líður. 

 


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgum við ekki bara brúsann?

Nú þegar enn einn bankinn er við það að fara á hausinn vegna svindlmála, sem enginn telur sig bera ábyrgð á, liggur það beinast við að senda reikninginn til Íslands. Ég held menn hljóti að finna einhverja leið til að klína svona máli í viðeigandi Icesave-búning.
mbl.is Varar við gjaldþroti UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunsæir menn...

...sýna ábyrgð.

Þrælar gangast undir afarkosti.

Það felst engin ábyrgð í því að gangast undir nauðarsamninga.


mbl.is Bos segir Íslendinga sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið að vilja vina sinna

Menn skulu ekki láta sér detta í hug að núverandi forseti geri annað en að fara að vilja þessara pólitísku samherja sinna.

Um það hefur verið rætt að ekki sé um annað að ræða miðað við það fordæmi, sem sett var í júní 2004, þegar hafnað var staðfestingu fjölmiðlafrumvarpsins svokallaða. 

Fordæmi og eðlileg vinnubrögð skipta engu. 

Árið 2004 var við völd ríkisstjórn, sem núverandi forseta hugnaðist ekki og sú var eina ástæðan fyrir höfnun hans á lögum, sem komið hefur í ljós að áttu fullan rétt á sér.

Nú, í lok árs 2009, er staðan hins vegar sú að með völd fara gamlir samherjar og vinir. Því skal enginn gera því skóna að ekki verði skrifað undir gjörning vinstristjórnarinnar eftir að yfir er staðinn sá sýndarleikur að „ræða við“ Indefence-hópinn þann 2. janúar. 


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband