Og hvers vegna fer ekkert að breytast?

Nei, það er langt í að eitthvað fari að breytast, a.m.k. ef miðað er við afrekaskrá núverandi ríkisstjórnar.

Afrekaskrá ríkisstjórnar, sem hét því strax í upphafi minnihlutastjórnarinnar í febrúar, að hafizt yrði handa við að slá skjaldborg um heimilin og gera atvinnulífinu kleift að sinna sínu hlutverki.

Afrekaskrá ríkisstjórnar, sem nú hækkar álögur á fyrirtæki, dregur markvisst úr framkvæmdum og drepur þannig alla starfsemi í landinu í dróma.

Er raunverulega búizt við að eitthvað fari að breytast til batnaðar í náinni framtíð?


mbl.is „Það er ekkert að fara að breytast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Vandamálið er ofvaxið og nánast útilokað að leysa það vel af hendi. Held að flestir geri sér grein fyrir að stjórnvöld síðustu tveggja áratuga bera ábyrgð á og öllu efnahagshruninu.

smg, 5.7.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Góð spurning Gunnar, en málið er að stjórnin hefur hingað til ekki gefið réttar upplýsingar um hversu alvarleg staða er og svo jú hún er ráðalítil og ákvarðanafælin.

Vextir eru enn í hæstu hæðum, gengi krónunnar í kjallaranum og litlar breytingar á þeim kerfum sem hafa komið þjóðinni nánast á hausinn s.s. fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Og það, sem skiptir sennilega hvað mestu máli, Sigurjón, er að bankakerfið er enn óvirkt. Jafnvel þó búið væri að endurreisa bankana, þá gengi lítið að lána til fjármögnunar reksturs fyrirtækja því þau hefðu einfaldlega ekki efni á að nýta lánsfé, sem þó mun vera til í umtalsverðu magni.

Gunnar Gunnarsson, 6.7.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Hvað er til ráða leigja risaþotu og senda alla í burtu og hætta að berjast eða að skapa möguleika á að lifa hér á landi það verður ekki gert með því að skera niður allar framkvæmdir á vegum ríkis .

Jón Rúnar Ipsen, 6.7.2009 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband