21.7.2009
Auðvitað þarf að ljúka þessu
Það má líta á það sem gefinn hlut að ljúka verður Icesave-klúðrinu sem fyrst. Um það eru sennilega allir sammála.
Það, sem menn eru, hins vegar, ósammála um er hvernig á að ljúka því.
Það er lítill áhugi fyrir því að ganga að ofurkröfum Hollendinga og Breta, sem var gefið undir fótinn af farlama samninganefnd.
Það er lítill áhugi fyrir því að land og þjóð verði gerð endanlega gjaldþrota með því að ganga að óraunhæfum kröfum þessara tveggja vinaþjóða.
Það fer ekkert á milli mála að þessu verður a ljúka. Það er bara ekki sama, hvernig því er lokið.
![]() |
Telja að ljúka verði Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009
Dauðans alvara
Það fer ekki á milli mála að notkun farsíma er stórhættuleg.
Við þessari óáran má bregðast með því að setja í alla bíla búnað, sem ryfi sjálfkrafa samband farsíma við þjónustuaðila.
Þetta er mér sagt að sé hvorki flókið né dýrt og hef ég fyrir mér aðila, sem er vel að sér á sviði fjarskipta.
![]() |
Farsímanotkun í bílum lífshættuleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009
Við höfum ekki efni á þessu
Þingleg meðferð er ekkert grín, segir fjármálaráðherrann. Það er rétt hjá honum, því hérna er um dauðans alvöru að ræða.
Að mati flestra, sem ekki eru sérstaklega undir Samfylkinguna, og ESB-áráttu hennar, hallir, er vilji til að koma Icesave-málinu út úr heiminum, án þess að gera landið gjaldþrota. Þingmaður vinstri-grænna, Lilja Mósesdóttir, tekur undir þetta, en telur að við höfum hreint ekki efni á að ljúka þessu máli með þeim aðferðum, sem ríkisstjórnin vill beita.
Steingrímur J. Sigfússon gefur lítið fyrir slík rök og er sennilega kominn með Svavars-heilkennið, sem gengur út á að nenna ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur.
![]() |
Tjáir sig ekki um ummæli Lilju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009
Að sjálfsögðu á ekki að samþykkja
Það er gefið mál að Samfylkingin væri til þess reiðubúin að selja sálir sínar til að reka á eftir aðildarviðræðum við ESB. Sálir annarra Íslendinga fylgdu svo með í kaupbæti. Hlýða skal boðum frá Brussel, sama hvað það kostar.
Þetta er inntak áframhaldandi umræðna um Icesave.
Eftir að hafa heyrt og séð rökstuðning færustu manna um aðalvarlegir annmarkar séu á samningsómynd þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, er samt haldið áfram að ræða þennan gjörning eins og um raunverulegan samning sé að ræða.
Hvers vegna er ekki hægt að fallast á rök þeirra, sem vitið hafa, viðurkenna að menn sömdu alvarlega af sér og fella svo óbermið?
![]() |
Enn fundað um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009
Viljum við stuðning Letta?
Við hljótum að óska vinum okkar Lettum alls hins bezta í baráttu þeirra við að komast út úr þeim hremmingum, sem þeir eiga við að glíma og baráttu þeirra við Brussel-veldið. Þeir hafa fengið að komast að því að fátt er unnið við það að ganga í ESB-klúbbinn.
Hvað varðar stuðning Letta við umsókn Samfylkingarinnar um að komast í klúbbinn, þá er hann pent afþakkaður. Við erum búin að sjá nóg.
![]() |
Lettar styðja Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. tólf:
Þungt högg fyrir landbúnaðinn
Íslenzkur landbúnaður veitir okkur öryggi í fæðuframleiðslu af miklum gæðum, auk þess sem hann styrkir jöfnuð í viðskiptum við aðrar þjóðir og heldur uppi atvinnu og byggð á landinu.
ESB-aðild yrði þungt högg fyrir landbúnaðinn, sem sviptur yrði tollvernd. Samdráttur í búvöruframleiðslu myndi valda auknu atvinnuleysi í sveitum víðs vegar um land og á þéttbýlum svæðum, sem byggja afkomu sína á framleiðslu landbúnaðarafurða.
Eftir hrun fjármálalífsins er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að spara gjaldeyri og draga úr atvinnuleysi í stað þess að auka innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hækka heildargreiðslur vegna atvinnuleysisbóta.
19.7.2009
Endurfjármögnun - á borð við Madoff
Þá er komið að því að við, þegnar þessa lands, ekki ríkissjóður göngum í ábyrgð fyrir fjármálafurstana, sem gengu frá gömlu bönkunum, með því að gefa út skuldabréf upp á að virði 1,5 ma. evra.
Á vef Financial Times er greint frá þessu á eftirfarandi hátt: The deal would compensate creditors only for the assets transferred to the new banks, which represent just a fraction of the $60bn owed to foreign lenders. But it clears a crucial hurdle towards building a new bank system and starting the process of cleaning up bad assets in the failed banks.
Bernie Madoff hafði tæpa 65 milljarða dala út úr sínum viðskiptavinum og þegar frá öllu er gengið, þ.m.t. endurfjármögnun Landsbankans, má búast við að Íslendingar verði á svipuðu róli og Herra Madoff.
Það er ekki leiðum að líkjast.
Er það nema von að umheimurinn sé fúll út í okkur.
![]() |
Endurfjármögnun bankanna kynnt á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. ellefu:
Samningsrétturinn glatast
Um þriðjungur af verðmæti sjávaraflans fæst úr svokölluðum deilistofnum, sem flakka úr einni lögsögu í aðra.
Hingað til höfum við Íslendingar haft samningsrétt við önnur ríki, sem og ESB, um veiðar úr þessum stofnum. Við ESB-aðild myndum við framselja það vald til yfirstjórnar ESB.
Nýjar tegundir bætast við lífríkið í lögsögu Íslendinga með hækkandi hitastigi sjávar, nú síðast t.d. makríll. Ef við hefðum afhent ráðamönnum ESB samningsréttinn og hlýtt boðum þeirra og bönnum, væri nær ekkert veitt hér af þessum tegundum, t.d. kolmunna, sem skilað hefur tugmilljarða króna virði í þjóðarbúið á hverju ári.
Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. tíu:
Kvótalaust sjávarþorp?
ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenzk útgerð er mjög skuldum vafin og í erfiðu árferði gætu veiðiheimildir auðveldlega safnazt á hendur erlendra auðfélaga og arðurinn (virðisaukinn) þannig flutzt úr landi. Ísland gæti því breytzt í kvótalaust sjávarþorp, eins og nýlega var bent á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. níu:
Hernaðarveldi í uppsiglingu
Í Lissabonsáttmálanum, sem verður ígildi stjórnarskrár ESB, eru heimildir fyrir Evrópusambandsher. ESB gerir ráð fyrir að í framtíðinni þurfi sambandið að efla hernaðarmátt sinn og áskilnaður er í grein 42 í sambandssáttmálanum (The Treaty on European Union, TEU) að stofnaður verði her til að gæta hagsmuna ESB, bæði í Evrópu sem og annars staðar.