Skömmin er mikil

Hún er mikil skömm íslenzkra stjórnvalda fyrir að veita ekki Dalai Lama þann sóma, sem honum ber.

Ríkisstjórnin hefur hvorki gert margt né mikið til að státa sig af þá liðlega 120 daga, sem hún hefur verrið við völd, á einn eða annan veg, en hausinn beit hún af skömminni með því að hunza, opinberlega, heimsókn þessa mikla trúarleiðtoga. Rolugangur, sem er tilkominn af ótta við viðbrögð kínverskra stjórnvalda.

Kannski er þetta ótti við kínverska sendiherrann, sem gæti tekið upp á því að öskra af bræði í einhverju ráðuneytinu líkt og gerðist þegar Björn Bjarnason tók á móti sendimönnum frá Tævan. 

Litlir karlar og litlar kerlingar erum við.


mbl.is Fjölmenni á friðarstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband