....stofnun ríkisins

Grænmetisverzlun ríkisins, bifreiðaskoðun ríkisins, skipaútgerð ríkisins, sementsverksmiðja ríkisins og þá er loks komin Bankasýsla ríkisins. Þær fjórar fyrstu höfðu raunar verið lagðar af, svo það er ekki seinna vænna að taka til hendinni þar sem frá var horfið. Byrja upp á nýtt.

Þegar tekið er mið af einstöku afreki sendiherra Íslands í Danmörku og aðstoðarmanns fjármálaráðherra við gerð Icesave-samninga, kemur það ekki á óvart að í miðri sparnaðar- og tiltektarhrinunni skuli sett á stofn ný ríkisstofnun, sem gert er ráð fyrir að kosti 70-80 milljónir króna á ári í rekstur.

Eins og kemur fram í fréttinni af þessari nýju ríkisstofnun, er það markmið hennar „að byggja upp heilbrigt og öflugt fjármálakerfi og fylgjast með árangri þess með markvissum hætti“. Það er svo sem gott og blessað að gera eigi ráðstafanir til að koma eðlilegu bankakerfi í gang að nýju, en það er akkúrat engin ástæða til þess að setja á laggirnar nýja ríkisstofnun til þess.

Það er til staðar ríkisstofnun, sem hefur, m.a. með höndum að fylgjast með rekstri fjármálastofnana. Heitir sú Fjármálaeftirlitið. Þar ætti að vera mannskapur til að annast eftirfylgnina og ef þörf er talin á að finna vinnu handa einhverjum við að koma bönkunum á lappirnar, mætti allt eins bæta við 2-3 starfsmönnum hjá FME.

Þetta er allt hið furðulegasta mál, vanhugsað og vanreifað. Ekki þó alveg ófyrirséð þegar litið er til flumbrugangs og hugmyndafátæktar núverandi ríkisstjórnar.

 


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

guð hvað ég sakna bifreiðarskoðunar ríkisins(enda ekkert réttlæti að þurfa að borga finni ingólfsyni einu sinni á ari fyrir skoðun á bílnum)og skipaútgerð ríkisins(þá var vöruverð og flutningskostnaður lægri fyrir okkur landsbyggðarfólk)....bankasýsla ríkisins....hét það ekki einkavæðingarnefnd hjá íhaldinu?

zappa (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Er vonardraumur Rauða pennans, Jóhannesar úr Kötlum, við það að rætast?

Gunnar Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 16:12

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar:

Þú verður að athuga að þetta er fyrsta "Vinstri stjórnin" sem litið hefur dagsins ljós og svona byrjar hún. Með þessu áframhaldi verður hún þó ekki langlíf!

Ég bloggaði um þetta í "satírískum stíl" í gærkvöldi og þótt ég sé nú kannski svolítið að ýkja og grínast er alvarlegur undirtónn í pistlinum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 20:45

5 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ég las hann, Guðbjörn. Góður pistill !

Gunnar Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband