Já, hvar eru þessar afsökunarbeiðnir?

Þar kom að því að ég get verið sammála einhverju, sem Steingrímur J. Sigfússon lætur frá sér fara.

Við höfum gengið í gegnum elda í umræðunni og ekki komizt að neinni niðurstöðu um það, hvað rétt er og sanngjarnt í Icesave-deilunum, sem orðnar eru að erfiðustu milliríkjamálum, sem lýðveldið hefur fundið sig í. Þessum deilum er ekki lokið og þeim mun seint ljúka, ef nokkurn tíma.

Um þetta þrefuðu menn á þingi og höfðu hátt. Í deilunni tók meiri hluti þjóðarinnar þátt og er langt í að reykurinn setjist á þeim vígvelli.

Einn hópur manna er þó sá, sem þagað hefur þunnu hljóði, utan eins furðulegs réttlætingarpistils í Morgunblaðinu fyrir fáeinum dögum. Sá hópur er ábyrgur fyrir hörmungunum öllum, þó einn þeirra væri svo blindur á vitleysuna að honum datt helzt í hug að kalla hana "tæra snilld". Þessi hópur er eigendur, stjórnendur og starfsmenn þeirra á hærri stigum.

Það minnsta, sem þessir herramenn (og konur) geta gert er að biðja auðmjúklega afsökunar. Vonandi væri sú iðrun einlæg. 

Þá tæki við skilaferli þeirra fjármuna, sem skotið kann hafa verið í skjól erlendis.

Þeim verður aldrei fyrirgefið, en gætu vænzt þess að geta lifað í friði með sjálfum sér.

 


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Afsökunarbeiðni dugar mér hvergi

Finnur Bárðarson, 16.8.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Hún dugir sennilega fæstum, Finnur.

Gunnar Gunnarsson, 16.8.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband