31.5.2009
Rússnesk óhöpp
Rússneski sjóherinn hefur lent í ýmsum óhöppum frá því Sovétríkin hrundu.
Öllu má nafn gefa og ýmislegt kalla óhöpp, en fyrr má nú rota en dauðrota, kemur fyrst upp í hugann þegar heyrist af stórskotaliðsárás á lítið þorp í eigin landi!
Þeir, sem vit hafa á eru víst hættir að taka mark á Rússum sem raunverulegu flotaveldi, ólíkt því, sem áður var í tíð Sovétríkjanna gömlu.
Floti þeirra er að missa kjarnorkukafbáta, á borð við Kursk, sem sökk með manni og mús í Barentshafi fyrir átta árum. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan 20 sjóliðar fórust vegna mistaka, sem urðu um borð í kafbáti í Kyrrahafinu.
Við hljótum að vona að þessir herramenn haldi sig sem lengst frá Íslandsströndum, allavega utan skotfæris við sjávarplássin!
![]() |
Skutu á þorp í misgripum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Snilldar færsla Gunnar :)
Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 21:58
ÉG man ekki betur en fyrir nokkrum árum þegar danski flotinn var við æfingar undan ströndum landsins þá hafi þeir fyrir slysni skotið sumarhús í tætlur sem var þar á ströndinni. Það eru víða mistökin í þessum bransa!
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 12:19
Jú jú, og meira að segja flaggskip danska flotans. Bandarískur kafbátur kom úr kafi upp undir japanskan fiskibát. Enskur togbátur fékk kafbát í trollið og var dreginn í kaf. Fallbyssuskitta á v.s. "Þór" skaut í fljótfærni lausu púðurskoti úr 47 mm fallbyssu á bátaþilfari, inn í flugskýli skipsins. Gott að það var ekki kúla í hlaupinu. En þeir sem voru inni í skýlinu skjögruðu út eins og drukknir væru. Svona er þetta nú bara.
Guðjón Emil Arngrímsson, 2.6.2009 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.