Andstaða CSU - væntanlega einnig CDU

Ekki er hægt að segja að mikill harmur, eða harmur yfirleitt, ríki á mínum vettvangi vegna ákvörðunar Christlich-Soziale Union í Bayern að setja sig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Meðal raka leiðtoga CSU á Evrópuþinginu (!) er að ESB geti ekki bjargað Íslandi út út efnahagskreppunni. Það er líklega hárrétt hjá leiðtoganum, því ESB hefur sýnt það og sannað að sambandið hvorki vill né getur bjargað einum eða neinum í yfirstandandi kreppu. Þetta hefur ESB sýnt, svo um munar, í viðmóti og afstöðu til þeirra Austur Evrópulanda, sem í hvað harðastri rimmu eiga við efnahagsörðugleika um þessar mundir.

Þá er bara ein leið eftir. Hún er að kaupa sig inn í ESB og skiptir verðið þá ekki máli. 

Aðgöngumiðinn, sem þarf að greiða er kjánasamningurinn um Icesave við Hollendinga og Breta upp á litla 500-1000 miljarða. Enginn veit hver kostnaðurinn verður nema það að hann verður óviðráðanlegur. Það skiptir ekki máli.

Það er ástæða til að fleiri raddir á borð við umvandanir CSU heyrist og það sem fyrst. Því fyrr sem það verður öllum ljóst að við eigum ekkert erindi í Brussel-klúbbinn, því betra.

 


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með von um tap í fáránlegri keppni

Undir venjulegum kringumstæðum væri haldið með Íslandi í keppni við annað land.

Undir þessum fáránlegu kringumstæðum vona ég að Króatía vinni  með glans.

Eftir því sem líður á keppnina á þessum leikvangi fáránleikans og fleiri taka þátt, vona ég að tapið haldi áfram.

Að keppni lokinni á ég síðan von á að í ljós komi á Ísland hafi ekki lokið henni og verið dæmt úr leik; fái ekki að taka þátt í sandkassaleik Evrópusambandsins.


mbl.is Keppa Ísland og Króatía?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaðrar við landráð

Það er við hæfi að óþurftarparið, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, skuli hafa ritað nöfn sín á umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Bandaríkjamenn eiga sinn Benedict Arnold og Norðmenn sinn Vidkun Quisling.

Nú getum við státað af fólki í svipuðum klassa.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild - Leið til óláns - 8/12

Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.

Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.

Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. átta:

 

Úrslitavald yfir auðlindum

Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess hafa „úrslitavald um varðveizlu lífríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna“. Allt tal um að Íslendingar geti fengið varanlega undanþágu frá þessari meginreglu er ábyrgðarlaus áróður. Mörg aðildarríki hafa sótt það fast, en ekkert þeirra fengið annað en tímabundna aðlögun.

Lögsaga Íslendinga yfir auðlindum sjávar umhverfis landið er sjö sinnum stærri en landið sjálft. ESB fengi úrslitavald um hámarksafla, sem leyfður yrði, veiðitegundir, veiðisvæði og veiðitíma.

Reglum um „hlutfallslegan stöðugleika“ (hliðsjón af veiðireynslu) getur meirihluti ráðherraráðsins breytt þegar henta þykir og er það einmitt nú til umræðu. Rétti komandi kynslóða til fiskimiðanna yrði stefnt í mikla hættu. 

ESB er að breytast mjög hratt og sú þróun breytist ekki þó Ísland gangi inn. Líklegt er talið að reglur um sjávar- og orkuauðlindir eigi eftir að breytast.


Er þetta nóg?

Það var kominn tími til að settir yrðu meiri fjármunir í þetta brýna verkefni.

Það, sem má þó ekki gleymast er að veita verður bæði tíma og fjármunum í þjálfun innlendra starfsmanna. Það dugar engan veginn að veita tímabundið peningum í að fá hingað hæfa útlendinga til starfa.

Þegar allt er yfir gengið, er það jafn víst og að nótt fylgir degi að haldið verður áfram að fara á skjön við lög og reglur um starfsemi banka og fjármálastofnana.

Skapa þarf umhverfi svipað því, sem Bandaríkjamenn búa við, en þeir voru ekki lengi að ljúka við mál Madoffs, að ákæra hann, rannsaka málið og dæma. Meira að segja Danir ráða við að gera þetta á viðunandi hraða. Hér má búast við að hvert mál taki allt að heilum áratug. Það gengur ekki. Okkur hefur þegar verið misboðið og við viljum ekki meira.


mbl.is Rannsókn á efnahagsbrotum efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin staða lengur, ekkert traust

Það er ekki rétt að staða Þorgerðar Katrínar hafi veikzt. Staðreyndin er einfaldlega sú, að hún hefur ekki hvorki traust né neina stöðu lengur sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Eina sæmdarleið Þorgerðar Katrínar er að víkja nú þegar.

Það er ekki boðlegt varaformanni flokksins að ganga á svig við yfirlýsta stefnu, sem tekin var á yfirvegaðan máta og með miklum meirihluta atkvæða á síðasta Landsfundi.

Hún nýtur ekki lengur trausts. Traust er nokkuð, sem forysta flokksins getur ekki verið án.


mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær hjásætur - Þorgerður Katrín og Guðfríður Lilja

Var að horfa á þessar þvær hjásætur í viðtali við Sigmar Guðmundsson. Önnur er þingflokksformaður vinstri-grænna, hin er varaformaður míns flokks. Ég var búinn að ákveða að það ætti að líta fram hjá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefði ekki tekið afstöðu og setið hjá við einhverja þýðingarmestu atkvæðagreiðslu íslenzkrar sögu. Mín rök fyrir því voru að varaformaðurinn, sem er yfirlýstur Evrópusinni hefði verið trú sannfæringu sinni og því væri hjásetan réttlætanleg og skiljanleg.

Ég hugsaði málið aðeins betur og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að þessi ákvörðun mín var röng. Eftir að hafa fylgt tillögunni um tvöfalda atkvæðagreiðslu bar varaformanninum að taka afstöðu; ekki að segja ekki neitt. Það var lítill sómi í því.

Hvað varðar þingflokksformann vinstri-grænna, þá sýndi hún af sér sama kjarkleysið. Þar snérist málið um að hanga í ríkisstjórn.

Þá er það Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 8. þingmaður Suðvesturkjördæmis; það verður ákvörðun sjálfstæðismanna, hvort hún verður þar í kjöri fyrir flokk okkar í næstu þingkosningum. Þeir hljóta að líta til þess, sem gerðist í dag, þegar þeir gera upp hug sinn.


mbl.is Evrópusinnar ættu að hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðild verður sannarlega kolfelld

Það er rétt, sem fram kemur í máli Ragnars Arnalds, formanns Heimssýnar, að þegar að því kemur að bera tillögu um aðild að Evrópusambandinu undir þjóðina, verður hún kolfelld.

Það er jafn ljóst, að tillaga um að hefja aðildarviðræður hefði verið kolfelld, hefðu þeir þingmenn vinstri-grænna, sem eru einlæglega mótfallnir ESB og öllu því, sem það stendur fyrir, ekki verið barðir til hlýðni.

Það var aumkunarvert að heyra í þeim ráðherrum VG, sem hafa talið ESB allt til foráttu, greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar.


mbl.is „Aðild verður kolfelld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmur dagur, afleitur dagur

Mér er það ómögulegt að agnúazt út í þá, sem eru staðfastir og trúir sannfæringu sinni. Þannig eiga kaupin að ganga fyrir sig á Alþingi.

Það er þess vegna, sem ég get ekki agnúzt út í Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir að greiða atkvæði með því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er þess vegna, sem ég get ekki agnúazt út í varaformann Sjálfstæðisflokkinn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir að sitja hjá. Viðhorf þessara tveggja hafa öllum verið kunn og hefðu þær farið öðruvísi að, hefðu þær verið manneskjur að minni fyrir vikið. Sama á við um þá þingmenn vinstri-grænna, þau Atla Gíslason, Þuríði Backman, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Ásmund Daða Einarsson og Jón Bjarnason. Þau greiddu atkvæði samkvæmt samvizku sinni og sannfæringu.

Atkvæðagreiðslan var tveimur ráðherrum VG til lítils sóma. Ögmundur Jónasson hefur lengi haft hátt um þá skoðun sína að Ísland eigi ekkert erindi í ESB, en fyrst kastaði tólfunum þegar umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gerði grein fyrir atkvæði sínu og hélt tölu um allt það, sem aðfinnsluvert er við Evrópusambandið. Á Svandísi var að skilja að ESB væri ekki á vetur setjandi og bæri að forðast í lengstu lög.

Síðan greiddi Svandís atkvæði með tillögunni!

Er það nema von þó talað sé um að þingmenn hafi verið barðir til hlýðni og þeim gert ómögulegt að greiða atkvæði samkvæmt samvizku og sannfæringu. Svipuhöggin hafi dunið á þeim.

Það er rétt, sem Einar K. Guðfinnsson sagði þegar hann lét þau orð falla að ekki væri verið að greiða atkvæði um fyrirliggjandi tillögu. Það væri verið að greiða atkvæði um „aðgöngumiða vinstri-grænna að ríkisstjórn“.

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er öllum sanngjörnum mönnum misboðið

„Aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að hafna samningnum svarar Mendez því til að hún telji að íslenskir þingmenn eigi að afla allra mögulegra gagna og kanna allar færar leiðir áður en þeir samþykki hann“.

Þetta er álit Elviru Mendez, sérfræðings í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Jafnframt greinir hún frá að Joaquin Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hefði lagt til sl. nóvember að Ísland fengi efnahagsaðstoð í líkingu við aðstoðina sem Ungverjar fengu frá ESB í kjölfar fjármálahrunsins í haust.

Þessu höfnuðu Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar.

Síðan þá hafa þessar þjóðir, einkum Bretar og Hollendingar, lagt sig fram við að gera okkur lífið sem leiðast. Beitt hefur verið ósanngirni, yfirgangi og frekju, sem hefur svo sem ekki verið svo erfitt þegar um var að ræða samninganefnd, sem var illilega vanmönnuð, eins og komið hefur í ljós.

Þetta eru þjóðirnar, sem við eigum nú að skríða fyrir til að fá náðarsamlegast inngöngu í klúbbinn þeirra þar sem við höldum áfram að hafa ekkert að segja og fáum þá útnárameðferð, sem greinilega er talið að við eigum skilið.

 

 


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband