Niðurlægingin!

Það getur varla verið uppörvandi að fá þjóna réttvísinnar inn á heimili sitt til að róta eftir hugsanlegum sönnunargögnum í einhverjum mesta subbuskap í íslenzkri fjármálastarfsemi.

Það er, hins vegar, nokkuð ljóst að þetta fyrsta verkefni sérstaks saksóknara, sem ratar í fjölmiðla, verður ekki það síðasta.

Hver man ekki eftir fréttum af félögum, sem gengu kaupum og sölum, við síhækkandi verði, til þess eins gerð að blása út efnahag þeirra á fölskum forsendum. Þetta var til þess eins gert að telja fjárfestum og lánastofnunum trú um að á ferðinni væru góðir gripir, sem vert væri að festa fé í.

Það er komið að skuldadögunum hjá sumum.

Aðrir þurfa e.t.v. aðeins að bíða. 


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband