Sammála Jóni í fyrsta sinn

Ég man ekki eftir neinu tilviki þar sem ég hef verið sammála Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en það hlaut að koma að því. Er karlinum hjartanlega sammála að öðru leyti en því að ég hika ekki við að láta í ljósi þá skoðun að ferlið eigi að slá af fyrir fullt og allt. Þykist nú vita að Jón mundi taka undir það.

Og nú hafa Evrópusinnarnir sturlazt úr svekkelsi og láta móðan mása, hver á sínum vettvangi, um ómögulegheitin í Jóni Bjarnasyni.

Ég segi bara: Mæltu manna heilastur, Jón Bjarnason. Það er nokkuð ljóst að annað hvort hangir þessi blessuð vinstristjórn ekki saman mikið lengur, nú eða þá að fenginn verður nýr maður í stól sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Njóttu þín meðan þú getur, Jón. 

 


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón hefur engar áhyggjur af samningsstöðu, þetta er bara fyrirsláttur því hann er svo hræddur um það að íslendingar fái að sjá hvað kemur út úr samningum. Hann óttast að þeir samningar verði of góðir fyrir almenning til að hafna þeim. Þessi maður er að reyna koma í veg fyrir að almenningur fái þá kjarabót sem fylgir því að ganga í ESB.

 Ömurlegur málfluttningur, en hæfir manninum!

Valsól (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband