Það þarf að veita þessum manni hjálp

Ég las þessa auglýsingu, sem Ólafur F. Magnússon lét birta í nafni Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í dag.

Ég fylgdist með framgangi hans á borgarstjórnarfundi þar sem hann fór mikinn við flutning níðs um borgarstjóra.

Fyrrverandi félagar hans í Frjálslynda flokknum hafa nú endanlega afneitað blessuðum manninum og segja að auglýsingin sé ekki á vegum flokksins, heldur á vegum einkahlutafélags, sem stofnað hafi verið til þess eins að „færa til fjárstyrk af hálfu borgarinnar sem áður hefur jafnan runnið til Frjálslynda flokksins.“

Ég er farinn að finna til með þessum vesalings manni.

Geta ekki einhverjar góðar sálir séð til þess að reynt sé að veita honum þá hjálp, sem hann þarf greinilega á að halda til að losa sig úr þessu skelfilega þráhyggjurugli? Þetta er orðið verra en pínlegt. 

 


mbl.is Afneita Ólafi F. Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

akkúrat - maður er farin að vorkenna honum

Sigrún Óskars, 2.2.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband