Svo ríkisstjórnin réð ekki við það

„Ríkisstjórninni hefði hins vegar mistekist að uppfylla skyldur sínar sem eigandi og að það hefði seinkað endurskipulagningu bankanna“ er haft eftir sænska bankasérfræðingnum, Mats Josefsson.

Mats Josefsson er ekki að færa okkur neinar fréttir. Þetta hefur verið ljóst um langa hríð. Það hefur verið ríkisstjórninni gjörsamlega ofviða að ráða fram úr þessu verkefni, sem í eðli sínu er allflókið. Það er ekki seinna vænna að Steingrímur, Jóhanna og Gylfi gangist við mistökum sínum og komi verkinu í hendur þeirra, sem við það ráða. Josefsson leggur til að farin verði leið, sem gefizt hefur vel í Noregi.

Menn verða að átta sig á því að þetta verður að gerast sem allra fyrst; ætti að hafa gerzt fyrir löngu síðan. Það er mikið í húfi, sem allir vita. Heimili ráða ekki við skuldir sínar og hafa ekkert raunverulegt bankakerfi til að styðjast við. Atvinnuvegirnir vita ekki hvert á að snúa sér, því þeir hafa ekkert raunverulegt bankakerfi til að styðjast við.

Hættum þessum látalátum og hefjumst handa.


mbl.is Ríkinu mistókst sem eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála þér.

Hann nefnir líka að sameina eigi þessi eignaumsýslufélög í eitt og þar með væntanlega sameina þessa banka í einn banka.

Þetta gríðarstóra bankakerfi er rekið með bullandi tapi á hverjum degi. Ótrúlegt ef menn ætla að reka þessa þrjá banka og öll þessi útibú áfram.

Það er sérkennilegt hvað stjórnvöld hér heima þrjóskast við að halda í allt eins og það var fyrir hrun eins og menn haldi að þannig geti ástandið orðið aftur og neita að fara að ráðum góðra manna um hvað þurfi að gera.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.7.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hann talar reyndar um ríkið en ekki ríkisstjórnina og vísar þar með til alls tímans frá hruninu og jafnt til stjórnsýslunnar, þingsins og ríkisstjórnanna.

Sjálfstæðisflokkur eyddi því miður mkilum tíma í að vera á móti þessu fyrirkomulagi og hefur notið fulltingi Framsóknar við að strögla gegn því að þessir pakkar séu teknir út og í eina sérstofnun eða einkahlutfélag. Þegar minnihlutastjórnin sat skipti afstaða Framsóknar máli. - Nú er auðvitað margt að gerast og þetta er eitt af því sem er að smella saman undir meirihlutastjórn Jóhönnu.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.7.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband