24.7.2009
Meirihlutinn gengst við sjálfsögðum hlut
Það var mikið að Alþingi verður við áður fram komnum kröfum um að meta áhrif Icesave-skelfingarinnar á faglegan máta.
Ég man ekki betur en að Pétur H. Blöndal, alþingismaður, hafi þegar lagt fram spurningar um hvort gerð hafi verið næmnisgreining á endurheimtuhlutfalli útistandandi lána Landsbankans.
Aðrir þeir þættir, sem líta verður til, og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur tekið að sér að vinna, eru af slíkri grundvallargerð, að ekki hefði átt að taka í mál að afgreiða Icesave fyrr en á hreint væri komið, hvernig þeir féllu að íslenzku efnahagslífi í nútíð og framtíð.
Þetta er ósk minnihlutans og við urðum við henni. Töldum það vera mikilvægt fyrir málið að ná sátt. Það er auðvitað forsendan, segir Guðbjartur Hannesson, formaður Fjárlaganefndar Alþingis.
Auðvitað á að fara að kröfu minnihlutans þegar fram koma sanngjarnar kröfur um málsmeðferð, en er formaðurinn með þessu að segja, að þessi leið sé ekki líka leið meirihlutans? Getur það verið, að meirihlutinn í Fjárlaganefnd sé sáttur við að láta Icesave-málið fara í gegnum þingið án þess að allar hliðar þess hafi verið kannaðar til þrautar?
Það er erfitt að trúa því, en líklega er það nú samt satt.
![]() |
Rýnir í gögn vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009
Banki hverra?
Norræni fjárfestingabankinn (NIB) er, að sjálfsögðu, rekinn með hagnaðarsjónarmið í huga, þegar til heildar og lengri tíma er lítið. Enginn gerir ráð fyrir að bankastofnun sé rekin sem góðgerðastofnun.
Hagnaður NIB á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 91 milljónum evra, eða rúmum 16 milljörðum króna. Í tilkynningu, sem kom með uppgjöri bankans var gert ráð fyrir stöðugleika á afkomu hans það sem eftir lifði árs.
Bankinn tapaði 280 milljónum evra á síðasta ári eða rúmlega 50 milljörðum króna. Helmingur tapsins eða um 145 milljónir evra, er rakinn til viðskipta við Ísland.
Ísland er greinilega talið vera of hættulegur kostur fyrir lánasafn þessarar fjölþjóðlegu, norrænu fjármálastofnunar, en einhvern veginn læðist að manni sá óþægilegi grunur að frekar sé litið til Íslands sem verkefnis, sem þurfi að lemja til hlýðni við ESB og AGS, en að litið sé til raunverulegra og eðlilegra þarfa landsins sem lántakanda við erfiðar aðstæður.
Tímasetningin á yfirlýsingu bankans er með ólíkindum.
Telja verður meira en líklegt að NIB hafi séð ástæðu til að taka undir með sósíalistunum á Íslandi og bæta þannig við enn einni hótuninni.
![]() |
Hættir að lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2009
Minn banki hvarf líka
Ég átti líka viðskipti við banka, sem hvarf, þannig að fréttin um bankahvarfið í Úganda kemur mér ekkert sérlega mikið á óvart.
Í mínum banka voru líka svikahrappar á ferð.
Ég var búinn að eiga viðskipti við þennan banka frá því skömmu eftir fæðingu; þetta var orðin löng viðskiptasaga.
Minn banki hefur líka verið færður á nýjan stað. Hann er nú hjá ríkinu.
Ég og mínir líka töpuðum miklu fé á bankanum mínum; tugþúsundir Íslendinga og við höldum áfram að tapa. Nú bendir allt til að við töpum miklu meira fé en sem nam innstæðunum okkar.
![]() |
Bankinn sem hvarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009
Leysa beri Icesave á siðmenntaðan hátt
Steingrímur J. Sigfússon kveðst telja að finna verði leiðir til að leysa Icesave-málið á siðmenntaðan hátt.
Þessi siðmenntaða afstaða til meðferðar mála hefur þó verið lítt sýnileg innan veggja Alþingis þar sem fjármálaráðherrann hefur beitt samflokksmenn sína slíkum kúgunum að þeir þora ekki að fylgja yfirlýstri sannfæringu sinni, bóka sig út og kalla inn varamann til að greiða atkvæði í nefnd.
Þetta er siðmennt ráðherrans, sem síðan, sama dag, kvartar yfir yfirgangi Breta við brezkt dagblað.
![]() |
Fjallað um reiði Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009
Efnahagsleg örorka
Loftfimleikaæfingar til heimabrúks segir leiðtogi vinstri-grænna.
Það getur vel verið að utanríkisráðherra Hollendinga telji sig geta notað ræfildóm íslenzku ríkisstjórnarinnar sér til gagns og frama, en hann lítur fram hjá þeirri einföldu staðreynd að verið er að hóta Alþingi Íslendinga, hvaða nafni sem hann kýs að nefna þessi ummæli Hollendingsins.
Steingrímur J. kýs líka að líta fram hjá þeirri staðreynd að sá hollenzki hringdi í starfsbróður sinn á Íslandi og gerði honum það deginum ljósara að ef menn ekki gjörðu svo vel og gerðu það, sem til væri ætlazt, væri loku fyrir það skotið að umsóknin fína fengi neina þá meðferð, sem greinilega væri óskað eftir af íslenzkri ríkisstjórn.
Mér er nákvæmlega sama um það, hver áhrif þessi orð hafa á umsóknarferlið; vildi helzt að þau yrðu til að kæfa það fyrir fullt og allt. Mér er, hins vegar, ekki sama þegar farið er að hóta Íslendingum því að ef þeir geri ekki það, sem Hollendingar (og Bretar) leggja fyrir, og verður þess valdandi að landið fer á hausinn; getur ekki greitt og verður efnahagslega farlama um aldur og ævi.
Verði efnahagslegur öryrki.
![]() |
Loftfimleikar til heimabrúks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það getur ekki verið auðvelt að vera stjórnarþingmaður þessa dagana vitandi að verið er að keyra áfram ómögulegan samning, sem lýkur með því að setja landið endanlega á hausinn.
Nú virðist það vera hlutverk Samfylkingarinnar, og beygðra þingmanna vinstri-grænna, að taka við þar sem fjármálafurstarnir urðu að láta staðar numið.
Þingmönnum vinstri-grænna, sem ætla má að hafi manndóm í sér til að vera á öndverðum meið við boðvald Steingríms J. er get að vera heima, svo hægt sé að kalla inn þá, sem greiða honum þóknanlega atkvæði.
Alþingi er hótað af erlendri ríkisstjórn, en stjórnarliðar virðast ætla að láta slík smáatriði sér í léttu rúmi liggja.
Því allt snýst þetta um að gera Samfylkingunni til geðs og greiða leiðina í Evrópusambandið.
Sama hvað það kostar.
![]() |
Óttaslegin utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009
Obama alltaf flottur
Fór að skoða myndina af Obama, forseta, og komst að raun um að þetta eru svo til nákvæmlega eins gallabuxur og ég klæðist þegar þægindin eru í fyrirrúmi. Ekkert við þær að athuga.
Annað; það er sama hvað þessi maður gerir eða tekur sér fyrir hendur. Hann er alltaf flottur.
![]() |
Obama ver buxurnar sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009
Eilíf skömm kratanna
Það mun taka vinstri flokkana á Íslandi, einkum og sér í lagi Samfylkinguna, langan tíma að þvo af sér Evrópusambandsskömmina.
Utanríkisráðherra heldur áfram að beygja sig og bukta fyrir fulltrúum Brussel-veldisins, þrátt fyrir að krafa sé gerð um að gengið verði að Icesave-kröfum Hollendinga og Breta áður en farið verður að ræða ESB-aðild af alvöru.
Það er deginum ljósara að sósíaldemókrötunum finnst meira um vert að komast í klúbbinn í Brussel en að viðhalda því litla, sem eftir er af efnahagslegu sjálfstæði landsins.Það skiptir litlu þó sótt sé að íslenzkum almenningi á ósvífinn hátt, eins og kollegi Össurar segir á vefsíðu sinni í gær.
![]() |
Ræðir við Bildt um ESB umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009
Og Ögmundur talar af viti!
Stöðugt koma fram nýjar upplýsingar sem tengjast Icesave-skuldbindingunum. Álitamálin hrannast upp. Líka hótanirnar. Ef við ekki göngum í einum grænum frá Icesave er okkur sagt að aðildarumsókn til Evrópusambandsins sé í uppnámi! Skyldi öllu fórnandi fyrir það?
Þetta lætur ráðherra heilbrigðismála, Ögmundur Jónasson, frá sér fara á vefsíðu sinni.
Ýmislegt fleira kemur frá ráðherranum af viti, en kjarni málsins er sá, að það sé ekki öllu fórnandi fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Hann lætur þess getið, að sótt sé að íslenzkum almenningi á ósvífinn hátt.
Ögmundur segir að gefið [sé] í skyn að allt verði betra eftir því sem við lútum lægra. Þetta er mikil villuhugsun.
Þetta er hreint ekki ólíkt því, sem ég hef tjáð mig á þessum vettvangi undanfarið.
Það er rétt, Ögmundur Jónasson, það er ekki öllu fórnandi.
![]() |
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2009
Hótað með neitun um ESB!
Það er líklega ekki orðum aukið að utanríkisráðherra Hollendinga hafi aðeins farið fram úr sér með því að hóta Alþingi Íslendinga öllu illu, greiðir þeir ekki skuldir sínar.
Það er hárrétt, sem fram kemur í hollenzku dagblaði, að væntanlega sé ekki meirihluti á Alþingi fyrir samkomulaginu. Þingmenn hafa líklega, a.m.k. aðrir en meðlimir Samfylkingarinnar, fengið sig fullsadda af vitleysunni, sem matreidd hefur verið í þá af samninganefnd Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar.
Hvað Samfylkinguna varðar, má þó allt eins búast við því að þingmenn flokksins tvíeflist við þær fréttir að verði ekki borgað upp í topp, geti liðið langur tími þar til Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið, eins og fram kemur hjá hollenzka utanríkisráðherranum.
Að ESB-aðild er stefnt og eins og fram hefur komið af hálfu ríkisstjórnarinnar, skiptir verðmiðinn greinilega engu máli.
Það mun heldur ekki skipta neinu máli að Alþingi hefur verið hótað af erlendri ríkisstjórn.
Hvað segja menn nú um að þingmenn greiði atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni? Sumir greiða væntanlega atkvæði með, aðrir sitja hjá.
![]() |
Þrýst á Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)