17.12.2009
Kæru landsmenn ... brandari ársins
Sjálfsagt er ekki nema gott eitt við það að Landsbankinn skuli vera formlega kominn á lappirnar aftur. Þessi banki allra landsmanna, sem átti stærstan þátt í að setja þjóðfélagið, alla landsmenn, á hausinn með Icesave-ævintýri sínu.
Í tilefni endurreisnar Landsbankans hafa svo verið keyptar heilsíðuauglýsingar og er þar farið fögrum orðum um hve uppbyggilegur Landsbankinn ætli sér að vera í framtíðinni; að sjálfsögðu er ekkert minnst á fortíðina.
Fyrir sína hönd, stjórnar og starfsfólks ritar svo bankastjórinn nafn sitt af mikilli vandvirkni.
Það er þessi yfirlýsing bankastjórans, sem vekur ekki endilega kátínu (það er ekkert fyndið við Landsbbankann), heldur miklu fremur forundran. Þessi forundran, sem fljótt umhverfist í hrossahlátur, er til komin vegna þeirra faguryrða, sem stjórinn lætur falla á prenti.
Þessi Norður Kóresku faguryrði eru einkum þau [g]ildi sem starfsfólkið hefur sameinast um að gera að leiðarstefi sínu...
Gildiseiningarnar í leiðarstefinu eru semsé Virðing, Heilindi (!), Fagmennska (sic) og, nú skulið þið halda ykkur, Eldmóður. Ég myndi fara varlega þegar starfsmenn Landsbankins fara að sýna eldmóð. Síðast þegar eldmóður greip starfsfólkið var verið að selja peningamarkaðsbréf af mikilli fagmennsku í slagtogi við heilindi og virðingu.
![]() |
Fjárbinding upp á 184 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2009
Traustur maður
![]() |
Kjartan stefnir á annað sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009
Ættargleymska
![]() |
Bók skilað 99 árum of seint |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009
Er fagnað á fullveldisdegi?
Icesave-samningarnir við Breta og Hollendinga og meðferð þeirra í höndum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er alvarlegasta glappaskot íslenskra stjórnvalda í samskiptum við aðrar þjóðir frá 1918. Ástæðulaust er að deila um ástæður eða aðdraganda samninganna. Málsmeðferð fram að 1. febrúar 2009, þegar þau Jóhanna og Steingrímur J. settust að völdum, er ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Hvað svo menn segja um hana, verða þeir að hafa burði til að greina á milli þess og síðan hins, sem birtist í samningum Svavars Gestssonar og félaga, sem voru kynntir fyrir alþingi 5. júní 2009 og þau Jóhanna og Steingrímur J. vildu og virtust sannfærð um, að rynnu þegjandi og hljóðalaust í gegnum þingið. Að minnsta kosti þótti þingflokki Samfylkingarinnar varla taka því að ræða málið.
Hér vísa ég í skrif Björns Bjarnasonar um æviminningar séra Sigurðar Stefánssonar, prests og alþingismanns, Vigurklerkurinn, sem Sögufélag Ísfirðinga gefur út.
Undir lok greinar sinnar segir Björn:
Ríkisstjórnin stefnir að þrennu: 1) að blóðmjólka þjóðina og fyrirtæki með háum sköttum í því skyni að örva hagkerfið; 2) treysta stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu með því að leggja ofurþungar Icesave-byrðar á þjóðina; og 3) styrkja fullveldið með því að afsala sér því innan Evrópusambandsins undir Lissabon-stjórnarskránni, sem tekur gildi 1. desember 2009.
Sigurður prestur sagði um sambandslögin frá 1. desember 1918: Máttu þetta teljast hin mestu og bestu tíðindi, sem nokkurn tíma höfðu gjörst í stjórnmálasögu Íslands.
Nú 1. desember 2009 stöndum við frammi fyrir verstu ótíðindum stjórnmálasögunnar og verður skömm þeirra, sem knýja þau fram, jafnmikil og þakklætið til þeirra, sem stóðu að sambandslögunum 1918.
Það er ekki miklu við þetta að bæta.
23.11.2009
Jæja. Og hve oft hefur verið á þetta minnzt?
Það er ekki alveg á hreinu hve oft hefur verið á það minnzt á þessum vettvangi að þeir félagar Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson hafi samið illa af sér, en það er oft.
Því hefur jafnoft verið haldið fram af stjórnvöldum að ekki hefði verið nokkur flötur á að ná betri samningum en þeir gerðu snillingarnir í umboði lands og þjóðar. Hæst hefur heyrzt í Steingrími J. Sigfússyni, sem ekki hefur látið neitt tækifæri ónotað til að lofsyngja þessa félaga sína fyrir einstaka hæfileika þeirra við að ná fram snilldarsamningum fyrir okkur hin.
Enn er Indriði hafður til brúks í Fjármálaráðuneytinu þar sem hann hefur það nú að aðalstarfi að eyðileggja staðgreiðslukerfi skatta.
En, hvað um það. Það munar um 185 milljarða.
Það er líka munur á 1,5% vöxtum og 5,5% vöxtum. Það þarf endilega að koma þessu á framfæri við þá vini í ráðuneytinu.
![]() |
Gæti sparað 185 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar menn fara og segja öðrum til syndanna, að ekki sé talað um að það sé gert á opinberum vettvangi, með fyrirferð og bægslagangi, ættu viðkomandi að líta fyrst í eigin barm og kanna sína stöðu.
Við lauslega skoðun hefur komið í ljós að oddviti samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki beint verið einn þeirra, sem státað geta af 100% mætingu, t.d. í stjórn Faxaflóahafna. Af ellefu fundum, sem haldnir hafa verið, hefur varaformaður samfylkingarinnar setið fjóra.
Ég endurtek: Fjóra. Það reiknast sem 37% mæting. Á sjö fundi hefur orðið að kalla til varamann með þeim kostnaði, sem slíku fylgir.
Áður en menn fara að andskotast í öðrum með mætingu á fundi, sem þeir vissulega ættu þó að sinna, ættu þeir að líta í eigin barm og kanna eigin stöðu.
Mætingardæmi varaformannsins og oddvitans er engan veginn lokið.
![]() |
Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2009
Farið hefur fé betra!
Ekki átta ég mig á því ramakveini, sem rekið er upp vegna brotthvarfs McDonald´s frá Íslandi.
Þarna hafa verið seldir hamborgarar, sem, satt að segja, eru (voru) lítið til að hrópa húrra fyrir.
Þetta ættu að vera góðar fréttir þeim, sem geta boðið uppá raunverulega borgara.
Þar nægir að benda á hamborgarabúllu Tómasar. Þar fást alvöru borgarar!
![]() |
McDonald's hættir - Metro tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2009 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009
Kontóristar að verki
Sjaldan hefur þurft jafn marga til að undirrita jafn ómerkilegan gjörning.
Það hefur þótt við hæfi að hafa fulltrúa Hollendinga og Breta á kontórnum í fjármálaráðuneytinu til að fullkomna siðleysið.
Samningur Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar er nú orðinn að veruleika; lítið breyttur.
![]() |
Kvittað fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009
Hagar „gera upp lán“
Einhver furðulegasta frétt úr viðskiptalífinu (fyrir utan mettap Exista) var í þá átt að Hagar, móðurfélag meirihluta smásöluverzlunar á landinu, hefðu gert upp skuldir sínar.
Þannig var það látið hljóma í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hvernig var lánið svo gert upp?
Jú, með því að taka annað lán, sem reyndar er háð áreiðanleikakönnun. Verið var að ganga frá skuld upp á litla sjö milljarða.
Þetta hefur líklega valdið miklum fögnuði hjá þeim Hagamúsum, en síðan kemur í ljós að móðurfélag móðurfélagsins skuldar enn um þrjátíu milljarða króna vegna kaupa á móðurfélaginu.
Snillingar.
![]() |
Endurfjármögnun Haga lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009
Lúffað eins og hægt er
Lagalegur réttur Íslendinga er endanlega fokinn út í buskann.
Bretar og Hollendingar fá allt sitt kröfufé með vöxtum, sem er einsdæmi þegar gerð eru upp þrot aðila er lögðu fé sitt vísvitandi í áhættusamari ávöxtun en um var að ræða almennt.
Um hvað finnst mönnum að hafi verið samið og hvað er það, sem vinstri stjórnin sér ástæðu til að vera svo yfir sig hamingjusöm með?
Þegar upphaflegu samningarnir voru undirritaðir af snillingunum Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni var það ekki sízt vegna þess að þeir, a.m.k. Svavar Gestsson, nenntu ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur.
Það sama hefur nú gerzt í framhaldinu. Hin ofursnjöllu, íslenzku stjórnvöld hafa einfaldlega gefizt upp fyrir Bretum og Hollendingum. Þau hafa komizt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að hafa þetta hangandi yfir sér lengur. Þessi fullyrðing mín er síður en svo neinn hugarburður, því ljóst er að spunakringlur samfylkingarinnar eru allar komnar í gang með sama sönginn. Ráðandi lína í þeim söng er að þessu verður að ljúka. Auðvitað varð þessu einhvern tíma að ljúka, en þurfti því endilega að ljúka með algjörri og smánarlegri uppgjöf?
![]() |
Óviðunandi niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |