27.9.2009
Össur í New York - sei, sei
Vegna fréttar af ávarpi Össurar Skarphéðinssonar til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafa einhverjir haft á orði að tími hefði verið til kominn að hann léti í sér heyra og gagnrýndi m.a. Alþjóða gjaldeyrissjóðinn fyrir furðulegt og óafsakanlegt vinnulag gagnvart Íslendingum.
Ég er langt frá því að vera hrifinn og finnst raunar lítið til ræðu utanríkisráðherrans koma. Ekki er það vegna innihalds ávarpsins því öllum er löngu orðið ljóst hvernig AGS hefur verið beitt í þjónustu tveggja öflugra aðstandenda sjóðsins. Ástæðan er, öllu heldur, vegna þess að þessi ræða hefur ekki löngu verið haldin og hún margendurtekin á alþjóðavettvangi. Við slíku er ekki að búast þegar við höfum við stjórnvölinn mannfælinn einstakling, sem hvorki hefur dug né getu til að tjá sig um brýnustu mál Íslandssögunnar fyrir framan sjónvarpsmyndavélar heimspressunnar. Ekki hefur skort tækifærin til að halda málstað Íslendinga á lofti.
Það má vera að orð Össurar Skarphéðinssonar séu til þess fallin að vekja hrifningu einhverra; allar líkur eru bara á því að þau séu heldur fátækleg og alltof seint fram komin.
![]() |
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009
Þó fyrr hefði verið
Það var ekki seinna vænna að blessað fólkið náði áttum. Á Álftanesi hefur ríkt ein mesta tragikómedía sveitarstjórnarmála síðan R-listinn var upp á sitt bezta í Reykjavík.
Megi annað eins ekki henda neitt sveitarfélag.
![]() |
Nýr meirihluti á Álftanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009
Ályktun um val á ritstjóra er út í hött
Það er hlutverk hagsmunasamtaka á borð við Blaðamannafélag Íslands að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna, en þegar stjórn BÍ segist í ályktun telja þá ákvörðun eigenda blaðsins, að ráða umdeildan stjórnmálamann sem ritstjóra Morgunblaðsins rýra trúverðugleika blaðsins er hún komin langt út fyrir sitt verksvið og farin að fjalla um mál, sem koma henni akkúrat ekkert við.
Vissulega er ástæða til að álykta um mál starfsmanna Morgunblaðsins, sem missa vinnuna eftir langa og góða þjónustu, en innlegg um persónu nýs ritstjóra og að fara á flug með hugleiðingar um afskipti hans af stjórnmálum og störf sem seðlabankastjóri séu þess eðlis að blaðamenn geta ekki við unað virkar sem hreinn kjánaskapur.
Við öðru en kjánaskap er þó varla að búast þegar haft er í huga að formaður félagsins, langhaldin biturð í garð Sjálfstæðisflokksins, hefur næsta örugglega átt stóran þátt í orðun þessarar ályktunar.
![]() |
Harmar uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009
Hystería og hamagangur
Yfir okkur gengur nú einhver mesta hystería, sem sézt hefur frá því snemma á árinu.
Hver er svo ástæða þessa hamagangs?
Jú, það hefur verið gripið til aðgerða á Morgunblaðinu til að forða því frá falli. Það er gripið til nákvæmlega sömu aðgerða og gert hefur verið hjá fjölda fyrirtækja, sem eiga við rekstrarvanda að stríða. Það er talið óhjákvæmilegt að segja upp starfsmönnum til að draga úr kostnaði við rekstur.
Þess utan er, greinilega, talið rétt að fá nýjan mann í brúna því sá, sem fyrir var, réð ekki við að stýra þann kúrs, sem þurfti til að koma fleyinu í hlé.
Hér er akkúrat ekkert að gerast, sem telja má annað en eðlileg viðbrögð stjórnenda blaðsins til að koma rekstri þess á réttan kjöl.
Blaðið var á leið í þrot. Flóknara er dæmið nú ekki. Var það raunverulega óskastaðan, sem þeir hávaðasömustu vildu sjá verða að veruleika?
![]() |
Uppsagnir hjá Árvakri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009
Kraftmiklir ritstjórar
Ég á þá von á því að umræðan um Evrópusambandið færist á vitrænt plan.
Verri gat hún ekki orðið.
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009
Geta trútt um talað
Jú, Hollendingar (og Bretar) hafa ástæðu til endalausrar ánægju í viðureigninni við Íslendinga, sem þeir hafa þegar unnið og nær því brosið eyrnanna á milli.
Stríðið er einfaldlega unnið því ekkert skal látið ógert til að þóknast þessum tveimur verðandi herraþjóðum í Evrópusambandinu.
Þá má ekki gleyma töfum, sem Hollendingar og Bretar hafa valdið á fyrstu endurskoðun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á lánveitingum; endurskoðun, sem er komin átta mánuði fram yfir tímann og verður ekki unnin fyrr en Íslendingar hafa að öllu undirgengizt kröfur þessara verðandi félaga okkar í ESB.
Er það nema von að Hollendingar segist eiga í mjög jákvæðu og uppbyggilegu sambandi við bresk og íslensk yfirvöld.
![]() |
Hollendingar bjartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009
Furðuleg viðbrögð forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir leggur það mat á viðbrögð Sjálfstæðisflokksins að hann, ásamt öðrum í stjórnarandstöðu, hafi rofið trúnað með viðbrögðum sínum við hugmyndum Breta og Hollendinga um fyrirvarana við ríkisábyrgð. Þá segir forsætisráðherra að viðbrögðin hafi valdið sér vonbrigðum og endurmeta þurfi samskipti við stjórnarandstöðuna.
Það er ýmislegt, sem þarf að endurmeta þessa dagana, en þörfin á endurmati nær ekki til eðlilegra viðbragða Sjálfstæðisflokksins. Það, sem þarf að endurmeta er geta þessa forsætisráðherra til að sinna störfum sínum, flestum falin og á eilífum flótta undan hverjum þeim, sem eiga vill við hana orðastað um það, sem er að gerast á landinu.
Ég læt hér fylgja með yfirlýsingu, sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér um ásakanir Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi yfirlýsing segir það, sem segja þarf um ásakanir forsætisráðherrans:
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ber Sjálfstæðismönnum það á brýn að hafa rofið trúnað varðandi viðbrögð Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, þá er hún trú gamla máltækinu, að betra sé að veifa röngu tré en öngvu. Ekkert getur verið fjær sanni en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rofið trúnað.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar kölluðu forystumenn stjórnarandstöðunnar á sinn fund í gær til þess að gera þeim grein fyrir viðbrögðum Hollendinga og Breta við ákvörðun Alþingis varðandi Icesavemálið. Síðar um daginn var Fjárlaganefnd Alþingis einnig kynnt þetta mál.
Í fréttum í gærkvöldi og á vefmiðlum lágu fyrir yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem tjáðu sig um málið og lýstu yfir ánægju sinni með viðbrögð breskra og hollenskra stjórnvalda. Í fréttum voru tíunduð einstök efnisatriði sem sögð voru vera úr svari ríkjanna. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í gær og í dag fjallað efnislega um málið.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tjáði sig ekki um málið efnislega, til þess auðvitað að rjúfa ekki þann trúnað sem óskað hafði verið eftir að viðhafður yrði. Sama var að segja um ályktun Þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem send var út að afloknum fundi í gærkvöldi.
Umfjöllun Sjálfstæðisflokksins um þetta mál var því í hvívetna þannig fram sett að virtur var sá trúnaður sem um hafði verið beðið. Yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur í fjölmiðlum nú í kvöld eru því í senn ósannar og ómerkilegar.
Forsætisráðherra sagði að þessi atburðarrás yrði til þess að endurskoða þyrfti samskiptin við stjórnarandstöðuna og hélt því síðan fram að meira samráð hefði verið haft af hálfu ríkisstjórnarinnar en dæmi væru um. Þetta er furðulegur málflutningur.
Ríkisstjórnin hefur ekki fylgt þeirri leið samráðs og samstarfs sem hún ræddi um fyrr á árinu. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti unnið í anda tilskipana. Ríkisstjórnin hefur helst leitað eftir samstarfi þegar hún hefur misst stjórn á atburðarrásinni og hefur ekki getað lokið þeim málum sem hún hafði skuldbundið sig til að ljúka. Er Icesavemálið gleggsta dæmið um það.
Yfirlýsingu forsætisráðherra ber hins vegar að túlka sem hótun af hennar hálfu og vísbendingu um að mál verði til lykta leidd með átökum, en ekki samstarfi. Því verður að sjálfsögðu mætt eins og tilefni er til. En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun eftir sem áður vinna af heilndum og málefnalega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
![]() |
Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009
Lifnar Mogginn við á ný?
Því er ekki að neita að Morgunblaðið hefur nú um alllangt skeið verið málgagn afstöðuleysis og máttleysis í flestum málum, ef frá eru taldir stakir starfsmenn, sem þora að láta í sér heyra.
Afstöðuleysið hefur þó ekki verið algert, því ekki fer það á milli mála hver hugur blaðsins er til Evrópusambandsins. Þar hefur mönnum tekizt að tjá sig með hálfkveðnum vísum.
Hálfkveðnar vísur og máttleysi er ekki það, sem búizt er við af Morgunblaðinu.
![]() |
Ólafur lætur af starfi ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er skelfilegt til þess að vita að ráðamenn þjóðarinnar skuli í sífellu hamra á neikvæðni og dómsdagsspám. Þetta gerir fjármálaráðherrann í viðtali við Morgunblaðið með því að kveða á um að hér muni ríkja upplausn verði Icesave-lögum hafnað. Þessi bölmóður er síðan settur á forsíðu sunnudagsútgáfu blaðsins, þannig að þeir, sem gengu frá viðtalinu í prentun eiga að vissu marki hluta af sökinni.
Það er ekki annað að sjá en að persóna ráðherrans sé eitt flak uppgjafar og vonbrigða. Kannski er ekki við öðru að búast. Ekki er við mikið að styðjast þar sem eru samninganefndarmennirnir, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson. Þeirra uppgjöf gagnvart Bretum og Hollendingum mun lifa meðan land byggist.
Ekki hefur ráðherrann haft mikinn stuðning félaga sinna í ríkisstjórninni og trónar þar forsætisráðherra hæzt í fjarveru sinni. Sú ágæta kona hefur ekki, að mér vitandi, látið frá sér opinberlega eitt aukatekið orð um um Icesave-klúðrið. E.t.v. er svosem ekki við miklu að búast frá þessari ágætu konu, því hennar tími er augljóslega liðinn. Hún ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að stýra landi í erfiðleikum. Ég sting upp á saumum eða prjónaskap.
Að lesnum og heyrðum dómsdagsspám ráðamanna er það hressandi að heyra raddir þeirra, sem segja að þó slæmt sé, þá stefni nú greinilega ekki í algjöra upplausn og ómögulegheit. Meðal þeirra var Jón Daníelsson, prófessor, sem lýsti því með afgerandi hætti í Silfri Egils í daga að mikinn mun væri að finna á viðmóti manna erlendis gagnvart Íslendingum. Traust væri að byggjast upp og gera mætti ráð fyrir að botni erfiðleikanna væri náð, eða þá að vel hillti undir lok þeirra. Uppsveiflu væri síðan von á næstu mánuðum. Annar var Joseph Stiglitz, prófessor og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann lét þess raunar getið að botninum væri ekki náð í Bandaríkjunum, en tókst samt að skilja eftir sig það álit að á Íslandi væri langt í frá öll von úti, nema síður væri.
Hvorugur þessara sérfræðinga var með bölmóðs- og svartnættishjal, en þar skilur á milli þeirra og fjármálaráðherrans okkar; þeir vita, mjög líklega, hvað þeir eru að tala um.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009
Engan veg réttlætanlegt
Ég hefði verið fyllilega sáttur við að láta höllina miklu verða að engu á hafnarbakkanum í Reykjavík, hefði það mátt verða til þess að einhverjum viðbótakrónum væri veitt til heilbrigðismála, menntamála og löggæzlu.
Þessi fáránlegi flottræfilsháttur á kajanum á engan réttlætanlegan forgang yfir brýn mál, sem verður að sinna meðan stormurinn gengur yfir.
![]() |
Agndofa og þakklátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)