31.12.2009
Eigum við þetta skilið?
Það ganga margar sálir daprar til rekkju í kvöld.
Þeir voru allnokkrir þingmennirnir, sem glottu við tönn þegar þeir greiddu atkvæði með þeim óskapnaði, sem Icesave-frumvarpið (nú Icesave-lög) var. Einn þeirra, sem hvað stærsta glottinu flaggaði var utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson.
Sumir aðrir samfylkingarmenn voru hófstilltari í afgreiðslu sinni og báru þess merki að þeir gengu gegn samvizku sinni með því að ljá frumvarpinu atkvæði sitt. Þar fór ekki á milli mála að ofbeldi flokksforyztu samfylkingarinnar hafði haft betur en samvizkan.
Enn aðrir stjórnarþingmenn höfðu í sér þá döngun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu gegn þessu þinglega afstyrmi, allir sem einn. Þeirra hróður mun lengi lifa.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við skulum ekki gleyma lylju mósesd og Ögmundi sem stóðu við sýna sannfæringu og létu ekki eb línuna ráða
Þórir Gíslason, 31.12.2009 kl. 01:29
Það eru nú einmitt þau Lilja og Ögmundur, sem ég vísa til í næst síðustu setningunni.
Gunnar Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.