Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild - Leið til óláns - 6/12

Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.

Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.

Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. sex:

 

Atvinnuleysið er eitt helzta einkenni ESB

Stórfellt atvinnuleysi er eitt helzta einkenni á atvinnulífi ESB og fylgifiskur aðildar vegna þess hve vinnumarkaður er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika.

Atvinnuleysið, sem skollið hefur á hér á landi hefur verið daglegt brauð í mörgum ESB-ríkjum undanfarna áratugi. Einnig hafa mikilvægir þættir vinnuréttar flutzt frá aðildarríkjum til ESB upp á síðkastið samkvæmt dómum ESB-dómstólsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband