4.10.2009
Án nokkurra skilyrða?
Með fullri virðingu fyrir Pólverjum og þeirri velvild, sem búa kann að baki láni þeirra, þá fæ ég ekki séð hversu mikilvægt er að þetta sé í höfn eins og haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni.
Sé rétt haft eftir þessum fjármálaráðherra okkar, þá veita Pólverjar lánið án nokkurra skilyrða, öðru en því að endurskoðun Aljóðagjaldeyrissjóðsins gangi eðlilega fyrir sig og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur, sem sé, tekið að sér að hafa forgöngu um að Icesave-klúðrið leysist eins og Bretum og Hollendingum hentar og þessar tvær vinaþjóðir okkar hafa einsett sér að hafa áhrif á umsókn Íslands að Evrópusambandinu og taka þannig mið af niðurstöðu Icesave.
Eitthvað hefur greinilega farið fram hjá mér ef ég fæ ekki séð að pólska lánið sé án nokkurra skilyrða.
Mikilvægt að þetta sé í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er bara klór hjá sjs
sýna að etthvað sé að gerast - meinið er að gömlu nýlendukúgararnir eru bara að rija upp gamla daga
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2009 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.