Í anda góðsemi og velvildar

Það, sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra.

Ekki er það nú meiningin að hefja hér predikun að sið geistlegra, en ég hnaut um þessi orð, sem bera með sér skírast inntak kristinnar trúar, þegar ég heyrði og las um ferð hóps Íslendinga til Gaza. Þetta er hópur stoðtækjasmiða undir forystu Össurar Kristinssonar og Sveins Rúnars Haukssonar, læknis. Förin er gerð til að ýta úr vör verkefni, sem gengur út á að gera fórnarlömbum stríðsátaka kleift að ganga á ný eftir að hafa misst útlimi.

Verkefnið snýst ekki eingöngu um að gera einhverja fáeina gangfæra á ný, heldur, og ekki síður, um það að kenna heimamönnum hvernig þeir geta sjálfir hjálpað ólánsömum meðbræðrum sínum með því að smíða fyrir þá nýja fætur. 

Þegar einhver tárast af gleði yfir því, sem honum er vel gert, hljóta þeir, sem góðverkið unnu að vera léttari í spori.

Með í ferð eru svo kvikmyndatökumenn, sem ætla að festa á filmu það, sem gert er. Það er af hinu góða. Ég hlakka til að sjá myndina þeirra og vona að hún verði sýnd sem víðast til að sýna þeim, sem kunna að hafa efazt, að Íslendingum er ýmislegt betur gefið en að herja á heiminn með snilld sinni í banka- og fjármálum. 

Það sakar svo ekki að þetta gerist allt í næsta nágrenni heimkynna þess, sem upphafsorðin eru höfð eftir.


mbl.is Kraftaverk á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband