Hver á sökina?

Í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, bendir Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, á þversagnir samfylkingarfólks í umræðum þeirra og vanþóknun á afstöðu sjálfstæðismanna til hinnar svokölluðu fyrningarleiðar. M.a. er fjallað um hamfarir eins þingmanns stjórnarliða, Skúla Helgasonar, sem bloggar mikinn um að menn skuli voga sér að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um fyrningarleiðina. Leið, sem er til þess eins fallin að sparka stoðunum undan grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar.

Fátt hefur verið gagnrýnt meira í fiskveiðistjórnunarkerfinu en framsalið og er ekki hikað við að eigna kerfið í heild sinni Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Það vill gjarnan gleymast að framsalið, sem sett var á árið 1990 er ekki með nokkurri leið unnt að heimfæra á Sjálfstæðisflokkinn, því þá var við völd ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Það var ríkisstjórn þessara flokka, sem kom framsalinu á, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem var í stjórnarandstöðu, studdi ekki frumvarpið.

Það má vera að sök bíti nú sekan, en ögn væri það stórmannlegra ef menn vildu gangast við eigin verkum.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband