Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.5.2010
Halda áfram verki, sem er?
Ég held að þessi niðurstaða muni þétta raðir okkar í ríkisstjórninni," segir formaður Samfylkingarinnar, sem virðist ekki átta sig á því, fremur en Dagur B. Sigurðsson, varaformaður, að um landið vítt og breitt hefur flokki hennar og því, sem hann þykist standa fyrir, verið afgerandi hafnað.
Frúin sagðist taka niðurstöður kosninganna mjög alvarlega jafnframt því að niðurstaða kosninganna í gær væru krafa krafa fólks um miklar breytingar og skilaboð til stjórnmálamanna um að vera meiri þjónar fólksins.
Hún hefur haft á annað ár til að sýna fram á þjónustu sína við fólkið, t.d. með efndum á marglofuðum skjaldborgum um heimili og fyrirtæki. Ekkert hefur orðið um efndir; aðeins fleiri ódýr loforð, sem þetta þreytta fólk hefur hvorki vilja né getu til að efna.
Þegar séð er að fólkið í landinu er farið að bregðast við dugleysi frúarinnar með því að hafna félögum hennar, eru viðbrögðin þau að nú muni hún þrýsta sér þéttar að lopapeysuliðinu og halda áfram af kappi að gera ekki neitt, sem skiptir máli.
Það er erfitt að sjá hvernig þessi margklofna ríkisstjórn á að vera meira þjónar fólksins þegar allur krafturinn fer í að fella í brestina.
Munum halda áfram okkar verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010
Hver á RayBan gleraugu?
Þá mun furðulegustu talningu í furðulegustu kosningum síðari tíma sennilega lokið. Niðurstaðan sú að trúðarnir fendu flesta kjörna í Reykjavík.
Þá er það spurningin hvort nógu margir hafi hlustað á The Wire og eigi RayBan gleraugu til að vera viðræðuhæfir til samsetningar á meirihluta í borginni. Þessi tvö atriði skipta mestu máli og eru ófrávíkjanleg, að mati æðsta trúðs, þegar til meirihlutaviðræðna kemur.
Margt furðulegt hefur yfir Reykvíkinga gengið í áranna rás, en ekkert þó á borð við tilkomu trúðagrúppunnar.
Í grein í Sunnudagsmogganum segir Agnes Bragadóttir: Ég [...] hef af því miklar áhyggjur að við Reykvíkingar verðum fyrir stórslysi í borgarstjórnarkosningunum í dag.
Það varð stórslys og það mun taka fjögur ár að ráða fram úr því.
Eins og það sé á annað bætandi.
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010
Sóley Tómasdóttir - skák og mát
Því var haldið fram af þeim, sem vilja veg Vinstrigrænna sem fátæklegastan í borgarstjórn Reykjavíkur að með Sóleyju Tómasdóttur í efsta sæti lista flokksins þyrfti ekki að eyða miklu púðri til að slíkt gerðist.
Nú hefur sú spá reynzt sönn með því að frambjóðandinn hefur málað sig út í horn með því að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þurfi Sjálfstæðisflokkurinn að leita á einhver mið að loknum kosningum.
Þegar Sóley velti Þorleifi Gunnlaugssyni úr fyrsta sæti í prófkjöri mátti telja nokkuð ljóst að erfitt yrði fyrir Vinstrigræna að eiga samstarf við nokkra nema sjálfa sig. Slíkt samstarf yrði m.a.s. erfitt; jafnvel þyrnum stráð.
Það á eftir að sýna sig enn betur.
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2010
Úti er leikur...
Þar kom að því að fríblaðið fer að kosta peninga. Það er ekki svo lítið sem búið er að ausa í rekstur þessa miðils til þess eins að útrásarkóngurinn hafi óheftan aðgang að dagblaði. Og enn er austrinum haldið áfram af bönkum, sem skirrast ekki við að kaupa þar auglýsingar fyrir hönd fyrirtækja gamla Baugsveldisins.
Fréttablaðinu hefur vissulega farið fram, bæði hvað varðar útlit og innihald, síðan Ólafur Stephensen tók við starfi ritstjóra, en þrátt fyrir góða tilburði er þetta enn blað með slappa hönnun, og yfirleitt ekki lesið fram yfir þriðju síðu nema þegar flett er beint á leiðaraopnu til að kíkja eftir vitleysisvaðli Þorvaldar Gylfasonar, leiðaranum og skopmynd Halldórs Baldurssonar.
Nú þegar á að fara að bjóða Fréttablaðið í áskrift held ég að megi fara að telja daga þess. Ekki hlægir það mig því ég hefði viljað sjá tvö sterk blöð kljást um þennan litla markað, en að láta menn borga næstum þrjú þúsund krónur á mánuði fyrir Baugsboðskapinn er heldur í brattari kantinum.
Frídreifingu Fréttablaðsins hætt í verslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2010
Forskrift fíflskunnar
Já, það er sagt að það sé eðli góðs brandara að hann sé fyrirbæri augnabliksins.
Nú hefur hópur fólks vaðið fram völlinn og gert kröfu til áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar af þeirri ástæðu einni að það sé svo skemmtilegt. Það kunni að taka lífinu létt og vera ekki með neina ábyrgðarvitleysu, sem eðli málsins samkvæmt hljóti að vera leiðinleg.
Trúðarnir halda því fram að Reykjavík sé svo leiðinleg borg að nauðsynlegt sé að kollsteypa forystu hennar og fá til starfa í æðstu stjórn borgarinnar fólk, sem kann að segja brandara og vera sniðugt.
Oddviti trúðanna lætur gera sjónvarpsauglýsingu með sér í einleik þar sem hann horfir yfir borgina og heldur því fram að þessi borg gæti svo auðveldlega orðið skemmtileg. Þetta er orðið helzta (og eina) baráttumál trúðahópsins.
Inn í vaðalinn um skemmtilegheit/leiðindi blandast svo umræða um að refsa þurfi fjórflokknum fyrir allt, sem illa hefur farið og gengið undanfarin ár. Allt muni fara til betri vegar ef kosnir yrðu trúðar í borgarstjórn.
Á það hefur verið minnzt að ekki sé um mjög ósvipað dæmi að ræða í sveitarfélagi ekki langt frá Reykjavík, Álftanesi. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum ákváðu kjósendur að prufa eitthvað nýtt og kannski refsa Sjálfstæðisflokknum í leiðinni.
Það tók ekki langan tíma þar á bæ að setja stjórnsýsluna í hreint og tært uppnám og loks lauk refsingunni með því að bæjarfélagið lagðist á hliðina sem hið skuldugasta á landinu; gjaldþrota eftir aðfarir trúða þeirra tíma.
Þeir, sem ætla sér breytingar, breytinganna vegna, og þykjast geta breytt öllu til eilífs batnaðar ættu að hafa í huga að meira þarf en grín og aulabrandara til að stjórna stóru samfélagi. Það dugar, hins vegar, ef markmiðið er að setja þetta samfélag á hausinn.
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2010 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Einn pistlahöfunda á þessum vettvangi leggur til að ef eitthvað verði aðhafzt varðandi Evrópusambandið þann 17. júní, þá verði það til þess eins að því verði lýst yfir í hátíðarræðu forsætisráðherra 17. júní, að umsóknin verði afturkölluð.
Ekki get ég verið höfundinum meira sammála, en það er raunar mikill meirihluti þjóðarinnar, sem vill ekkert hafa með Brussel-veldið að gera.
Varpi ekki skugga á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2010
Of harkaleg?
Það fæst ekki séð hvernig hægt er að túlka handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni sem of harkalega. Maðurinn var boðaður í yfirheyrslu af til þess bærum aðila. Sigurður neitaði að verða við þeirri boðun, sennilega hræddur um að fyrir honum gæti farið eins og félögum hans, sem gert var að sæta gæzluvarðhaldi og/eða farbanni.
Hvorugur þessara kosta er þess eðlis að honum sé beitt nema rík þörf sé á; í þeim tilvikum, sem um ræðir, var því borið við að það væri í þágu rannsóknarhagsmuna.
Sé það meining Sigurðar Einarssonar að um sé að ræða eitthvað smámál, sem honum beri ekki að tjá sig um nema eftir eigin höfði og þegar honum sýnist, þá hefur veruleikafirringin náð nýjum og alvarlegum hæðum hjá þessum fyrrverandi formanni stjórnar Kaupþings.
Sigurður Einarsson og samstarfsmenn hans voru kallaðir fyrir vegna meintra brota af alvarlegustu gerð, sem fólust í því að setja íslenzkt þjóðfélag á hliðina. Að krefjast þess að Sigurður verði handtekinn og honum gert að svara spurningum, sem fyrir hann yrðu lagðar vegna meintrar aðildar hans að þátttöku í stærztu svikamyllu Íslandssögunnar getur engan veginn talizt óeðlilegt, hvað þá harkalegt.
Sigurður ætti að sjá sóma sinn í að láta af þessum málalengingum og taka því, sem að höndum ber. Það hafa margir, fjölmargir, farið verr út úr afleiðingum meintra brota hans og félaga hans. Það er kannski til of mikils ætlazt að viðkomandi sjái sóma sinn í einu eða neinu.
Handtökuskipun alltof harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2010
Hvar er eignarhaldið?
Notkunarréttur til margra áratuga er de facto eignarhald.
Einhvern tíma var um það rætt að auðlindir þjóðarinnar væru ekki falar; ekki fiskimiðin, hvorki réttur til eignar né yfirráða; ekki orkan, hvorki vatnsafl né jarðvarmi, hvorki réttur til eignar né yfirráða.
Því hefur verið haldið fram að eign og eðlileg nýting Íslendinga sjálfra á auðlindum sínum, hverjar sem þær kunna að vera, hafi verið, og sé, ein af forsendum þess að það takist að berjast út úr þeirri skelfilegu stöðu, sem land og þjóð eru í nú um stundir.
Sala HS Orku má líkja við sölu og framsal veiðiréttinda í kringum landið til Spánverja eða Breta. Það hefði litla þýðingu að halda því síðan fram að í raun hefði engin sala átt sér stað. Nýtingarréttur miðanna hefði einungis verið afhentur til 45 ára.
Magma eignast 98,53% í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2010
Bara í Danmörku?
Það virðist sem þessi sjúkdómur Baggers hafi verið bráðsmitandi og orðið að faraldri á Íslandi. Suma er búið að setja í gæzluvarðhald, lýsa eftir öðrum og frysta eignir sumra.
Fárveikir, sem bíða eftir viðeigandi meðferð, komu við í Landsbankanum, Milestone, Sjóvá og víðar. Vonandi næst til þeirra sem fyrst svo þeir fái bata við þessu hörmulega heilkenni sem siðblinda er.
Stein Bagger segist vera siðblindur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2010
Pólitískar ofsóknir?
Eftirfarandi er haft eftir Evu Joly í Pressunni í dag:
Fólk má segja það sem það vill. Rannsakendurnir eru fagmenn. Þetta eru rök sem notuð eru um allan heim. Þegar maður fer eftir spilltum ráðamanni eða spilltum embættismanni veit ég ekki um eitt mál þar sem viðkomandi hefur ekki sagt að þetta sé pólitískt. Það sem skiptir máli er hvað maður hefur í möppunni, hvaða sönnunargögn eru í möppunni. Stund sannleikans er í réttarsalnum.
Á sama vettvangi eru rakin viðbrögð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í viðtali við Bloomberg fréttaveituna fyrr í vikunni:
Þeir hafa náð takmarki sínu. Þetta er hroðalegt. Það eru þessir þeir!
Einnig segir Jón:
Þetta eru bara stjórnmál.
Loks segir Jón Ásgeir í viðtalinu að málshöfðun á hendur honum og viðskiptafélögum hans eigi rætur að rekja til pólitískra andstæðinga hans, þar á meðal Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins.
Á þessu stigi málsins getum við ekki annað en vitnað í Evu Joly. Hún hefur reynsluna úr málum sem þessum og ofannefndur Jón virðist vera í nákvæmlega sömu förum og Joly lýsir.
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)