Hvers vegna er samningsstaðan erfið?

Það má vel vera að samningsstaðan sé erfið að mati Steingríms J. Sigfússonar, enda hafa stjórnvöld lagt nótt við nýtan dag við að ná fram minna en engu.

Þegar búið var að mála sig út í horn með arfaslakri samningsgerð félaga Svavars og vinar hans Indriða, er ekki við því að búast að leiðin til baka sé auðveld.

Hitt er þó deginum ljósara að ef menn stefndu einarðir að því að bæta stöðu Íslands í stað þess að standa volandi og barma sér yfir því að engar leiðir séu út úr vandanum nema að ganga að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga, þá er vá fyrir dyrum. Þá væri staðan erfið. Staðan verður svo enn erfiðari þegar þessir sömu gefa yfirlýsingar út og suður í þá átt að allt muni fara fjandans til nema gengið sé að kröfunum; gefa yfirlýsingar innanlands sem erlendis. Þetta hefur verið gert frá upphafi þegar átti að keyra í gegn samþykki Alþingis án þess að þingmenn fengju að berja augum samning þeirra Svavars og Indriða.

Einhvern veginn hafa hlutir nú æxlazt þannig að staðan hefur farið síbatnandi frá því að stjórnarandstaðan greip í taumana og neitaði að viðurkenna vinnubrögð Steingríms og félaga. 

Hún mun, hins vegar, verða raunverulega erfið ef fjármálaráðherrann gleymir endanlega að umbjóðendur hans eru Íslendingar en ekki hagsmunagæzlumenn ríkissjóða Bretlands og Hollands.


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband