Í brennandi húsi

Það mætti segja að slökkvilið hafi „einkaleyfi á að slökkva elda“, en ég býst ekki við að neinn myndi amast við þó húseigandi slökkti sjálfur eld, sem kæmi upp heima hjá honum.

Það liggur fyrir að stjórn LSK var, við hinar erfiðustu aðstæður, ekki löngu eftir hrun bankanna, að leitast við að finna öruggar geymsluleiðir fyrir fjármuni sjóðsins. Þetta var um það leyti sem ekki var til ögn af trausti í garð bankanna, en finna varð úrræði til að ávaxta eignir sjóðsins á sem öruggastan máta. Enginn með vott af viti, og önnur úrræði aðgengileg, hefði látið sér detta í hug að leita til íslenzkra banka, sem alla var búið að keyra í þrot og í óörugga vörzlu ríkisins.

Fram hefur komið að á fundi 19. maí gerði Fjármálaeftirlitið samkomulag við stjórn sjóðsins um að svigrúm skyldi veitt til 31. júli nk. að ganga frá því, sem lagfæra þyrfti.

Það, sem síðan er ákveðið að gera er að víkja stjórn sjóðsins frá, setja lífeyrissjóðnum tilsjónarmann og kæra stjórnarmenn til lögreglu.

Stórundarlegt. 


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Stórundarlegt? Kannski.

Eða vísbending um að stjórnin greini ekki að fullu frá því sem gert var.

Eða vísbending um að FME mistúlkar það sem stjórnin gerði.

Eða kannski, það sem er líklegast, sitt lítið af hvoru.

Elfur Logadóttir, 20.6.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband