Hófstillt nærvera viturs manns

Er það nema von að Kínverjar leggi allt kapp á að gera sem minnst úr Dalai Lama og hófstilltri baráttu hans fyrir trú sinni og Tíbet. Maður, sem vinnur málstað sínum frama án þess að fara neikvæðum orðum um andstæðing sinn á skilið alla þá virðingu, sem unnt er að veita.

Tveir þættir um Dalai Lama og Tíbet hafa verið sýndir á RÚV undanfarna daga, sá seinni í gærkvöld. Þessi þáttur, sem var í umsjón Þóru Arnórsdóttur og Gauks Úlfarssonar var um margt fremri þeim fyrri. Yfir honum var meiri ró og yfirvegun og sýndi betur þá persónu, sem ég held að flestir telji sig þekkja sem trúarleiðtoga Tíbeta. 

Ég hef horft á mörg sjónvarpsviðtöl við þjóðarleiðtoga og viðlíka frammámenn, en enginn þeirra kemst með tærnar þar sem þessi leiðtogi Tíbeta hefur hælana. Sá eini, sem ég tel að komist nálægt honum er Desmond Tutu, erkibiskup frá Suður Afríku. Það, sem þessir tveir eiga sameiginlegt er djúp vizka og sannfæring um að illt verður ekki endilega rekið út með illu.

Það er sárdapurt til þess að vita að hvorki forseti né forsætisráðherra skuli hafa bein í nefinu til að sýna þessu stórmenni þá virðingu, sem hann á skilið.

 


mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórkatla Snæbjörnsdóttir

Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson valda mér mikum vonbrigðum hér, vægt til orða tekið.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 1.6.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. það er rétt að ekki verður illt rekið út með illu. þeir sem reyna það viðhalda illsku og hefndarhug. 

þessi heiðurs maður skilur það og er eflaust langt um sterkari fyrir bragðið. Mikið gætum við lært af þessum manni. Okkur vantar virkilega styrk núna meir en nokkurntíma áður.

þarf ekki að tengjast trúarflokk bara náungakærleik til að hafa áhuga á hans boðskap. 

Mér er nokkuð sama hvort það eru stjórmálamenn eða aðrir, við þurfum öll að læra af svona fólki.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband