Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. ellefu:
Samningsrétturinn glatast
Um þriðjungur af verðmæti sjávaraflans fæst úr svokölluðum deilistofnum, sem flakka úr einni lögsögu í aðra.
Hingað til höfum við Íslendingar haft samningsrétt við önnur ríki, sem og ESB, um veiðar úr þessum stofnum. Við ESB-aðild myndum við framselja það vald til yfirstjórnar ESB.
Nýjar tegundir bætast við lífríkið í lögsögu Íslendinga með hækkandi hitastigi sjávar, nú síðast t.d. makríll. Ef við hefðum afhent ráðamönnum ESB samningsréttinn og hlýtt boðum þeirra og bönnum, væri nær ekkert veitt hér af þessum tegundum, t.d. kolmunna, sem skilað hefur tugmilljarða króna virði í þjóðarbúið á hverju ári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.