28.7.2009
„Í þvílíku lágmarki að skömm er að“
Dómsmálaráðherra segist geta tekið undir mörg þau sjónarmið sem komi fram í grein Guðmundar [Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu].
Eitt helzta sjónarmið Guðmundar er að mikinn hluta sólarhringsins sé löggæslan í þvílíku lágmarki að skömm er að.
Þá má ekki gleyma því að sl. vetur var slíkur aðsúgur gerður að lögreglumönnum með skrílslátum og ofbeldi að þeir eru líklega fáir verðir laganna, sem koma til með að gleyma þeim ósköpum í bráð.
Þetta er mannskapurinn, sem falið er að annast öryggi okkar borgaranna og það væri ýmsu fórnandi til að vinnuumhverfi þeirra og aðstæður séu á boðlegu nótunum.
Eitt af því, sem mér dettur í hug að mætti láta flakka er sá milljarða kostnaður, sem ætlað er að fari í gæluverkefni Samfylkingarinnar, aðildarviðræður við Evrópusambandið.
![]() |
Algjör misskilningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009
Getum lifað án Össurar
[V]ið förum ekki í viðræðurnar með það fyrir augum að við munum ekki komast af án Evrópu. Það getum við.
Þessi ummæli utanríkisráðherrans eru kolröng, út í hött og engum bjóðandi. Við getum ekki komizt af án Evrópu. Við getum heldur ekki komizt af án Kanada og Bandaríkjanna, né getum við komizt af án Kína, Japans og þannig mætti áfram telja.
Það hefur ekkert breytzt í samskiptaferli Íslendinga við umheiminn við það að Samfylkingin komst í ríkisstjórn og það mun ekkert breytast eftir að við höfum losnað við hana úr ríkisstjórn.
Ísland er háð samskiptum við önnur lönd. Það hefur aldrei farið á milli mála. Málið er einfaldlega það, að við höfum ekkert út úr því að binda trúss okkar við ákveðna valdablokk og hafna með því samskiptum og viðskiptum, að vissu marki, við aðra þá, sem við höfum átt farsæl og góð samskipti við í áratugi.
Minnimáttarkennd í samskiptum við umheiminn virðist hafa glapið sósíaldemókrötum svo illilega sýn að vanhæfni þeirra til að taka þátt í stjórn þessa lands er að verða algjör.
Við þurfum Evrópu, Ameríku og Asíu. Við göngum engum þeirra a hönd, en við höfnum heldur engum.
![]() |
Getum lifað án Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir eru sennilega fáir, sem trúa því að þessir herramenn, fjármálafurstarnir, hafi fært fúlgur fjár á milli reikninga sinna, og að lokum til útlanda, fyrir tilviljun eina, rétt fyrir hrun. Örfáum dögum áður en þjóðarskútunni var siglt í strand.
Hafi það verið fyrir tilviljun, hvers vegna var þá verið að færa fjármuni í nafni eiginkonu? Það getur svo sem verið að eiginmaðurinn hafi verið í þessari líka hasarskuld við frúna og hún hafi síðan ákveðið, upp á sitt einsdæmi, að aurinn væri bezt geymdur í Bretlandi. Það gæti vel staðizt; eða hvað?
Innherjaupplýsingar um stöðu viðkomandi fjármálastofnana er þó það, sem fyrst kemur upp í hugann. Það er ekki talið varða við lög að færa peningana sína á milli reikninga og síðan á milli landa, en ég læt mér detta í hug að þegar sérstakur saksóknari ber það undir viðkomandi hvort um hafi verið að ræða fjármálagjörninga af öðru tagi en því, sem flokka mætti undir eðlilega umsjón með eigin sparifé, vefjist mönnum tunga um tönn.
Það verður gaman að sjá svörin.
![]() |
Millifærðu hundruð milljóna milli landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég held, og tel mig raunar vita, að það eru fjarri því margir jafn glaðir og hamingjusamir og utanríkisráðherrann.
Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að þjóna þessari ESB-dellu sinni og Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé á allt annarri skoðun.
Íslendingar skilja ekki hvernig Össur Skarphéðinsson getur verið svona glaður og hamingjusamur með gang mála í Brussel þó allt sé í kaldakoli hér heima fyrir.
Það áttar sig enginn á hamingju Össurar og flýja land vegna vöntunar á aðgerðum við að koma einstaklingum og fjölskyldum til hjálpar.
Mönnum er fyrirmunað að skilja gleði Össurar yfir ákvörðun pólitíkusa í Brussel um að nú skuli hafizt handa við að ræða samning, sem síðan bíður ekkert annað en að verða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann hefði getað spara mikla fjármuni með því að fara ekki í þessa vitleysu og valdið þannig gleði og hamingju, a.m.k. að vissu marki, með meirihluta þjóðarinnar.
![]() |
Össur: Diplómatískur sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2009
Sjálfstæði íslenzkrar þjóðar
![]() |
ESB-umsókninni vísað áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafi menn einhvern tíma látið sér detta í hug að gera mætti mun á fjármálafurstunum, sem sigldu Íslandi í strand, á þann veg að sumir hafi sýnt meiri ábyrgð en aðrir, þá er það hreinasta glapsýn.
Það skiptir ekki máli hvort menn voru með Landsbankann, Kaupþing, Glitni, FL Group, Milestone/Sjóvá, Eimskip, o.s.frv., o.s.frv. í farteskinu. Þetta var, og er, einsleit hjörð. Menn komu höndum yfir fjármuni, gerðu þá að sínum eigin og tóku til við að braska.
Ekkert gekk upp, enda ekki við því að búast þegar ekki er farið eftir einföldustu reglum, sem kveða á um samskipti innbyrðis tengdra viðskiptamanna. Hér er ekki um að ræða flóknar reglur, en þetta eru, hins vegar, grundvallarreglur.
Á öllum sviðum fjármálaviðskipta ríkti glórulaust sukk tvinnað saman við ólýsanlegt kæruleysi merkt einbeittum vilja til að fara á skjön við heiðarleika og réttsýni.
Hvað það var, sem veitti þessum herramönnum, þessum furstum fjármála, leyfi til að setja sig ofar reglum siðaðs þjóðfélags, verður líklega ekki svarað á þessum vettvangi. Hitt er ljóst, að með glapræði sínu sigldu þeir efnahag eins lands í strand og gera núverandi jafnt sem komandi kynslóðum lífið leitt.
![]() |
Skoða lánveitingar Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009
Sammála Jóni í fyrsta sinn
Ég man ekki eftir neinu tilviki þar sem ég hef verið sammála Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en það hlaut að koma að því. Er karlinum hjartanlega sammála að öðru leyti en því að ég hika ekki við að láta í ljósi þá skoðun að ferlið eigi að slá af fyrir fullt og allt. Þykist nú vita að Jón mundi taka undir það.
Og nú hafa Evrópusinnarnir sturlazt úr svekkelsi og láta móðan mása, hver á sínum vettvangi, um ómögulegheitin í Jóni Bjarnasyni.
Ég segi bara: Mæltu manna heilastur, Jón Bjarnason. Það er nokkuð ljóst að annað hvort hangir þessi blessuð vinstristjórn ekki saman mikið lengur, nú eða þá að fenginn verður nýr maður í stól sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Njóttu þín meðan þú getur, Jón.
![]() |
Vill fresta umsóknarferli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2009
Nýjar leikreglur
Er það viðunandi að reglunum sé breytt í miðjum leik?
Er það ósanngjarnt að krefjast þess að farið sé eftir þeim reglum, sem settar voru í upphafi?
Hver er það, sem krefst þess að reglunum sé breytt?
![]() |
Vill að AGS leggi spilin á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2009
„Tær snilld“ - lifum við þetta af?
[Þ]að dregur mjög mikið úr lífsgæðum, segir Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies.
Í Morgunblaðinu eru átta aðilar spurðir fimm spurninga um afleiðingar þess að staðið verði við Icesave-samninginn, sem þeir snillingar Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, gerðu á dögunum við ofjarla sína í Hollandi og Bretlandi.
Þessum fimm spurningum er stillt upp með stóru letri og í þessum óþægilegu Icesave-litum, þvert yfir síðu og svara sérfræðingarnir þeim svo lið fyrir lið á þremur síðum.
Svar Daniels Gros við spurningu númer eitt er m.a. að það dragi mjög mikið úr lífsgæðum og allir eru svarendur nokkurn veginn sammála í svörum sínum um það, hver áhrifin verði á lífskjör í landinu - daglegt líf landsmanna, spurningu númer fjögur.
Lífskjör munu versna og af svörunum má ráða að lakari lífskjör með hærri sköttum og lægri ríkisútgjöldum verði viðvarandi um allmörg ár. Ekki reyna menn að tíunda þetta árabil, enda væri slíkt fásinna, en ljóst er að um verður að ræða langt tímabil verulega mikið lakari lífskjara en Íslendingar voru orðnir vanir.
Spurt er, hvort lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. Allir nema einn svarenda telja það ólíklegan eða afleitan kost. Sá eini, sem ekki lagði í að svara þessu, sagði þetta vera vandamál, sem væri á borði stjórnmálamanna og ekki væri um að ræða nokkrar forsendur til að svara slíkri spurningu. Heldur klént af hálfu hagfræðings að reyna ekki einu sinni að leggja mat á inntak þessarar spurningar.
Hér er um að ræða forvitnilega umfjöllun um afleiðingar Icesave. Mat sérfræðinganna er, í stuttu máli, að þær séu slæmar; mjög slæmar.
Þannig er nú komið fyrir okkur. Það er mat svarenda Morgunblaðsins að, jú, líklega munum við lifa þetta af, en ekkert má útaf bera. Aflabrestur gæti t.d. alveg farið með okkur. Léleg hagstjórn væri ávísun á hörmungar. Lífinu verður lifað alveg úti í kanti.
Þá væri gaman að heyra í þeim bankastjóra Landsbankans, sem nefndi þessar innlánaveiðar tæra snilld. Hann er líklega enn bara nokkuð brattur, eða hvað?
![]() |
Icesave: Gæti stefnt í óefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er viðtal við Indriða H. Þorláksson, annan helzta Icesave-samningamanninn, í Morgunblaðinu í dag. Í viðtalinu lýsir Indriði undrun sinni á því að Íslendingar kunni ekki að greina aukaatriði frá aðalatriðum. Með viðtalinu er mynd þar sem samninganefndarmaðurinn virðist horfa góðlátlega til þessara kjána, sem hafi látið leiðast út í sparðatíning, upphrópanir og órökstuddar fullyrðingar.
Það má vel vera að tveir til þrír milljarðar króna, sem pukrazt hefur verið með, séu sparðatíningur í huga samninganefndarmannsins; aðrir, raunar flestir, deila ekki þessari skoðun með honum. Það er kannski þess vegna sem menn hafa lagzt í upphrópanir og séu með órökstuddar fullyrðingar.
Landsmenn eiga erfitt með að skilja hvers vegna mál á borð við þetta ríflega uppgjör við Breta er að koma upp á yfirborðið, svona rétt fyrir hendingu. Þess vegna koma upphrópanir.
Samninganefndarmanninum svíður það að sáð hafi verið tortryggnisfræjum um hæfileika nefndarmanna á veikum grunni og í reynd rógsígildi.
Ég get varla stillt mig um að spyrja samninganefndarmanninn hvað eigi að halda um öfluga og reynda nefndarmenn, sem láta bjóða sér aðra eins vitleysu og þennan gjörning. Hæfileika á hvaða sviði er samninganefndarmaðurinn að tala um?
![]() |
Niðurlægjandi ákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)