Það bendir margt til þess að Bónus, Hagkaup og önnur fyrirtæki Haga séu á leið í þrot. Varla við öðru að búast eftir aðfarir útrásarsérfræðinganna. Er það sannarlega ver, því vart er við því að búast að vöruverð almennt fari batnandi við slíkar hamfarir á innlendum smásölumarkaði.
Morgunblaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að Kapþing hafi ekki gengið að Högum og tekið félagið yfir þar sem bankinn vilji gefa 1998 ehf. [95,7% eiganda Haga] svigrúm til að mæta gjalddögum lána.
Þetta telja margir, að mér meðtöldum, eðlilega viðskiptahætti. Lítið upp úr því að hafa, raunar kolvitlaust, að fella félag, sem ekki hefur fengið ýtrustu möguleika á að tryggja tilveru sína. Eignarhaldsfélagið skuldar Kaupþingi mikla fjármuni, en hafa verður í huga að lánið fellur ekki í gjalddaga fyrr en á næsta ári, 2010.
Eigum við ekki að halda ró okkar?
Sumir bloggarar sjást ekki fyrir og kveða upp raust sína með köllum á borð við Vinnur Kaupþing fyrir auðmenn eða almenning? og Er Kaupþing banki almennings eða auðmanna? Þetta eru gjörsamlega ótímabærar vangaveltur og sæmilega vitibornum mönnum ekki sæmandi. Er ekki rétt að bíða og sjá hvað þetta teymi sérfræðinga, sem er að vinnu fyrir Kaupþing, telur á endanum bezt, að teknu tilliti til hagsmuna bankans og þar með almennings?
Það hefur nógu mikil eyðilegging átt sér stað að undanförnu. Ég sé ekki ástæðu til að hrópa eftir því að hún haldi áfram.
![]() |
Hagar í gjörgæslu Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009
Minnkandi mikilvægi NATO
Hlutverk NATO, þessa fyrrverandi öryggiskjarna vestrænna ríkja, fer þverrandi að áliti margra og ekki er hægt að segja að heimsókn nýja framkvæmdastjórans geri mikið til að breyta þeirri skoðun.
Staða Íslands innan Atlantshafsbandalagsins er, nú um stundir, ekki merkileg, þó efalaust eigi hún eftir að breytast verulega þegar kapphlaupið um auðlindir í nyrzta norðri hefst fyrir alvöru.
Þessi kléna staða Íslands kemur e.t.v. bezt fram í heldur dapurlegum ummælum framkvæmdastjórans, sem keppist við að segja sem minnst; helzt ekki neitt. Ég tel ekki að það sé hlutverk NATO að skipta sér af tvíhliða efnahagssamningum milli aðildarríkjanna, segir Anders Fogh. Honum virðist sjást yfir þann möguleika í afskiptaleysinu að stundum felst áhrifamikið inngrip í því að bera klæði á vopnin og sjá til þess að einn aðili gangi ekki af öðrum næstum dauðum.
Æpandi þögn bandalagsins um beitingu Breta á hryðjuverkalögum fyrir tæpu ári síðan verður stjórn þess seint til heiðurs.
![]() |
Láta innbyrðis deilur eiga sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Hann segir áreiðanlegt að mistök hafi verið gerð hjá Kaupþingi." Þetta segir hann, blessaður sakleysinginn, fyrrverandi forstjóri stærsta banka landsins.
Það er svo komið, að margir gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnir fjármálafurstanna fyrrverandi. Segja það skipta litlu máli úr því sem komið er. Grátur og gnístran tanna þeirra, sem settu allt á hausinn verða þess ekki valdandi að skútan komist aftur á réttan kjöl.
Það, sem fæstir sætta sig við sem góða lenzku er að sjá einn af milljarðadrengjunum koma í sjónvarp og beinlínis þenja sig yfir því að hörmungin hafi ekki verið honum, eða hans, að kenna, heldur öllum öðrum, sem þátt tóku í darraðardansinum.
Það er fæstum skemmt yfir svona frammistöðu, ungi maður.
![]() |
Annarra að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009
Skrímsladeild Morgunblaðsins
Það fer ekkert á milli mála að Morgunblaðið er búið að koma sér upp eins manns skrímsladeild í persónu Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur.
![]() |
Bjarni friðar skrímsladeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009
Alvarlegur skortur á siðferði
Það er ekki oft sem mig skortir orð til að lýsa vanþóknun minni, þegar það á við, en nú varð ég kjaftstopp.
Vilhjálmur Bjarnason segir þá, sem stjórna bankanum í dag, þjást af raunveruleikaskyni og að þeir misbjóði þjóðinni. Ég get svo sem tekið undir þetta með Vilhjálmi, en að mínu mati þjást þessir stjórnendur af einhverju miklu meiru en skorti á eðlilegri sýn á veruleikann. Þeir eru gjörsamlega vitfirrtir, sama hvernig á það er litið. Hreinræktuð siðblinda.
![]() |
Hljómar eins og fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2009
Já, hvar eru þessar afsökunarbeiðnir?
Þar kom að því að ég get verið sammála einhverju, sem Steingrímur J. Sigfússon lætur frá sér fara.
Við höfum gengið í gegnum elda í umræðunni og ekki komizt að neinni niðurstöðu um það, hvað rétt er og sanngjarnt í Icesave-deilunum, sem orðnar eru að erfiðustu milliríkjamálum, sem lýðveldið hefur fundið sig í. Þessum deilum er ekki lokið og þeim mun seint ljúka, ef nokkurn tíma.
Um þetta þrefuðu menn á þingi og höfðu hátt. Í deilunni tók meiri hluti þjóðarinnar þátt og er langt í að reykurinn setjist á þeim vígvelli.
Einn hópur manna er þó sá, sem þagað hefur þunnu hljóði, utan eins furðulegs réttlætingarpistils í Morgunblaðinu fyrir fáeinum dögum. Sá hópur er ábyrgur fyrir hörmungunum öllum, þó einn þeirra væri svo blindur á vitleysuna að honum datt helzt í hug að kalla hana "tæra snilld". Þessi hópur er eigendur, stjórnendur og starfsmenn þeirra á hærri stigum.
Það minnsta, sem þessir herramenn (og konur) geta gert er að biðja auðmjúklega afsökunar. Vonandi væri sú iðrun einlæg.
Þá tæki við skilaferli þeirra fjármuna, sem skotið kann hafa verið í skjól erlendis.
Þeim verður aldrei fyrirgefið, en gætu vænzt þess að geta lifað í friði með sjálfum sér.
![]() |
Bíður eftir afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2009
Sannfæring út um gluggann
Hvernig líður manni svo eftir að hafa svikið sjálfan sig, samvizku sína sem og þá, er treystu manni til að vinna heiðarlega?
Næst verður hægt að sannfæra alla vinstri-græna um að ESB sé framtíðin.
Aðeins þurfi að smíða fáeina fyrirvara.
![]() |
Full samstaða um Icesave í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2009
Flottar, að vanda
Var að horfa á enska boltann, en þar var lítið að sjá nema hefðbundna taugaveiklun í upphafi vertíðar og færði mig því yfir til landsleiks Íslands og Serbíu.
Það var eitthvað annað að sjá til stelpnanna okkar (engar gæsalappir) taka Serba í bakaríið. Þarna er á ferðinni heimsklassalið, sem stöðugt sýnir að það er hægt að halda úti alvöru landsliði hér á skerinu, þó strákagreyjunum hafi ekki tekizt að sýna það ennþá.
![]() |
Margrét Lára sá um Serbana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2009
Brotlending getur ekki verið góð lending
Það er sama hvernig litið er á samkomulagið um ríkisábyrgð vegna Icesave-klúðurs þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar - það er slæmt.
Eins er það sama, hvaða fyrirvarar eru settir einhliða við gerðan og undirritaðan samning - þeir skipta engu máli. Þá er það, því miður, út í hött að tala um "skýra fyrirvara og breiða samstöðu" gagnvart mótaðilum, sem hafa öll háspilin á hendi - við höfum bara hunda, sem engu skila.
Kæti og glamur yfir því að komizt hafi verið að merkilegri niðurstöðu eru marklaust hjal.
Aldrei þessu vant er ég sammála Framsóknarmönnum, sem halda því einfaldlega fram að fyrirvararnir hafi ekki gengið nægilega langt. Þá segja Framsóknarmenn fyrirvarana vera þýðingarlausa sýndarmennsku. Þetta er eitthvað sem Hollendingar og Bretar geta að sjálfsögðu vel fellt sig við. Það á við um flesta fyrirvarana, þeir eru nánast allir sama marki brenndir.
Það eina, sem Framsóknarmenn sætta sig við er að settir hafi verið einhverjir fyrirvarar.
Segja má að þannig sé heldur lítil reisn yfir Alþingi Íslendinga eftir japl, jaml og fuður undangenginna vikna. Klassískt dæmi um fjallið, sem tók jóðsótt og gat af sér mús.
![]() |
Góð lending fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009
Illskásta lausnin?
Af mörgu slæmu er það sennilega illskásta lausnin að hagvöxtur, og þar með greiðslugeta, ráði því, hvernig staðið er að greiðslum vegna þessara verstu þrota Íslandssögunnar, þessarar "tæru snilldar" Landsbankamanna.
Eftir stendur sú spurning, hvers vegna fjármálaráðherrann setti sig ítrekað á móti raunhæfum breytingum á klúðri þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar.
Ekki er ólíklegt að hann hafi verið farinn að hugsa eins og lærimeistarinn Svavar, að hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur.
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |