Aum og endanleg uppgjöf

Þá hefur vinstri teymið endanlega gefizt upp.

Enginn þarf svo sem að vera undrandi á þessum lokum því spunakringlur samfylkingarinnar hafa haft sig mikið í frammi.

Þeirra framleidda staða hefur verið sú að „þessu verði að fara að ljúka“. Í þá átt vældi formaður samfylkingarfélags Reykjavíkur, Helga Vala Helgadóttir í útvarpsþættinum á Sprengisandi í morgun.

Nú lýkur þessu með aumri uppgjöf.

 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn er Steingrímur ánægður

Haft er eftir utanríkisráðherra að svo virðist sem flestir þeir lagalegu fyrirvarar, sem settir voru af Alþingi vegna ríkisábyrgðarinnar, hefðu haldið.

Það er gott að menn geti glaðst yfir litlu.

Steingrímur er, hins vegar, ánægður.

Það má ekki gleymast að Steingrímur hefur alltaf verið hæstánægður með þessa nauðungarsamninga við Hollendinga og Breta, allt frá því að hann lýsti því yfir að Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson væru á leiðinni heim með glæsilega niðurstöðu.

Það var líka þessi sami Steingrímur, sem lýsti því yfir í fússi á Alþingi að fyrirvarana hefði átt að samþykkja þó fyrr hefði verið“. Úr þeim orðum mátti lesa að helzt hefði átt að samþykkja samningsgjörðir Svavars og Indriða óskoðaðar og óræddar, eins og til stóð að gert yrði.


mbl.is Lagalegir fyrirvarar halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða: Auknar byrðar?

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna munu telja sig hafa meirihluta á þingi fyrir málinu segir í frétt þeirri, sem lagt er út af.

Einnig er frá því greint að íslenzk stjórnvöld hafi fallizt á að breyta fyrirvörum þeim, sem mánuði tók að berja saman á Alþingi sl. sumar og að Íslendingar taki á sig byrðar umfram það, sem þessir fyrirvarar gerðu ráð fyrir.

Ef þetta er niðurstaða, sem gert er ráð fyrir að þjóðin gleypi, þá held ég að ríkisstjórnin sé firrtari veruleika en nokkur hefur látið sér detta í hug.

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt; hver er fréttin?

Í æðibunugangi spunakringla samfylkingarinnar hefur ekkert verið sparað til að koma höggi á Morgunblaðið eftir að nýir ritstjórar komu til starfa.

Meiningin með ráðningu nýju ritstjóranna var að koma skikki á rekstur blaðsins, sem var ekki á leið neitt nema niður á við undir stjórn þess, sem áður var við stjórnvölinn og réð einfaldlega ekki við sitt verk.

Svo láta fjórir blaðamenn af störfum þar sem þeir hafa fundið sér annan starfsvettvang, en spunakringlurnar hefja mikinn darraðardans og segja allt á leið til fjandans vegna þess að Davíð Oddsson hafi verið ráðinn annar tveggja ritstjóra blaðsins.

Spuninn heldur áfram.


mbl.is Yfirlýsing vegna fréttar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir fiska, sem róa

Mér fannst ástæða til þess sl. fimmtudag að virða við þessa tvo framsóknarmenn það, sem þeir eru að reyna að gera fyrir land sitt og þjóð meðan forsætisráðherrann situr í heljardeyfð og neitar sig að hræra nema með fylgi merkjanlegur árangur í ESB-siglingu samfylkingarinnar.

Hafi þessi sami forsætisráðherra sig svo í frammi með það að markmiði að grafa undan öðrum leiðum en þeim, sem eru henni og spunakringlunum í kringum hana þóknanlegar, er lítil ástæða til að biðjast velvirðingar.


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríblað? - Búið spil

Sú breyting, sem Fréttablaðið er að gera á dreifingu í lok þessa mánaðar, hefur verð fyrirséð í alllangan tíma.

Dreifing þess, annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, hefur víðast verið rétt til málamynda; lítið spennandi fyrir þá, sem krefjast frétta á prenti.

Stórkarlalegar yfirlýsingar aðstandenda þessa flaggskips Baugsmiðlanna hafa ekki gengið eftir og nú er svo komið að „fríblaðið“ verður selt þeim, sem það vilja kaupa.

Í framhaldi af lausasölu á landsbyggðinni verður svo tekið hið sjálfsagða skref, sem er að bjóða blaðið í áskrift. Gangi það eftir svo einhverju nemi, verður sama förin farin á höfuðborgarsvæðinu.

Ég efa stórlega að ég komi til með að eyða peningum í áskrift að Fréttablaðinu!


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir reyna

Það skiptir ekki höfuðmáli hver árangur þessarar ferðar framsóknarmannanna til Noregs verður.

Það, sem skiptir höfuðmáli er að þeir félagar, Höskuldur og Sigmundur, eru að reyna og hafa sig í frammi erlendis. 

Það að reyna, og ég held að enginn efist um einlægni þeirra, er um margt meira en vinstri sinnuðu ráðherrarnir okkar geta státað sig af. Ferð fjármálaráðherrans til Tyrklands verður honum til lítils sóma og ekki þarf að fara mörgum orðum um frammistöðu hins heimakæra og fréttamannafælna forsætisráðherra.


mbl.is Mikill velvilji í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða á villigötum

„[Umræðan] snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið.“

Evrópusambandssérfræðingurinn skammaður fyrir að átta sig á kjarna málsins.

Ég held það sé nokkuð ljóst að það verður aldrei af inngöngu Íslands í ESB. 

Samfylkingarmenn þurfa að átta sig á þessu og snúa sér að því, sem skiptir máli. ESB-þráhyggja þeirra er orðin jafn hættuleg og ævintýri fjármálafurstanna.


mbl.is Skammaður af ESB-sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án nokkurra skilyrða?

Með fullri virðingu fyrir Pólverjum og þeirri velvild, sem búa kann að baki láni þeirra, þá fæ ég ekki séð hversu mikilvægt er að „þetta sé í höfn“ eins og haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni.

Sé rétt haft eftir þessum fjármálaráðherra okkar, þá veita Pólverjar lánið „án nokkurra skilyrða, öðru en því að endurskoðun Aljóðagjaldeyrissjóðsins gangi eðlilega fyrir sig“ og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur, sem sé, tekið að sér að hafa forgöngu um að Icesave-klúðrið leysist eins og Bretum og Hollendingum hentar og þessar tvær „vinaþjóðir“ okkar hafa einsett sér að hafa áhrif á umsókn Íslands að Evrópusambandinu og taka þannig mið af niðurstöðu Icesave.

Eitthvað hefur greinilega farið fram hjá mér ef ég fæ ekki séð að pólska lánið sé „án nokkurra skilyrða.“ 

 


mbl.is „Mikilvægt að þetta sé í höfn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það, sem liggur í augum uppi....

Það er hreint ótrúlegt að verið sé að hrósa Ögmundi Jónassyni fyrir að segja og halda því fram, sem hefur verið öllum Íslendingum ljóst svo mánuðum skiptir.

Það liggur í augum uppi að kúgunum er beitt gagnvart Alþjóða gjaldeyrissjóðnum annars vegar og Evrópusambandinu hins vegar. Hvað AGS varðar er leitazt við að koma í veg fyrir að sjóðurinn þjóni verkefni sínu og komi til aðstoðar þjóð, sem á í tímabundnum vandræðum. Varðandi ESB er verið að taka sósíaldemókratana á taugum með því að hóta þeim að ekkert verði af inngöngu Íslands í Brussel-hópinn nema við kyssum vöndinn og gerum það, sem okkur er sagt. Það munu samfylkingarmenn (og konur) gera, sama hver kostnaðurinn er og verður.

Þetta allt veit Ögmundur og þetta hefur hann vitað lengi. Hvers vegna í ósköpunum er verið að hlaða manninn lofi fyrir að gangast við því, sem liggur í augum uppi? 


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband