„Þjóð í afneitun“ - framsóknarmenn í afneitun

Fréttin, sem um er að ræða hafði áður fyrirsögnina Þjóð í afneitun, en að höfðu samráði við starfsmann vinstri grænna var þjóðinni breytt í framsóknarmenn!

Ekki skal ég segja, hvernig framsóknarmönnum er innanbrjósts, en eftir sköruleg andsvör formanns flokksins við stefnuræðu forsætisráðherra, virðist mér sem lítið beri á því þunglyndi og þeim kvíða, sem einkennt hafa ríkisstjórnina.

Mér varð það á í bloggi fyrr í dag, líklega í hita leiksins, að saka ríkisstjórnina um að hafa ekki lagt fram neinn lista um nauðsynlegar aðgerðir. Þetta var ekki rétt, því fyrir liggur listi í 48 liðum, sem mynda átti 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar. Vandinn er bara sá, að tólf dögum eftir myndun stjórnarinnar hefur enginn af þessum 48 liðum komist í framkvæmd. Sumir þessara liða eru, raunar, þess eðlis að stjórn, sem setið hafði í þrjá mánuði hefði átt að vera búin að átta sig fullkomlega á, hvernig standa ætti að verki.

Ef skipta á um fyrirsögn á þessari frétt enn á ný, þá legg ég til að hún verði látin vísa til ákvarðanatökufælni og verkkvíða ríkisstjórnarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Dálítið hallærislegt. en auðvitað er þjóðin í bullandi afneitun má bara ekki segja það upphátt.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Ég er langt í frá sammála því, Finnur, að segja að þjóðin sé í afneitun. Það, sem, hins vegar er satt, er að þjóðin er í sjokki. Hún/við áttar sig, hins vegar, fyllilega á að grípa þarf til dramatískra aðgerða til að koma skútunni á réttan kjöl. Þeir hljóta að vera í afneitun, sem hafa vald til að greiða úr flækjunni, en láta lítið sem ekkert sjást eftir sig.

Gunnar Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband