Er skömm að því að þiggja hjálp?

Íslenzka ríkið á í vök að verjast á mörgum sviðum. Eitt af þeim er Landhelgisgæzlan, sem hefur verið sett undir sama niðurskurðarhatt og aðrar ríkisstofnanir.

Það hefur meira að segja komið til tals að leigja nýja flugvél gæzlunnar til verkefna í Svíþjóð til að sarga inn einhverjar krónur í kassann.

Ég læt mér detta í hug að yfirmenn Landhelgisgæzlunnar hafi ekki verið par ánægðir með að geta ekki komið Slökkviliði Grindavíkur til hjálpar við að slökkva eld í þykkum mosa í fjallshlíð og þurfa að bera því við að ekki væri unnt að sinna útkallinu vegna fjárskorts.

Fyrir einu ári síðan hefði þetta ekki verið talið mikið mál og efa ég ekki að þyrla hefði verið send með hraði og ekki kölluð til baka fyrr en eldurinn hefði verið slökktur.

Nú höfum við ekki efni á að slökkva elda í viðkvæmum óbyggðum. 

Þyrluþjónustan á heiður skilinn fyrir að koma að þessu verki. Fyrirtækinu bar engin skylda til að sinna því, en rétt eins og okkur ber öllum að koma til hjálpar þegar á bjátar, hafa forsvarsmenn þess sýnt lofsvert framtak. 

Það er sannarlega engin skömm að því að þiggja hjálp, sem boðin er af slíkum höfðingsskap.


mbl.is Þyrluþjónustan til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband