Rétt kona á réttum stað

Hér er á ferðinni einhver hæfasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins og getur val hennar í starf formanns þingflokksins ekki verið til neins nema góðs.

Ragnheiður Elín hefur ítrekað sýnt pólitíska hæfileika og getu, auk þess að vera dyggur umboðsmaður kjósenda sinna í Suðurkjördæmi.

Rétt kona á réttum stað á réttum tíma.

 


mbl.is Ragnheiður Elín þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Geiri í Goldfinger núna?

Við erum þá sennilega að borga fyrir súlustaðina með eldgosum og afleiddum hamförum.

Það kunni ekki góðri lukku að stýra að hafa þessi syndasvæði opin uppá gátt og storka þannig þeim í neðra.

Þessu ætti þó að fara að linna því hið háa Alþingi hefur tekið á sig rögg og bannað allan dónaskap.

 


mbl.is Kennir fáklæddum konum um jarðskjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæst orð; minnst ábyrgð

Einhvern veginn segir mér svo hugur að bezt sé vísindamönnum á sviði jarðskjálfta, eldgosa og viðlíka hamagangs að hafa sem fæst orð um hvað skeð getur í Kötlu.

Þetta er sagt með tilhlýðilegri virðingu fyrir þessum spekingum, sem undruðust jafn mikið og flestir aðrir að gos væri hafið á Fimmvörðuhálsi.

Þeir höfðu ekki hugmynd um að gos væri hafið því mælarnir sýndu ekkert, sem benti til slíks.

Það er rétt að hafa þetta í huga þegar því er lýst yfir að „[e]ngar hreyfingar [séu] undir Mýrdalsjökli þar sem eldfjallið Katla er.“


mbl.is Engin hreyfing undir Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna að vakna?

„Samfylkingin var hluti af því samfélagi  sem lét það líðast að viðskiptablokkir stefndu þjóðarhag í stórkostlega hættu og töpuðu taflinu með hrikalegum afleiðingum fyrir landsmenn alla“ segir Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Svo virðist sem hennar heilagleiki sé að vakna til veruleikans. Hún áttar sig á því að það gengur ekki lengur að setja upp svip ábúðar og halda dimmar tölur um ábyrgð allra nema sína eigin.


mbl.is „Létum þetta líðast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur ekki við þýfi

„Ég læt ekki stinga undir mig þýfi. Ég hef enga lyst sem hluthafi í Glitni að taka við þessu“ er haft eftir Vilhjálmi í viðtali við Pressuna.

Það þarf enginn að vera hissa á þessum viðbrögðum Vilhjálms Bjarnasonar við því að vera boðið gjafabréf frá Iceland Express/Fons/Pálma Haraldssyni fyrir aðild í útsvarssigri Garðbæinga á Reykjavík í kvöld.

Hér er prinsippmaður, sem marga hildi hefur háð við fyrirtæki og banka útrásarvíkinganna.

Það er óheppilegt að vera settur í þá stöðu að þurfa að neita opinberlega að taka við verðlaunum fyrir þátttöku í skemmtiþætti í útvarpi allra landsmanna.  


mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legíó af lókal þrjótum

„Við kennum ekki vondum útlendingum um vandamál okkar" er haft eftir viðskiptaráðherranum í grein í mbl.is.

Þetta er hárrétt hjá ráðherranum. Við eigum legíó af lókal þrjótum, sem sáu um að rústleggja íslenzkt efnahagslíf án teljandi aðstoðar að utan.

Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika og þref við Breta og Hollendinga skulum við ekki láta okkur í hug detta að upphaf erfiðleikanna hafi verið neinum að kenna nema innfæddum spámönnum og sérfræðingum.

Við þetta má svo bæta að lókal sjéníum var falið að leitast við að leysa hluta vandans. Yfirséníið lýsti yfir að fyrirsjáanleg væri „glæsileg“ niðurstaða, sem síðan reyndist aðeins magurri en við var búizt. Þarna voru ekki neinir útlendingar á ferð. Viðskiptaráðherrann hefur á réttu að standa.

 


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Embættismaður til fyrirmyndar; ráðherra til skammar

Það mun ekki á hverjum degi sem forstöðumenn stofnana leiti til Ríkisendurskoðunar eftir vinnureglum, sem tryggja myndu eðlilega meðferð opinberra fjármuna.

Ríkisendurskoðandi fær sendan tölvupóst þar sem farið er fram á leiðbeiningar. Svarar hann eins og honum ber. Þá bregður svo við að ráðherrann sturlast af bræði, hellir sér yfir embættismanninn og ber því við að hann hafi „brotið gegn góðum starfsháttum með því að leita ráða hjá Ríkisendurskoðun“.

Ég hvet hvern einn og einasta ráðvandan mann að lesa bréf Ríkisendurskoðanda til forseta Alþingis vegna þessa ólíðandi upphlaups óhæfs ráðherra. Það hangir í frétt þeirri, sem hér er lagt útaf. Meiri niðurlægingu er erfitt að ímynda sér að nokkur ráðherra geti fengið framan í sig en hér hefur gerzt. 


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru gleggri en aðrir

Þeir, sem kunna gott að meta, kunna að meta þetta sker okkar.

Þá skiptir ekki máli þó okkur, og skerinu með, hafi verið úthúðað fyrir ávirðingar útrásarvíkinga.

Ég hefði nú samt aldrei trúað því að þetta fjall karlmennskunnar hefði gaman af að klæða sig í kjól. Það er fokið í flest skjól.


mbl.is Ísland uppáhaldsstaður Gerards Butlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gat varla orðið betra

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar gátu ekki orðið miklu betri.

Yfir 95% Íslendinga höfnuðu gjörningi Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það skyggir samt óneitanlega á ánægjuna að þurfa að horfa upp á forystumenn ríkisstjórnar Íslands tuða og tauta yfir niðurstöðum, sem ekki voru aðeins nauðsynlegar til að hafna formlega samningum, sem reyndust vera hrein svik við þjóðina heldur var það ekki síður nauðsynlegt að hafna gjörningnum til að gera gagnaðilum okkar það hreint og klárt hver afstaða Íslendinga væri til kúgunartilburða gamalla nýlenduvelda.

Álit margra á þessum tvímenningum hefur færst úr pólitískri andúð yfir í ómengaða fyrirlitningu.

 


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldajöfnun?

Skuldajöfnunarhugtakið er vel þekkt úr máli verzlunar og viðskipta, en ég held að hér hafi verið fleytt einhverri frumlegustu hugmynd, a.m.k. sem ég veit um, um beitingu þessa ágæta uppgjörstækis.

Auðvitað á að taka þessa hugmynd til rækilegrar skoðunar.

Í báðum tilvikum, Tyrkjaráninu og Icesave, má segja að ræningjar hafi verið að verki.

Í báðum tilvikum voru það einstaklingar, sem eiga skömmina.

Í báðum tilvikum urðu óbreyttir borgarar fyrir barðinu á téðum ræningjum.

Sé krafa Íslendinga um bætur vegna athafna Jans Janzoon van Haarlem ekki fyrnd, er rétt að koma henni á framfæri við bær yfirvöld í Hollandi með það í huga að skuldajafna.

Síðan hljótum við að geta grafið upp eitthvert viðlíka dæmi til að brúka gegn Bretum. Þar hafa verið á ferðinni öldum saman sjóræningjar, sem líklegt er að hafi einhvern tíma framið álíka brot og vinur þeirra Jan von Haarlem.

 


mbl.is Skulda Íslandi fyrir Tyrkjaránið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband