Það er öllum sanngjörnum mönnum misboðið

„Aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að hafna samningnum svarar Mendez því til að hún telji að íslenskir þingmenn eigi að afla allra mögulegra gagna og kanna allar færar leiðir áður en þeir samþykki hann“.

Þetta er álit Elviru Mendez, sérfræðings í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Jafnframt greinir hún frá að Joaquin Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hefði lagt til sl. nóvember að Ísland fengi efnahagsaðstoð í líkingu við aðstoðina sem Ungverjar fengu frá ESB í kjölfar fjármálahrunsins í haust.

Þessu höfnuðu Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar.

Síðan þá hafa þessar þjóðir, einkum Bretar og Hollendingar, lagt sig fram við að gera okkur lífið sem leiðast. Beitt hefur verið ósanngirni, yfirgangi og frekju, sem hefur svo sem ekki verið svo erfitt þegar um var að ræða samninganefnd, sem var illilega vanmönnuð, eins og komið hefur í ljós.

Þetta eru þjóðirnar, sem við eigum nú að skríða fyrir til að fá náðarsamlegast inngöngu í klúbbinn þeirra þar sem við höldum áfram að hafa ekkert að segja og fáum þá útnárameðferð, sem greinilega er talið að við eigum skilið.

 

 


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Gunnar.  Margir sofa eflaust illa í nótt enda hrollvekjandi hugsun að ganga inn í þetta ríkjabandalag fyrir jafn auðlindaríka þjóð.  Öll von er þó ekki úti því líkur eru á að icesave-samningurinn hiksti í þingmönnum og vonandi nógu mörgum til að hafna ríkisábyrgð.  Verði báðar tillögurnar samþykktar, ESB og icesave, sundrast þjóðin og hér gæti orðið allsherjar upplausn.  Vonum að þingmenn sjái ljósið, oft var þörf en nú nauðsyn.

Lýður Árnason, 16.7.2009 kl. 04:29

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Það er um að ræða nettan hroll, svo ekki sé meira sagt.

Gunnar Gunnarsson, 16.7.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband