Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.9.2009
Ég á líklega ekki hlutabréf í þessu
Uppi á vegg hjá mér hangir 30 krónu hlutabréf í Hlutafjelaginu Eimskipafjelagi Íslands, sem gefið var út árið 1914.
Afi minn gaf föður mínum bréfið og hann síðan mér.
Það var gefið út þegar það var þótti við hæfi að styðja þetta þáverandi óskabarn þjóðarinnar, þó ekki væri endilega um að ræða stórar fjárhæðir.
Bréfið hefur ekki verið neins virði, sem slíkt, í mörg ár, og aðeins verið hér hjá mér upp á punt og til minningar um stóra drauma Íslendinga snemma á síðustu öld. Mér þykir, af augljósum ástæðum, líka vænt um þetta bréf.
Þeir, sem gáfu félaginu nafn, hafa líklega ekki látið sig dreyma að því yrði, 95 árum síðar, breytt í þennan fáránleika.
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2009
Hvers er þörf í dag?
Þau eru fá löndin, ef nokkur á vesturhveli jarðar, sem eru jafn dapurlega lágt skrifuð og Ísland, a.m.k. um þessar mundir.
Um ástæður þess þarf ekki að fjölyrða; við höfum verið að rífa hár okkar og fella tár yfir snilldarbrögðum fjármálafurstanna, sem settu okkur á hausinn. Samhliða gráti okkar og gnístran tanna höfum við barmað okkur yfir því að langt sé í það að erlendir fjárfestar vilji svo mikið sem líta við okkur vegna Icesave-hörmunganna og erfiðleika eigenda krónubréfanna við að ná fjármunum sínum sínum úr landi, svo ekki sé minnst á kröfuhafa gömlu bankanna.
Það er talið forkastanlegt af fulltrúa Samfylkingarinnar að ganga að tilboði Magma Energy í hlut Orkuveitu Reykjavíkur á þriðjungshlut hennar í HS Orku. Því er haldið fram að um sé að ræða óhagstætt tilboð og að stjórnarmönnum hafi aðeins verið gefin klukkustund til þess að kynna sér innihald samningsins og þá fjölmörgu fyrirvara sem þar eru að finna.
Fullyrðingin um klukkustundar fyrirvara er einfaldlega hrein ósannindi þegar litið er til þeirra mánaða, sem minnihlutinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur haft til að setja sig ærlega inn í þetta mikilvæga mál. Það hefur legið fyrir að OR yrði að fara þessa söluleið með sinn hluta í HS Orku og borgarfulltrúum vinstri flokkanna til háborinnar skammar að bera þessi aularök á borð.
Þá má ekki gleyma því, að hér er á ferðinni fyrsti vísirinn að trausti, sem fást verður erlendis frá til að hjálpa okkur við að vinna okkur út úr skömm fjármálafurstanna okkar; þessara forsvarsmanna hinnar tæru snilldar.
Það væri við hæfi vinstrimanna að senda bónleiða til búðar þá, sem eru að reyna að eiga við okkur eðlileg viðskipti.
Tilboðið óhagstætt fyrir OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009
LÍN klikkar - illa
Í kvöldfréttum sjónvarpsins var greint frá því að Lánasjóður íslenzkra námsmanna hefði neitað að frysta lán einstæðrar og atvinnulausrar móður. Aðrar lánastofnanir, sem hún þurfti að leita til, urðu við beiðnum hennar.
Á morgun þarf hún því að greiða LÍN, sem fullyrðir að hún hafi ekki orðið fyrir meira en 20 prósenta tekjuskerðingu, 207 þúsund krónur þrátt fyrir að hún sjái ekki framá að geta greitt af lánunum og haldið sér og dóttur sinni heimili.
Hér erum við, að mörgu leyti, komin að kjarna málsins, sem snýst, í raun, ekki um flatan niðurskurð lána, heldur um fyrirgreiðslur þeim einstaklingum til handa, sem þurfa á slíku að halda til að halda efnahagslegu sjálfstæði sínu og virðingu.
Það er með hreinum ólíkindum að lánasjóðurinn skuli ekki telja sig geta séð í gegnum viðmiðunarreglu um 20% tekjuskerðingu, þegar líf liggur við.
Hér er um að ræða tákngerving þeirra vandamála, sem þúsundir Íslendinga eiga við að glíma í dag. Það stóð eitt sinn til að slá skjaldborg um heimili þessara einstaklinga og tilvist þeirra. Það virðist ekki einu sinni vera hægt að veita þessum einstaklingi skjól í tjaldborg.
Það að bjóða Bretum að setja fram gagnrýni á ferðafólk á erlendri grund er á við að bjóða fyllibyttum að leggja mat á aðrar fyllibyttur.
Ég hef komið víða við á sumarferðum og skiptir ekki máli hvert var farið til að öðlast frið og ró ef brezkir ferðamenn voru nærri. Skipti ekki máli hvort um var að ræða dvalarstaði, veitingastaði eða svæði, sem ætluð voru til almennrar notkunar.
Undantekningalítið voru þeir homo sapiens til háborinnar skammar með tillitsleysi, frekju, dónaskap, hávaða og ruddaskap.
Séu nú til komnir einhverjir, sem gera Bretum lífið leitt á ferðum þeirra, eiga þeir brezku það skilið, þó ekki væri nema til að verða fyrir óþægindum og leiðindum, sem þeira sjálfir hafa valdið öðrum.
Rússar eru verstu ferðamennirnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2009
Greitt fyrir aðgang að Evrópusambandinu
Með samþykkt á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-klúðursins hefur einum steini verið velt úr vegi aðgangs að ESB.
Samhliða því hefur Alþingi lotið í duftið gagnvart vinaþjóðunum, sem harðneituðu að veita okkur lánafyrirgreiðslu nema fyrst hefði verið gengið að ofurkostum Breta og Hollendinga.
Nú ætla Bretar, náðarsamlegast, að skoða fyrirvara þá, sem Alþingi telur sig hafa gert á klúðri þeirra félaga Svavars Festssonar og Indriða H. Þorlákssonar. Klúðri, sem ríkisstjórnin ætlaði sér í upphafi að koma óbreyttu í gegnum þingið.
Það verður erfitt að vera Íslendingur á komandi árum. Það hefði verið útilokað, hefði upphaflega áætlunin gengið eftir, en það er til mikils að vinna við að komast á mála hjá Brussel-veldinu.
Bretar skoða fyrirvarana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þá hefur verið gengið formlega frá skuldsetningu íslenzks þjóðfélags um ókomna tíð. Hin tæra snilld Landsbanka Íslands hefur snúizt upp í andhverfu sína, svo um munar, og er nú endanlega orðin að minnisvarða um ómælda fíflsku í bankastarfsemi, öllum til ama og flestum til skaða.
Ögmundur Jónason gat þess í athugasemd að það [hefði] myndazt breið samstaða í þessum sal og átti hann þá við afgreiðslu þingsins á ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta; ríkisábyrgð á samningsklúðri þeirra félaga Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem fjármálaráðherra ætlaðist upphaflega til að fleytt yrði í gegnum þingið án umræðna og án þess að þingmenn fengju, yfirleitt, að kynna sér málið.
Það var þessi Ögmundur, sem gjammaði og kallaði fram í fyrir einum af þingmönnum Framsóknarflokksins, sem hafði þor og getu til að setja sig á móti þessari vesældarafgreiðslu og kalla eftir betri og bitastæðari fyrirvörum.
Niðurstöður endanlegrar atkvæðagreiðslu renna svo sannarlega ekki stoðum undir þá fullyrðingu Ögmundar Jónassonar að breið samstaða hafi myndazt; þvert á móti. Ríkisábyrgðin var samþykkt af naumum meirihluta þingmanna, 34 af 63. 14 voru á móti (megi þeim vegnast vel), en 14 sátu hjá (litlir getum við verið).
Ég sé ástæðu til að halda á lofti nöfnum þeirra tveggja samflokksmanna minna, sem höfðu kjark til að greiða atkvæði samkvæmt samvizku sinni. Þeir eru Árni Johnsen og Birgir Ármannsson. Þeir sögðu nei.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það bendir margt til þess að Bónus, Hagkaup og önnur fyrirtæki Haga séu á leið í þrot. Varla við öðru að búast eftir aðfarir útrásarsérfræðinganna. Er það sannarlega ver, því vart er við því að búast að vöruverð almennt fari batnandi við slíkar hamfarir á innlendum smásölumarkaði.
Morgunblaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að Kapþing hafi ekki gengið að Högum og tekið félagið yfir þar sem bankinn vilji gefa 1998 ehf. [95,7% eiganda Haga] svigrúm til að mæta gjalddögum lána.
Þetta telja margir, að mér meðtöldum, eðlilega viðskiptahætti. Lítið upp úr því að hafa, raunar kolvitlaust, að fella félag, sem ekki hefur fengið ýtrustu möguleika á að tryggja tilveru sína. Eignarhaldsfélagið skuldar Kaupþingi mikla fjármuni, en hafa verður í huga að lánið fellur ekki í gjalddaga fyrr en á næsta ári, 2010.
Eigum við ekki að halda ró okkar?
Sumir bloggarar sjást ekki fyrir og kveða upp raust sína með köllum á borð við Vinnur Kaupþing fyrir auðmenn eða almenning? og Er Kaupþing banki almennings eða auðmanna? Þetta eru gjörsamlega ótímabærar vangaveltur og sæmilega vitibornum mönnum ekki sæmandi. Er ekki rétt að bíða og sjá hvað þetta teymi sérfræðinga, sem er að vinnu fyrir Kaupþing, telur á endanum bezt, að teknu tilliti til hagsmuna bankans og þar með almennings?
Það hefur nógu mikil eyðilegging átt sér stað að undanförnu. Ég sé ekki ástæðu til að hrópa eftir því að hún haldi áfram.
Hagar í gjörgæslu Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009
Minnkandi mikilvægi NATO
Hlutverk NATO, þessa fyrrverandi öryggiskjarna vestrænna ríkja, fer þverrandi að áliti margra og ekki er hægt að segja að heimsókn nýja framkvæmdastjórans geri mikið til að breyta þeirri skoðun.
Staða Íslands innan Atlantshafsbandalagsins er, nú um stundir, ekki merkileg, þó efalaust eigi hún eftir að breytast verulega þegar kapphlaupið um auðlindir í nyrzta norðri hefst fyrir alvöru.
Þessi kléna staða Íslands kemur e.t.v. bezt fram í heldur dapurlegum ummælum framkvæmdastjórans, sem keppist við að segja sem minnst; helzt ekki neitt. Ég tel ekki að það sé hlutverk NATO að skipta sér af tvíhliða efnahagssamningum milli aðildarríkjanna, segir Anders Fogh. Honum virðist sjást yfir þann möguleika í afskiptaleysinu að stundum felst áhrifamikið inngrip í því að bera klæði á vopnin og sjá til þess að einn aðili gangi ekki af öðrum næstum dauðum.
Æpandi þögn bandalagsins um beitingu Breta á hryðjuverkalögum fyrir tæpu ári síðan verður stjórn þess seint til heiðurs.
Láta innbyrðis deilur eiga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Hann segir áreiðanlegt að mistök hafi verið gerð hjá Kaupþingi." Þetta segir hann, blessaður sakleysinginn, fyrrverandi forstjóri stærsta banka landsins.
Það er svo komið, að margir gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnir fjármálafurstanna fyrrverandi. Segja það skipta litlu máli úr því sem komið er. Grátur og gnístran tanna þeirra, sem settu allt á hausinn verða þess ekki valdandi að skútan komist aftur á réttan kjöl.
Það, sem fæstir sætta sig við sem góða lenzku er að sjá einn af milljarðadrengjunum koma í sjónvarp og beinlínis þenja sig yfir því að hörmungin hafi ekki verið honum, eða hans, að kenna, heldur öllum öðrum, sem þátt tóku í darraðardansinum.
Það er fæstum skemmt yfir svona frammistöðu, ungi maður.
Annarra að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009
Skrímsladeild Morgunblaðsins
Það fer ekkert á milli mála að Morgunblaðið er búið að koma sér upp eins manns skrímsladeild í persónu Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur.
Bjarni friðar skrímsladeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |