En hvað með niðurskurð í heilbrigðiskerfinu?

Mennt er vissulega máttur, en á þessum síðustu og verstu tímum, sem nú ganga yfir fyrir tilstuðlan fjármálafurstanna okkar, er greinilegt að niðurskurðarhnífum er beitt þvers og kruss.

Væri það nú ekki dálítið andkanalegt ef stjórnvöld færu alfarið eftir hugmyndum stúdenta við Háskóla Íslands og myndu „forgangsraða þess fremur ríkisfjármunum í þágu menntunar á Íslandi“ eins og lagt er til í ályktun Stúdentaráðs HÍ og létu t.d. þann sparnað/niðurskurð, sem fyrirhugaður er í menntakerfinu koma niður á heilbrigðismálum?

Raddir sérhagsmuna verða alltaf dálítið hjáróma þegar þeim er beitt gegn „öllum nema mér.“

 


mbl.is Stúdentaráð HÍ fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfasendingar duga ekki

„Skv. heimildum mbl.is hafa formleg svör ekki borist vegna bréfaskriftanna“ segir í tilvísaðri grein á mbl.is. Það er ótrúleg bjartsýni að búast við því að bréfskriftir skili einhverjum árangri í þessu erfiða og flókna máli.

Bretar og Hollendingar hafa þegar platað útsenda embættismenn upp úr skónum, þá Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson og nú er farið að senda Indriða H. til viðræðna á nýjan leik!

Það eina, sem dugar er að forsætisráðherra krefjist fundar með starfsbræðrum sínum og kæmi erindi Íslendinga á framfæri, svo ekki færi á milli mála hver viljinn væri. Þetta væri gert ef hugur fylgdi máli, sem hann gerir ekki.

Ráðherrann er sátt við stöðu mála, enda með Icesave-samningum tryggt að áfram verður haldið að véla um inngöngu Íslands í ESB. Ekki er líklegt að mikið verði aðhafzt, sem sett gæti það samningaferli í hættu.


mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalausir möguleikar

Það, sem hinn ágæti, fyrrverandi seðlabankastjóri, lætur hjá líða að geta um, þegar hann ber saman ástandið á Íslandi í dag og í Noregi á 10. áratugnum, er að auk samtímis bankakreppu, skuldakreppu, gjaldeyriskreppu og ríkisfjármálakreppu, þá komu alvarlegir brestir í hagkerfi allt í kringum okkur. Auk þess sem Noregur varð fyrir verulegum áföllum á öllum þessum sviðum, en á miklu lengri tíma, verður að hafa í huga að ytri aðstæður voru hagstæðar og gerðu frændum okkar kleyft að vinna sig frá vandamálunum á umtalsvert auðveldari hátt en um getur verið að ræða í dag.

Að öðru leyti er ég sammála mörgu, sem Svein Harald Öygard lætur frá sér fara og tek sérstaklega undir fullyrðingar hans um útilit fyrir tiltölulega skjótan bata íslenzks hagkerfis.

Að mínu mati var skipun hans í embætti seðlabankastjóra sennilega eitt af því fáa, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert af viti.


mbl.is Miklir möguleikar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náðarhöggið

Það var þá Forseti Íslands, sem veitti þjóð sinni náðarhöggið með því að staðfesta lög, er byggðu að mestu leyti á samningshroða gamals félaga hans úr vinstri pólitíkinni, Svavars Gestssonar.

Þetta gerir hann með því að vísa í ónýta fyrirvara, sem barðir voru saman á Alþingi og síðan samþykktir sem hluti af ánauðarlögum.

Þessa manns verður ekki minnst sem stórmennis.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á líklega ekki hlutabréf í þessu

Uppi á vegg hjá mér hangir 30 krónu hlutabréf í Hlutafjelaginu Eimskipafjelagi Íslands, sem gefið var út árið 1914.

Afi minn gaf föður mínum bréfið og hann síðan mér.

Það var gefið út þegar það var þótti við hæfi að styðja þetta þáverandi óskabarn þjóðarinnar, þó ekki væri endilega um að ræða stórar fjárhæðir.

Bréfið hefur ekki verið neins virði, sem slíkt, í mörg ár, og aðeins verið hér hjá mér upp á punt og til minningar um stóra drauma Íslendinga snemma á síðustu öld. Mér þykir, af augljósum ástæðum, líka vænt um þetta bréf.

Þeir, sem gáfu félaginu nafn, hafa líklega ekki látið sig dreyma að því yrði, 95 árum síðar, breytt í þennan fáránleika.


mbl.is Nafni Eimskips verði breytt í A1988
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers er þörf í dag?

Þau eru fá löndin, ef nokkur á vesturhveli jarðar, sem eru jafn dapurlega lágt skrifuð og Ísland, a.m.k. um þessar mundir.

Um ástæður þess þarf ekki að fjölyrða; við höfum verið að rífa hár okkar og fella tár yfir snilldarbrögðum fjármálafurstanna, sem settu okkur á hausinn. Samhliða gráti okkar og gnístran tanna höfum við barmað okkur yfir því að langt sé í það að erlendir fjárfestar vilji svo mikið sem líta við okkur vegna Icesave-hörmunganna og erfiðleika eigenda krónubréfanna við að ná fjármunum sínum sínum úr landi, svo ekki sé minnst á kröfuhafa gömlu bankanna.

Það er talið „forkastanlegt“ af fulltrúa Samfylkingarinnar að ganga að tilboði Magma Energy í hlut Orkuveitu Reykjavíkur á þriðjungshlut hennar í HS Orku. Því er haldið fram að um sé að ræða óhagstætt tilboð og að stjórnarmönnum hafi aðeins verið gefin „klukkustund til þess að kynna sér innihald samningsins og þá fjölmörgu fyrirvara sem þar eru að finna.“

Fullyrðingin um klukkustundar fyrirvara er einfaldlega hrein ósannindi þegar litið er til þeirra mánaða, sem minnihlutinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur haft til að setja sig ærlega inn í þetta mikilvæga mál. Það hefur legið fyrir að OR yrði að fara þessa söluleið með sinn hluta í HS Orku og borgarfulltrúum vinstri flokkanna til háborinnar skammar að bera þessi aularök á borð.

Þá má ekki gleyma því, að hér er á ferðinni fyrsti vísirinn að trausti, sem fást verður erlendis frá til að hjálpa okkur við að vinna okkur út úr skömm fjármálafurstanna okkar; þessara forsvarsmanna hinnar „tæru snilldar“.

Það væri við hæfi vinstrimanna að senda bónleiða til búðar þá, sem eru að reyna að eiga við okkur eðlileg viðskipti.

 

 


mbl.is Tilboðið óhagstætt fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍN klikkar - illa

Í kvöldfréttum sjónvarpsins var greint frá því að Lánasjóður íslenzkra námsmanna hefði neitað að frysta lán einstæðrar og atvinnulausrar móður. Aðrar lánastofnanir, sem hún þurfti að leita til, urðu við beiðnum hennar.

Á morgun þarf hún því að greiða LÍN, sem fullyrðir að hún hafi „ekki orðið fyrir meira en 20 prósenta tekjuskerðingu,“ 207 þúsund krónur þrátt fyrir að hún sjái ekki framá að geta greitt af lánunum og haldið sér og dóttur sinni heimili.

Hér erum við, að mörgu leyti, komin að kjarna málsins, sem snýst, í raun, ekki um „flatan niðurskurð“ lána, heldur um fyrirgreiðslur þeim einstaklingum til handa, sem þurfa á slíku að halda til að halda efnahagslegu sjálfstæði sínu og virðingu.

Það er með hreinum ólíkindum að lánasjóðurinn skuli ekki telja sig geta séð í gegnum viðmiðunarreglu um 20% tekjuskerðingu, þegar líf liggur við.

Hér er um að ræða tákngerving þeirra vandamála, sem þúsundir Íslendinga eiga við að glíma í dag. Það stóð eitt sinn til að slá skjaldborg um heimili þessara einstaklinga og tilvist þeirra. Það virðist ekki einu sinni vera hægt að veita þessum einstaklingi skjól í tjaldborg. 

 

 


Bretar að gagnrýna aðra túrista!!! - Kemur vel á vondan

Það að bjóða Bretum að setja fram gagnrýni á ferðafólk á erlendri grund er á við að bjóða fyllibyttum að leggja mat á aðrar fyllibyttur.

Ég hef komið víða við á sumarferðum og skiptir ekki máli hvert var farið til að öðlast frið og ró ef brezkir ferðamenn voru nærri. Skipti ekki máli hvort um var að ræða dvalarstaði, veitingastaði eða svæði, sem ætluð voru til almennrar notkunar.

Undantekningalítið voru þeir homo sapiens til háborinnar skammar með tillitsleysi, frekju, dónaskap, hávaða og ruddaskap.

Séu nú til komnir einhverjir, sem gera Bretum lífið leitt á ferðum þeirra, eiga þeir brezku það skilið, þó ekki væri nema til að verða fyrir óþægindum og leiðindum, sem þeira sjálfir hafa valdið öðrum.


mbl.is Rússar eru verstu ferðamennirnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greitt fyrir aðgang að Evrópusambandinu

Með samþykkt á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-klúðursins hefur einum steini verið velt úr vegi aðgangs að ESB.

Samhliða því hefur Alþingi lotið í duftið gagnvart vinaþjóðunum, sem harðneituðu að veita okkur lánafyrirgreiðslu nema fyrst hefði verið gengið að ofurkostum Breta og Hollendinga.

Nú ætla Bretar, náðarsamlegast, að skoða fyrirvara þá, sem Alþingi telur sig hafa gert á klúðri þeirra félaga Svavars Festssonar og Indriða H. Þorlákssonar. Klúðri, sem ríkisstjórnin ætlaði sér í upphafi að koma óbreyttu í gegnum þingið. 

Það verður erfitt að vera Íslendingur á komandi árum. Það hefði verið útilokað, hefði upphaflega áætlunin gengið eftir, en það er til mikils að vinna við að komast á mála hjá Brussel-veldinu.

 


mbl.is Bretar skoða fyrirvarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin „tæra snilld“ Landsbankans, banka allra landsmana

Þá hefur verið gengið formlega frá skuldsetningu íslenzks þjóðfélags um ókomna tíð. Hin „tæra snilld“ Landsbanka Íslands hefur snúizt upp í andhverfu sína, svo um munar, og er nú endanlega orðin að minnisvarða um ómælda fíflsku í bankastarfsemi, öllum til ama og flestum til skaða.

Ögmundur Jónason gat þess í athugasemd að „það [hefði] myndazt breið samstaða í þessum sal“ og átti hann þá við afgreiðslu þingsins á ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta; ríkisábyrgð á samningsklúðri þeirra félaga Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem fjármálaráðherra ætlaðist upphaflega til að fleytt yrði í gegnum þingið án umræðna og án þess að þingmenn fengju, yfirleitt, að kynna sér málið.

Það var þessi Ögmundur, sem gjammaði og kallaði fram í fyrir einum af þingmönnum Framsóknarflokksins, sem hafði þor og getu til að setja sig á móti þessari vesældarafgreiðslu og kalla eftir betri og bitastæðari fyrirvörum.

Niðurstöður endanlegrar atkvæðagreiðslu renna svo sannarlega ekki stoðum undir þá fullyrðingu Ögmundar Jónassonar að breið samstaða hafi myndazt; þvert á móti. Ríkisábyrgðin var samþykkt af naumum meirihluta þingmanna, 34 af 63. 14 voru á móti (megi þeim vegnast vel), en 14 sátu hjá (litlir getum við verið).

Ég sé ástæðu til að halda á lofti nöfnum þeirra tveggja samflokksmanna minna, sem höfðu kjark til að greiða atkvæði samkvæmt samvizku sinni. Þeir eru Árni Johnsen og Birgir Ármannsson. Þeir sögðu nei.

 

 

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband