Hámark ósvífninnar

Það er hámark ósvífninnar að ríkisstjórnin með Samfylkingarmenn í broddi fylkingar skuli predika um óþekktar stærðir hagtalna þegar að því kemur að ræða og meta efnahagslega óvissu og áhrif hennar á almenning og þjóðarbúið, í samhengi við skuldir.

Það er einmitt þessi sama ríkisstjórn, sem bjó til þessa óvissu með því að spila rassinn úr buxunum með arfaslökum samningum um Icesave-klúðrið við Breta og Hollendinga.

Það er einnig þessi sama ríkisstjórn, sem ákveður að verja dýrmætum tíma í þras um viðræður við Evrópusambandið í stað þess að vinna hörðum að því að koma bönkunum á lappirnar, að koma heimilunum til hjálpar og gera atvinnuvegunum kleift að sinna sínu hlutverki. Það er eytt dýrmætum tíma á Alþingi um mál, sem ekki er vissa fyrir að meirihluti sé fyrir í þinginu.

Það er eytt dýrmætum tíma í argaþras um mál, sem allar líkur eru síðan fyrir að hljóti ekki náð fyrir augum almennings ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur.

 


mbl.is Efnahagsleg óvissa verri en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Það er ástæða fyrir þessu þrasi Samfylkingarinnar um ESB,    ESB er nefnilega svarið þeirra við öllu sem uppá kemur.

Jóhannes H. Laxdal, 13.7.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband