Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. sjö:
Óhagkvæmt myntsvæði fyrir Ísland
Óhagræðið af sameiginlegri vaxta- og peningastefnu á evrusvæðinu, þrátt fyrir mismunandi efnahagsaðstæður í aðildarlöndum, ýtir enn frekar undir atvinnuleysi í jaðarríkjunum.
Ýmislegt bendir til þess að ESB sé í raun ekki hagkvæmt myntsvæði, hvað þá að svæðið sé hagkvæmt myntsvæði fyrir Ísland.
Án þeirrar aðlögunar, sem fæst í gegnum gengi krónunnar, er víst að Íslendingar yrðu mun lengur að ganga í gegnum hagsveiflur, ekki hvað sízt jafn miklar og við nú búum við. Auk þess mun líða langur tími, jafnvel áratugur, þar til við uppfyllum Maastrichtskilyrðin og getum tekið upp evru, ekki sízt vegna mikillar skuldsetningar ríkissjóðs eftir að ESB þvingaði okkur til að samþykkja Icesave-kostnaðinn.
16.7.2009
Kaup kaups
Það er langt síðan að alþingismaður hefur gengizt við því að hann og félagar hans séu að leitast við að kúga ríkisstjórn á þann veg, sem Þór Saari gerði í sjónvarpsviðtali í kvöld. Ég er ekki einu sinni viss um að þingmaður hafi nokkurn tíma áður játað því opinberlega að hann og félagar ætluðu sér að svíkja heiðursmannasamkomulag. Þess háttar samkomulag var gert var við annan stjórnarflokkanna, Samfylkinguna, til að tryggja framgang og meirihluta fyrir þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Auk þess að ganga á bak orða sinna við Samfylkinguna, svíkja þingmenn Borgarahreyfingarinnar (að Þráni Bertelssyni undanskildum) loforð við kjósendur sína. Fyrir kosningar hafði þeim verið heitið því að stutt yrði við þessa tillögu. Staða Þráins er skiljanleg í ljósi þess að hann er gamall vinur og ferðafélagi Össurar Skarphéðinssonar, sem gerði allt, sem í hans valdi stóð til að fegra verk félaga Össurar í dagbókarskrifum í Fréttablaðinu.
En, Borgarahreyfingin er til sölu. Verði eitthvað gert til að breyta umgjörð Icesave-samninganna og gera þá meira aðlaðandi, munu hæstvirtir þingmenn O-listans taka 180 gráðu beygju og standa sem klettur með stjórninni. Stórmannlegt.
Ég á svo sannarlega ekki erfitt með að skilja andúð O-listans á Icesave-klúðrinu, en mikil ósköp er þetta dapurleg frammistaða. Menn gera ekki svona.
Loforð er jú loforð og við það er staðið, vilji maður ekki verða talinn ómerkingur. Loforð er loforð ef það hefur verið gefið án nokkurs fyrirvara.
![]() |
Niðurstaða um ESB á hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki nokkur vafi á því að það hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér ef mönnum ber gæfa til að hafna Icesave-samningunum.
Það er alltaf alvarlegt ef frágengnum samningi er hafnað.
Hitt er svo annað mál, að í samningi þessum felst að Íslendingar væru að setja sig í áratugalangan skuldaklafa vegna skulda, sem ekki var stofnað til í okkar þágu. Þessi skuldaklafi væri síðan til kominn vegna hörmulega slakrar frammistöðu íslenzkrar samninganefndar, sem virðist ekki hafa áttað sig á meiningu krítískra orða í flóknu ensku lagamáli.
Svavar subrogate.
![]() |
Alvarlegt að synja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009
Endalaust klúður ráðherranna
Hvers konar dæmalausir bjánar eru stjórnarþingmenn og í þessu tilviki sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar með utanríkisráðherra í broddi fylkingar.
Og ekki er þetta í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin felur gögn fyrir þingmönnum. Það er langt frá því að búið sé að gleyma pukrinu í kringum Icesave-vesenið.
Það, sem skiptir mestu máli er að hér er á ferðinni skýrsla, sem unnin var að frumkvæði íslenzkra stjórnvalda, nánar tiltekið utanríkisráðuneytisins, og fjallar hún um stöðu íslenzks landbúnaðar innan ESB.
Landbúnaður er önnur af tveimur atvinnugreinum, sem yrðu fyrir hvað mestu áfalli, kæmi einhvern tíma til þess að Ísland yrði hluti af Brussel-veldinu. Nauðsynlegt er að upplýsa alla, ekki aðeins þá, sem koma að landbúnaði, um innihald þessarar skýrslu, vegna framtíðarhagsmuna landsins.
Það virðist ekki vera hægt og verður þá ekki hjá því komizt að draga þá ályktun að ekki sé útlitið bjart fyrir íslenzkan landbúnað innan ESB.
Slíkt má greinilega ekki ræða sama daginn og gengið verður til atkvæða um viðræðutillögur Samfylkingarinnar.
![]() |
Landbúnaðarskýrslan sögð trúnaðarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009
„Og hvað er nýtt“?
Maður sér það bara á honum þegar að maður talar við hann að hann hefur ekkert í þetta að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut. Það sem meira er að enginn samninganefndarmannanna [gerir það], held ég, segir alþingismaðurinn Þór Saari.
Þór heldur því fram að sendiherrann hafi einfaldlega ekki nógu góða þekkingu á ensku til að takast á hendur samninga af flóknustu gerð.
Hann er, hins vegar, góður vinur og pólitískur lærifaðir Steingríms J. Sigfússonar.
Ekki veit ég, hversu oft ég er búinn að hamra á þessum algjöra hæfniskorti þeirra félaga, Svavars og Indriða H. Þorlákssonar, á þessum vettvangi. Það er orðið anzi oft.
Það eru fleiri á þeirri skoðun.
![]() |
Svavar fullkomlega vanhæfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki nema von að skvaldrið hér á skerinu um viðræður við ESB hafi áhrif á pólitíkina í Noregi. Jafnvel í þá átt að Norðmenn telji sumir að þeir verði svo til einir í heiminum innan skamms. Eins hlýtur það að vera rétt að ESB-málin séu stærsta kosningamálið á sviði utanríkismála nú í aðdraganda kosninganna.
Væri það ekki fyrir Icesave-samninginn má leiða að því líkum að ESB-umræða væri sérlega fyrirferðarmikil hjá okkur. Nú er, hins vegar, ekki nokkur leið að greina á milli stærðar þessara mála og að mörgu leyti tvinnast þau saman vegna samspils ESB og AGS í að berja okkur til hlýðni.
Það, sem ég held að Norðmenn átti sig engan veginn á, er hversu mikil og djúpstæð andstaða er við aðildarviðræður, hvað þá inngöngu í ESB, á Íslandi. Nægir mér að benda á skoðanakannanir í maí og júní máli mínu til stuðnings. Í skoðanakönnun Gallup í maí voru aðeins 42% landsmanna fylgjandi því að hefja skyldi aðildarviðræður og í júní voru það 76,3%, sem töldu það skipta mjög miklu/frekar miklu máli að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Miðað við þær skoðanir, sem Íslendingar létu í ljós fyrir u.þ.b. einum mánuði síðan, sé ég litla ástæðu fyrir Norðmenn að tapa sér yfir því, hvernig mál munu fara á Íslandi.
![]() |
Íslensk umsókn rædd í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. sex:
Atvinnuleysið er eitt helzta einkenni ESB
Stórfellt atvinnuleysi er eitt helzta einkenni á atvinnulífi ESB og fylgifiskur aðildar vegna þess hve vinnumarkaður er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika.
Atvinnuleysið, sem skollið hefur á hér á landi hefur verið daglegt brauð í mörgum ESB-ríkjum undanfarna áratugi. Einnig hafa mikilvægir þættir vinnuréttar flutzt frá aðildarríkjum til ESB upp á síðkastið samkvæmt dómum ESB-dómstólsins.
14.7.2009
Var nokkur blekktur?
Í frétt á mbl.is kemur fram að minnisblað, sem [...] var notað við gerð þess álits, sem verður kynnt fjárlaganefnd Alþingis á morgun, hafi verið kynnt þingnefndum í gær.
Það er þetta minnisblað, sem hefur valdið miklum taugatitringi meðal talsmanna ríkisstjórnarinnar og varð þess m.a. valdandi að formaður utanríkismálanefndar, Árni Þór Sigurðsson, lét hafa þetta eftir sér: Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér.
Væri ekki ráð að menn settust niður eitt augnablik, hættu að hringsnúast í allri paranoiunni og reyndu að hugsa rökrétt.
Hver væri hugsanlega hagur lögfræðinga í Seðlabankanum af því að blekkja stjórnarþingmenn? Snúast ekki mál í dag um það að reyna, eftir öllum mögulegum leiðum, að lágmarka tjón það, sem margfræg samninganefnd Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar vann með ótrúlegum afsamningum við Hollendinga og Breta?
Það er vissulega eftir miklu að slægjast og menn ættu að leggja við hlustir ef fram koma skýrslur um það, sem betur hefði getað farið.
![]() |
Svarar ekki ásökunum um að þingmenn hafi verið blekktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009
Lyktar af pólitík
Það er ekki formlegt álit Seðlabankans á Icesave-samningnum þegar lögfræðingar bankans gagnrýna hann harðlega og greina m.a. frá því að komi til þess að gjaldfalli stór lán Landsvirkjunar eða Byggðastofnunar, þá gjaldfalli öll Icesave-hörmungin. Það er ekki nema von að þetta álit komi við kaunin á vinstri-grænum þegar samningur, sem unninn var af einum af þeirra hugmyndasmiðum, fær þessa útreið hjá lögfræðingunum.
Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér, segir formaður utanríkismálanefndar.
Hann segir málið lykta af pólitík.
Hvaða heilbrigt þenkjandi maður lætur svona vitleysu frá sér?
![]() |
Ekki formleg umsögn Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009
Skjaldborgin?
Já, það er alltaf verið að tala um einhverjar nefndir.
Í byrjun febrúar var líka talað um það að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin i landinu; fólk er nú ráðþrota gegn úrræðaleysi banka og stjórnvalda.
Lánastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings, sigir bankann vera að undirbúa lausn fyrir skuldsetta einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki sem muni væntanlega fela í sér afskrift veðskulda umfram virði fasteigna.
Skuldugir einstaklingar verða allir komnir á hausinn þegar skjaldborgin kemst loks upp.
Það verður ekki um að ræða kostnaðarsama skjaldborg.
![]() |
Ráðþrota gegn úrræðaleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |