Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild - Leið til óláns - 4/12

Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.

Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.

Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. fjögur:

 

Samþjöppun valds í ESB

 Í ESB hefur mikið vald færzt til embættismanna í Brussel og til ráðherra, sem taka veigamestu ákvarðanir.

Þingið hefur fyrst og fremst staðfestingar- og eftirlitsvald. Almennir þegnar í aðildarlöndunum hafa því lítil áhrif á þróun mála og afar dræm kosningaþátttaka til þings ESB sýnir hve framandi og fjarlægt Brusselvaldið er þeim.

Lýðræðishallinn í ESB er, einn og sér, næg ástæða til að hafna ESB-aðild. Valddreifing er tímans kall, en vaxandi valdasamþjöppun í miðstýrðum stofnunum ESB, sem að litlu leyti lúta eftirlitsvaldi kjósenda, er tilræði við þróun lýðræðis í Evrópu. Á Íslandi geta kjósendur fellt ríkisstjórn, sem þeim líkar ekki við, en í ESB hefðu þeir engin áhrif á hverjir yrðu hinir nýju yfirboðarar landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband