Eigum við þetta skilið?

Það ganga margar sálir daprar til rekkju í kvöld.

Þeir voru allnokkrir þingmennirnir, sem glottu við tönn þegar þeir greiddu atkvæði með þeim óskapnaði, sem Icesave-frumvarpið (nú Icesave-lög) var. Einn þeirra, sem hvað stærsta glottinu flaggaði var utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson.

Sumir aðrir samfylkingarmenn voru hófstilltari í afgreiðslu sinni og báru þess merki að þeir gengu gegn samvizku sinni með því að ljá frumvarpinu atkvæði sitt. Þar fór ekki á milli mála að ofbeldi flokksforyztu samfylkingarinnar hafði haft betur en samvizkan.

Enn aðrir stjórnarþingmenn höfðu í sér þá döngun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu gegn þessu þinglega afstyrmi, allir sem einn. Þeirra hróður mun lengi lifa. 

 

 

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Gíslason

Við skulum ekki gleyma lylju mósesd og Ögmundi sem stóðu við sýna sannfæringu og létu ekki eb línuna ráða

Þórir Gíslason, 31.12.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Það eru nú einmitt þau Lilja og Ögmundur, sem ég vísa til í næst síðustu setningunni.

Gunnar Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband