Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.7.2009
Brussel-vinir í raun
Það er ekki til þess vitað að sú liðlega tveggja miljarða dala aðstoð, sem AGS samþykkti að leggja Íslandi til í formi láns, hafi á sínum tíma verið tengd uppgjöri á Icesave-klúðrinu.
Nú hefur verðandi sessunautum í Brussel-klúbbnum tekizt að fá þessum nauðsynlegu lánalínum ýtt út af borðinu.
Við getum seint þakkað vinum okkar í Evrópu nógsamlega fyrir veittan stuðning.
Lifi ESB!
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það, sem ég lét frá mér fara um Jón Ásgeir Jóhannesson var í þá átt að enginn legði lengur trúnað á það, sem hann segði. Það á nákvæmlega við um Björgólf Thor.
Menn geta ekki búizt við að vera teknir trúanlegir eftir að hafa valdið hundruðum þúsunda á Íslandi og í Evrópu stórfelldu tjóni með engisprettutilburðum sínum.
Sviðin jörð varð ekki til vegna sérlegrar sannleiksástar útrásarvíkinganna.
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2009
Trúi ekki einu aukateknu orði
Ég vona að Jón Ásgeir Jóhannesson virði mér það til betri vegar, en ég trúi einfaldlega ekki einu einasta orði, sem frá honum kemur.
Það sama á raunar við um aðra þá útrásarvíkinga, sem hafa komið okkur á kaldan klakann.
Mér dettur í hug að það sé sama hve margar yfirlýsingar Jón Ásgeir sendir frá sér; það trúir honum enginn.
Maðurinn virðist hafa farið endanlega á taugum og dreifir nú furðusögum um ósannindi annarra, hringingar drukkinna blaðamanna, o.s.frv.
Hann ætti að leita sér hjálpar við hæfi.
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009
Er skömm að því að þiggja hjálp?
Íslenzka ríkið á í vök að verjast á mörgum sviðum. Eitt af þeim er Landhelgisgæzlan, sem hefur verið sett undir sama niðurskurðarhatt og aðrar ríkisstofnanir.
Það hefur meira að segja komið til tals að leigja nýja flugvél gæzlunnar til verkefna í Svíþjóð til að sarga inn einhverjar krónur í kassann.
Ég læt mér detta í hug að yfirmenn Landhelgisgæzlunnar hafi ekki verið par ánægðir með að geta ekki komið Slökkviliði Grindavíkur til hjálpar við að slökkva eld í þykkum mosa í fjallshlíð og þurfa að bera því við að ekki væri unnt að sinna útkallinu vegna fjárskorts.
Fyrir einu ári síðan hefði þetta ekki verið talið mikið mál og efa ég ekki að þyrla hefði verið send með hraði og ekki kölluð til baka fyrr en eldurinn hefði verið slökktur.
Nú höfum við ekki efni á að slökkva elda í viðkvæmum óbyggðum.
Þyrluþjónustan á heiður skilinn fyrir að koma að þessu verki. Fyrirtækinu bar engin skylda til að sinna því, en rétt eins og okkur ber öllum að koma til hjálpar þegar á bjátar, hafa forsvarsmenn þess sýnt lofsvert framtak.
Það er sannarlega engin skömm að því að þiggja hjálp, sem boðin er af slíkum höfðingsskap.
Þyrluþjónustan til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009
„Í þvílíku lágmarki að skömm er að“
Dómsmálaráðherra segist geta tekið undir mörg þau sjónarmið sem komi fram í grein Guðmundar [Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu].
Eitt helzta sjónarmið Guðmundar er að mikinn hluta sólarhringsins sé löggæslan í þvílíku lágmarki að skömm er að.
Þá má ekki gleyma því að sl. vetur var slíkur aðsúgur gerður að lögreglumönnum með skrílslátum og ofbeldi að þeir eru líklega fáir verðir laganna, sem koma til með að gleyma þeim ósköpum í bráð.
Þetta er mannskapurinn, sem falið er að annast öryggi okkar borgaranna og það væri ýmsu fórnandi til að vinnuumhverfi þeirra og aðstæður séu á boðlegu nótunum.
Eitt af því, sem mér dettur í hug að mætti láta flakka er sá milljarða kostnaður, sem ætlað er að fari í gæluverkefni Samfylkingarinnar, aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Algjör misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009
Getum lifað án Össurar
[V]ið förum ekki í viðræðurnar með það fyrir augum að við munum ekki komast af án Evrópu. Það getum við.
Þessi ummæli utanríkisráðherrans eru kolröng, út í hött og engum bjóðandi. Við getum ekki komizt af án Evrópu. Við getum heldur ekki komizt af án Kanada og Bandaríkjanna, né getum við komizt af án Kína, Japans og þannig mætti áfram telja.
Það hefur ekkert breytzt í samskiptaferli Íslendinga við umheiminn við það að Samfylkingin komst í ríkisstjórn og það mun ekkert breytast eftir að við höfum losnað við hana úr ríkisstjórn.
Ísland er háð samskiptum við önnur lönd. Það hefur aldrei farið á milli mála. Málið er einfaldlega það, að við höfum ekkert út úr því að binda trúss okkar við ákveðna valdablokk og hafna með því samskiptum og viðskiptum, að vissu marki, við aðra þá, sem við höfum átt farsæl og góð samskipti við í áratugi.
Minnimáttarkennd í samskiptum við umheiminn virðist hafa glapið sósíaldemókrötum svo illilega sýn að vanhæfni þeirra til að taka þátt í stjórn þessa lands er að verða algjör.
Við þurfum Evrópu, Ameríku og Asíu. Við göngum engum þeirra a hönd, en við höfnum heldur engum.
Getum lifað án Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir eru sennilega fáir, sem trúa því að þessir herramenn, fjármálafurstarnir, hafi fært fúlgur fjár á milli reikninga sinna, og að lokum til útlanda, fyrir tilviljun eina, rétt fyrir hrun. Örfáum dögum áður en þjóðarskútunni var siglt í strand.
Hafi það verið fyrir tilviljun, hvers vegna var þá verið að færa fjármuni í nafni eiginkonu? Það getur svo sem verið að eiginmaðurinn hafi verið í þessari líka hasarskuld við frúna og hún hafi síðan ákveðið, upp á sitt einsdæmi, að aurinn væri bezt geymdur í Bretlandi. Það gæti vel staðizt; eða hvað?
Innherjaupplýsingar um stöðu viðkomandi fjármálastofnana er þó það, sem fyrst kemur upp í hugann. Það er ekki talið varða við lög að færa peningana sína á milli reikninga og síðan á milli landa, en ég læt mér detta í hug að þegar sérstakur saksóknari ber það undir viðkomandi hvort um hafi verið að ræða fjármálagjörninga af öðru tagi en því, sem flokka mætti undir eðlilega umsjón með eigin sparifé, vefjist mönnum tunga um tönn.
Það verður gaman að sjá svörin.
Millifærðu hundruð milljóna milli landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég held, og tel mig raunar vita, að það eru fjarri því margir jafn glaðir og hamingjusamir og utanríkisráðherrann.
Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að þjóna þessari ESB-dellu sinni og Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé á allt annarri skoðun.
Íslendingar skilja ekki hvernig Össur Skarphéðinsson getur verið svona glaður og hamingjusamur með gang mála í Brussel þó allt sé í kaldakoli hér heima fyrir.
Það áttar sig enginn á hamingju Össurar og flýja land vegna vöntunar á aðgerðum við að koma einstaklingum og fjölskyldum til hjálpar.
Mönnum er fyrirmunað að skilja gleði Össurar yfir ákvörðun pólitíkusa í Brussel um að nú skuli hafizt handa við að ræða samning, sem síðan bíður ekkert annað en að verða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann hefði getað spara mikla fjármuni með því að fara ekki í þessa vitleysu og valdið þannig gleði og hamingju, a.m.k. að vissu marki, með meirihluta þjóðarinnar.
Össur: Diplómatískur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2009
Sjálfstæði íslenzkrar þjóðar
ESB-umsókninni vísað áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafi menn einhvern tíma látið sér detta í hug að gera mætti mun á fjármálafurstunum, sem sigldu Íslandi í strand, á þann veg að sumir hafi sýnt meiri ábyrgð en aðrir, þá er það hreinasta glapsýn.
Það skiptir ekki máli hvort menn voru með Landsbankann, Kaupþing, Glitni, FL Group, Milestone/Sjóvá, Eimskip, o.s.frv., o.s.frv. í farteskinu. Þetta var, og er, einsleit hjörð. Menn komu höndum yfir fjármuni, gerðu þá að sínum eigin og tóku til við að braska.
Ekkert gekk upp, enda ekki við því að búast þegar ekki er farið eftir einföldustu reglum, sem kveða á um samskipti innbyrðis tengdra viðskiptamanna. Hér er ekki um að ræða flóknar reglur, en þetta eru, hins vegar, grundvallarreglur.
Á öllum sviðum fjármálaviðskipta ríkti glórulaust sukk tvinnað saman við ólýsanlegt kæruleysi merkt einbeittum vilja til að fara á skjön við heiðarleika og réttsýni.
Hvað það var, sem veitti þessum herramönnum, þessum furstum fjármála, leyfi til að setja sig ofar reglum siðaðs þjóðfélags, verður líklega ekki svarað á þessum vettvangi. Hitt er ljóst, að með glapræði sínu sigldu þeir efnahag eins lands í strand og gera núverandi jafnt sem komandi kynslóðum lífið leitt.
Skoða lánveitingar Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |