Það eru ekki margir hverra málflutningi ég er jafn ósammála og Ögmundar Jónassonar. Það má hann þó eiga, kallinn, að hann er sjálfum sér samkvæmur og gengur hreint til verks.
Eitt er það, sem við Ögmundur eigum sameiginlegt, en það er botnlaus andúð okkar á aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það, sem skilur á milli okkar í ESB-umsókninni og öllu því, sem hana varðar, er að ég hefði aldrei greitt atkvæði með aðildarumsókninni eins og Ögmundur gerði þó. Skýringu Ögmundar á þeirri afstöðu afstöðu sinni segir hann vera að hann vilji sjá hver afstaða þjóðarinnar verður við slíkri umsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég leyfi mér að benda þingmanninum á að það hefði verið afskaplega einfalt að fá úr því skorið hjá þjóðinni, hver vilji hennar væri í málinu, og það án alls þess ofurkostnaðar og fyrirhafnar, sem þarf að leggja í til að þóknast skrifveldinu í Brussel. Það hefði verið að boða til kosninga um málið fyrirfram; málið dautt.
![]() |
Aldrei andvígari ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2010
Hvers vegna á móti?
Það eru einkum þrjár ástæður fyrir andstöðu við að koma svo mikið sem nálægt Evrópusambandinu. Þær eru:
1. Fiskimiðin.
2. Fiskimiðin.
3. Fiskimiðin.
Það þarf enginn að láta sér detta í hug að sú höfuðatvinnugrein, sem byggir á fullri og óheftri stjórn Íslands á fiskimiðunum, verði neitt annað en skugginn af sjálfri sér fái Evrópusambandið heimild til að fara með stjórn helztu auðlindar landsins.
Við þurfum sízt á Bretum, Spánverjum og Þjóðverjum að halda til að skrapa hafsbotninn upp í landssteina.
![]() |
Munu mæla með aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2010
Furðulegur fjármálaráðherra
Það er bæði furðulegt og niðurdrepandi að sjá fjármálaráðherra Íslands tjá sig með neikvæðum hætti um þá möguleika, sem kunna að vera í stöðunni í Icesave-málum, dag eftir dag.
Fúll og hálf önugur lætur hann hafa eftir sér að ekki sé við miklu að búast m.v. framvindu mála hjá nýrri samninganefnd til þessa.
Hvað gengur fjármálaráðherranum til? Það er engu líkara en hann leitist við að ljá málstað Breta og Hollendinga lið með úrdrætti og neikvæðni.
Já, hvað gengur honum til? Getur hann kannski ekki sætt sig við að það sé ekki útilokað að ný samninganefnd gæti náð lengra, hugsanlega miklu lengra, en lærimeistarinn Svavar Gestsson? Að ný samninganefnd gæti náð lengra en glæsilegheitin, sem þeir félagar Svavar og Indriði H. Þorláksson létu sig hafa að koma með heim og áttu að vera allra meina bót.
Það væri erfitt að þurfa að afneita endanlega svonefndum árangri þeirra félaga, sem stöðugt fleiri benda á með sterkum rökum að hafi ekki verið neitt nema afsamningur af verstu gerð.
Það væri ljóta málið.
![]() |
Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2010
Ef aðeins hefði verið samið betur áður
Það er orðið allnokkuð síðan að Steingrímur J. Sigfússon sagði að pólitískur lærifaðir hans, Svavar Gestsson, væri á leið heim með glæsilega afurð samninga við Breta og Hollendinga.
Öllum er nú kunnugt um glæsileikann á þeirri útkomunni, en óneitanlega leitar hugurinn til þessarar yfirlýsingar fjármálaráðherrans nú þegar hann telur sig vera minna en hóflega bjartsýnan á það, sem fengizt gæti úr þessari hugsanlegu þriðju samningalotu.
Hann verður að hafa það hugfast að hann þyrfti ekki að vera á kafi í áhyggjum í dag ef hann aðeins hefði haft döngun í sér til til að láta raunverulega og reynda samningamenn annast ferlið í heild sinni, ekki pólitískan læriföður, sem í ljós hefur komið að réð engan veg við verk það, sem honum var falið.
![]() |
Hóflega bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2010
Góður listi
Sjálfstæðismenn á Akureyri hafa stillt upp flottum lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Sigurstranglegur listi.
Nú er bara að vona að það sama gangi eftir í Kópavogi.
![]() |
Mikil nýliðun á listanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2010
Það tekst seint að gera rétt
Hvað það var í þessari frétt RÚV, sem var rangt, eða ekki byggt á staðreyndum, skiptir ekki höfuðatriði, en það verður að viðurkennast að maður hrökk við í forundran við að heyra eitthvað, sem skilja mætti sem fyrirhugaða samningataktík útlistað í smáatriðum í ljósvakafréttum.
Það er einsog þessum blessuðum fjármálaráðherra sé fyrirmunað að gera neitt nema að beitt sé einhverjum handabakavinnubrögðum.
Fúskvinna Steingríms Joð er yfirmáta þreytandi. Það er greinilegt að skilvirk og áreiðanleg stjórnsýsla á ekki uppá pallborðið hjá þessum æðsta presti lopapeysuliðsins.
Það klikkar allt.
![]() |
Bað RÚV að birta ekki fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010
Lopapeysuliðið
Þessir samherjar og trúnaðarvinir Steingríms Joð láta ekki að sér hæða.
Það er svindlað í prófkjöri/forvali, sem hefði þótt fréttir úr öðrum búðum, svo ekki sé meira sagt.
Af því að þeir, sem stóðu að svindlinu töldu sig ekki vera að svindla, þó ljóst ætti að vera hverjum heilvita manni að slíkt nokkuð gerir maður ekki í kosningum af því að það er svindl, þá eru svindlararnir látnir komast upp með glæpinn vegna þess að ljóst [er] að enginn frambjóðenda braut reglur enda störfuðu þeir í góðri trú.
Þetta lið á sér ekki viðreisnar von.
![]() |
Kjörstjórn víkur og forvalsreglur VG verða skoðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hefur verið hreint með ólíkindum að fylgjast með þeim fóstbræðrum Steingrími J. Sigfússyni og Indriða H. Þorlákssyni undanfarna daga.
Nú þegar möguleikar, þó óljósir séu, virðast vera að koma í ljós á að hugsanlegt sé að unnt verði að komast hjá obbanum af því stórtjóni, sem Svavar ég-nennti-ekki-að-hafa-þetta-hangandi-yfir-mér-lengur Gestsson og téður Indriði hafa valdið þjóð sinni með einhverri þeirri verstu frammistöðu í samningagerð, sem sögur fara af, lætur fjármálaráðherrann sig hafa það að birtast í sjónvarpsfréttum, afundinn, fúll og fámáll. Það er greinilega fjandanum erfiðara að þurfa að viðurkenna að samningsstaðan, ef stöðu skyldi kalla, sem þeir félagar og vinir ráðherrans komu okkur öllum í var eins langt frá því að vera boðleg og hægt er að láta sér detta í hug.
Svo fer Indriði H. á kreik og dreifir gömlum samningsdrögum, sem enginn kannast við að hafi verið neitt nema hugmyndavinna síns tíma, hvorki kynnt sem drög einu sinni, fyrir þingi eða ríkisstjórn, og heldur því gleiður blákalt fram að það, sem félagi Svavar og hann hafi barið saman og fengið félaga Steingrím til að reyna að berja í gegnum þingið, hafi verið ígildi testamentis og beri að umgangast af eintómri virðingu. Einhverjum datt í hug að spyrja í skrifum sínum hvaða liði þessi maður léki með.
Er það nema von að mönnum ofbjóði makalaust innlegg aðstoðarmanns þeirra Steingríms J. og Svavars. Dómgreindarleysið er algjört, vaðallinn ámælisverður og tímasetningin til þess eins að eyðileggja það, sem þó hefur verið gert til að hreinsa upp eftir hann og félaga hans.
![]() |
Makalaust innlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2010
Flestum misboðið
Fjármálagerningar að undanförnu hafa ekki orðið til að auka trú manna á núverandi ríkisstjórn, sem setti sér það markmið að allt skyldi vera uppi á borðinu og vel gagnsætt. Þessi markmið voru vel auglýst framan af og þess sérstaklega getið að einkum og sér í lagi væri átt við bankakerfið.
Nú liggur fyrir að menn, sem settu fyrirtæki sín á hausinn og áttu ríkan þátt í helför viðskipta, fá ráðandi hlut í þessum sömu fyrirtækjum og þar með greiðan aðgang að því, sem eftir stendur.
Það hefði verið hægur vandi fyrir stjórnvöld að sjá til þess að Hagar, og allt, sem að þeim snýr, hefðu farið þá einu leið, sem ásættanleg getur verið, gjaldþrot.
![]() |
Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2010
Hvaða tilgangi á Byr að þjóna?
Einsog önnur þau fjármálafyrirtæki, sem komin eru að fótum fram vegna græðgi og óstjórnar og hafa verið látin róa, á Byr að fara í gjaldþrot.
Tilgangurinn með því að púkka undir fyrirtæki, sem engum tilgangi þjónar öðrum en þeim að vera, og verða, dragbítur á opinbera fjármuni, er engum skiljanlegur. Akkur ríkissjóðs af því að halda Byr gangandi er nákvæmlega enginn.
Alltof fyrirferðarmikið bankakerfi á Íslandi hefur löngum verið talið illskiljanlegt. Hér gefst gullið tækifæri til að grisja aðeins frumskóg útibúanetsins, svo ekki sá talað um þann sparnað sem hlýzt af því að leyfa þeim, sem skellinn eiga skilið að taka hann.
![]() |
Ríkið vill eignast Byr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2010 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)