Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Alvarlegur skortur á siðferði

Það er ekki oft sem mig skortir orð til að lýsa vanþóknun minni, þegar það á við, en nú varð ég kjaftstopp.

Vilhjálmur Bjarnason segir þá, sem stjórna bankanum í dag, þjást af raunveruleikaskyni og að þeir misbjóði þjóðinni. Ég get svo sem tekið undir þetta með Vilhjálmi, en að mínu mati þjást þessir stjórnendur af einhverju miklu meiru en skorti á eðlilegri sýn á veruleikann. Þeir eru gjörsamlega vitfirrtir, sama hvernig á það er litið. Hreinræktuð siðblinda. 


mbl.is Hljómar eins og fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, hvar eru þessar afsökunarbeiðnir?

Þar kom að því að ég get verið sammála einhverju, sem Steingrímur J. Sigfússon lætur frá sér fara.

Við höfum gengið í gegnum elda í umræðunni og ekki komizt að neinni niðurstöðu um það, hvað rétt er og sanngjarnt í Icesave-deilunum, sem orðnar eru að erfiðustu milliríkjamálum, sem lýðveldið hefur fundið sig í. Þessum deilum er ekki lokið og þeim mun seint ljúka, ef nokkurn tíma.

Um þetta þrefuðu menn á þingi og höfðu hátt. Í deilunni tók meiri hluti þjóðarinnar þátt og er langt í að reykurinn setjist á þeim vígvelli.

Einn hópur manna er þó sá, sem þagað hefur þunnu hljóði, utan eins furðulegs réttlætingarpistils í Morgunblaðinu fyrir fáeinum dögum. Sá hópur er ábyrgur fyrir hörmungunum öllum, þó einn þeirra væri svo blindur á vitleysuna að honum datt helzt í hug að kalla hana "tæra snilld". Þessi hópur er eigendur, stjórnendur og starfsmenn þeirra á hærri stigum.

Það minnsta, sem þessir herramenn (og konur) geta gert er að biðja auðmjúklega afsökunar. Vonandi væri sú iðrun einlæg. 

Þá tæki við skilaferli þeirra fjármuna, sem skotið kann hafa verið í skjól erlendis.

Þeim verður aldrei fyrirgefið, en gætu vænzt þess að geta lifað í friði með sjálfum sér.

 


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannfæring út um gluggann

Hvernig líður manni svo eftir að hafa svikið sjálfan sig, samvizku sína sem og þá, er treystu manni til að vinna heiðarlega?

Næst verður hægt að sannfæra alla vinstri-græna um að ESB sé framtíðin.

Aðeins þurfi að smíða fáeina fyrirvara.

 


mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotlending getur ekki verið góð lending

Það er sama hvernig litið er á samkomulagið um ríkisábyrgð vegna Icesave-klúðurs þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar - það er slæmt.

Eins er það sama, hvaða fyrirvarar eru settir einhliða við gerðan og undirritaðan samning - þeir skipta engu máli. Þá er það, því miður, út í hött að tala um "skýra fyrirvara og breiða samstöðu" gagnvart mótaðilum, sem hafa öll háspilin á hendi - við höfum bara hunda, sem engu skila.

Kæti og glamur yfir því að komizt hafi verið að merkilegri niðurstöðu eru marklaust hjal.

Aldrei þessu vant er ég sammála Framsóknarmönnum, sem halda því einfaldlega fram að fyrirvararnir hafi ekki gengið nægilega langt. Þá segja Framsóknarmenn fyrirvarana vera þýðingarlausa sýndarmennsku. „Þetta er eitthvað sem Hollendingar og Bretar geta að sjálfsögðu vel fellt sig við. Það á við um flesta fyrirvarana, þeir eru nánast allir sama marki brenndir.“

Það eina, sem Framsóknarmenn sætta sig við er að settir hafi verið einhverjir fyrirvarar.

Segja má að þannig sé heldur lítil reisn yfir Alþingi Íslendinga eftir japl, jaml og fuður undangenginna vikna. Klassískt dæmi um fjallið, sem tók jóðsótt og gat af sér mús.

 

 


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illskásta lausnin?

Af mörgu slæmu er það sennilega illskásta lausnin að hagvöxtur, og þar með greiðslugeta, ráði því, hvernig staðið er að greiðslum vegna þessara verstu þrota Íslandssögunnar, þessarar "tæru snilldar" Landsbankamanna.

Eftir stendur sú spurning, hvers vegna fjármálaráðherrann setti sig ítrekað á móti raunhæfum breytingum á klúðri þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar.

Ekki er ólíklegt að hann hafi verið farinn að hugsa eins og lærimeistarinn Svavar, að hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur.

 


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er kallaður stjórnmálaflokkur

Ég veit ekki hvort þetta blessað fólk býst við að vera tekið alvarlega, en hér er um að ræða hóp fólks, sem saklausir Íslendingar kusu á þing.

Lágmarkskrafa, sem gerð er til þingmanna er að hægt sé að taka þá alvarlega. Það er krafa, sem Borgarahreyfingin á í miklum erfiðleikum með að uppfylla eftir nýjasta útspil eins úr hópnum þar sem andleg heilsa annars er stórlega dregin í efa og líkum leitt að því að viðkomandi sé allsendis ófær um að sinna skyldum sínum á Alþingi Íslendinga.

Ástand þingflokksins í heild sinni er raunar svo dapurt, að bezt færi á þvi að þau skili öll kjörbréfum sínum og komi ekki nálægt störfum þingsins.

Það er þörf fyrir fólk á þingi, sem hefur a.m.k. lágmarksvitneskju um það, hvernig á að haga sér.

Þetta er hópur fjögurra kjána, sem tekst stöðugt að verða sjálfum sér og kjósendum sínum til skammar. 

 

 

 


mbl.is Margrét kalli til varamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það getur aldrei orðið breið samstaða

Það getur ekki undir neinum kringumstæðum orðið breið samstaða um fyrirvara við Icesave-klúðri þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar.

Ástæða þess er einfaldlega sú að samningur snillinganna gerir þær kröfur til okkar í nútíð og fyrirsjáanlegri framtíð að við fórnum efnahagslegu sjálfstæði okkar. Þessa fórn má skrifa hjá þeim félögum, sem og þrælslundaðri ríkisstjórn, sem hefur það eitt að markmiði að koma landi og þjóð undir ofurveldi skrifræðisins í Brussel.

Það er orðið erfitt að sjá hvor ber þyngri ábyrgð í landsölumálinu, Jóhanna Sigurðardóttir með krataliðið á bak við sig, eða Steingrímur J. Sigfússon, sem staðið hefur eins og bolabítur í vörn fyrir hörmung þeirra Svavars og Indriða.

Afstaða forsætisráðherra er að sumu leyti skiljanleg, því það hefur verið kappsmál flokks hennar um langa hríð að selja landið undir Brussel-veldið. Afstöðu fjármálaráðherrans er erfiðara að átta sig á. Hann hefur, allt frá því farið var að ræða Icesave-klúðrið í þinginu, þverskallazt við að ljá máls á neinu því, er orðið gæti til að milda áhrif samningsins og harðneitað að gangast við því að um gæti verið að ræða aðrar og betri aðferðir og leiðir en þær, sem lærifaðirinn Svavar fékk honum í hendur.

Tilræði forkólfa ríkisstjórnar Íslands við eigin þjóð verður lengi í minnum höfð. Fjandsamlegri aðgerð gegn sjálfstæði landsins er torfundin.


mbl.is Ekki breið samstaða um fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, er það nema von að menn reiðist

Þeir, sem frömdu Lockerbie-glæpinn í desember 1988 áttu, og eiga, skilið hörðustu refsingu, sem unnt er að láta sér detta í hug.

Sem andstæðingur dauðarefsingar get ég látið ekki mér detta annað í hug en að sá, eða þeir, sem af ráðnum hug valda dauða 270 samborgara sinna, þurfi að kúldrast það, sem eftir lifir innan fangelsismúra.

Samúð er ekki hugtak, sem sá, eða þeir, eiga minnsta rétt til og skiptir þá engu máli hverjar kringumstæður þeirra eru. 


mbl.is Mál Megrahi vekur reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er leiðin ekki fær - hugnast ekki ESB

Auðvitað er engin leið út úr þessum ógöngum fær, ef hún er á skjön við hörmungina, sem snillingarnir Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, höfðu með sér heim að loknum fundum með Bretum og Hollendingum.

Fyrir því eru einkum tvær ástæður.

Í fyrra lagi skal enginn láta sér detta í hug að þegar guðfaðir Vinstri grænna og lærifaðir Steingríms J. Sigfússonar lætur hafa það eftir sér, að hann „nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur“, þá skal engum detta það guðlast í hug að hafna vísdómi Svavars. Það er þá ekki þess virði að velta því fyrir sér lengur.  

Í síðara lagi væri slík afneitun á skjön við yfirlýsta stefnu Samfylkingarinnar að Ísland skuli í Evrópusambandið, hvað sem tautar eða raular. Annað er ekki til umræðu og skiptir þá ekki máli hvað þessi þráhyggja kemur til með að kosta land og lýð. „Vinir“ okkar í ESB, hverjir sem þeir eru, hafa þvertekið fyrir aðild nema Samfylkingin selji sálu sína til að enginn efist um heilindi í garð ESB þar á bæ. Afleiðingarnar skipta þá ekki máli.

Það er engin önnur leið fær og það skal ekki ræða neina aðra leið.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vit og þekking, ekki Svavar Gestsson

Mikið skelfing hefði það nú verið gæfulegra að fá sérfræðing í skuldaskilum til að koma að samningum um Icesave-klúðrið en þá félaga Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson.

Hefði þetta verið gert í upphafi, stæðum við ekki frammi fyrir hörmulegustu samningagerð Íslandssögunnar í dag.


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband