Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild - Leið til óláns - 10/12

Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.

Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.

Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. tíu:

 

Kvótalaust sjávarþorp?

ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenzk útgerð er mjög skuldum vafin og í erfiðu árferði gætu veiðiheimildir auðveldlega safnazt á hendur erlendra auðfélaga og arðurinn (virðisaukinn) þannig flutzt úr landi. Ísland gæti því „breytzt í kvótalaust sjávarþorp“, eins og nýlega var bent á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sorglegt þegar menn eru á móti einhverju sem þeir þekkja ekki og gefa sér fyrirfram. Ég virði fólk sem bíður ... skoðar ... og myndar sér skoðun þegar gögn málsins liggja fyrir... en þeir sem ákveða fyrirfram að vera á móti taka þessu sem trúarbrögðum. Enn verra þegar þeir leggja fram vísvitandi blekkingar og alhæfingar og reyna að plata fólk... en sem betur fer hefst fljótlega upplýstari umræða.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hverjum heldur þú að íslensk útgerð skuldi? - Hver á skuldirnar? - Hver á þá útgerðina? - Núna?

Ef reglur Breta gegn kvótahoppi giltu hér mætti útgerðin okkar ekki flytja svo mikinn óunnin fisk úr landi sem hún gerir núna og auðvitað yrði til að halda veiðileyfi á skip, útgerðin að vera íslensk í raun, þ.e. hafa aðalstöðvar og heimhöfn hér, skipið að koma í og landa í heimahöfn, greiða íslenska ríkinu skatta og skyldur, og meihluti áhafnar og starfsmanna yrði að vera búsettur á Íslandi.

Reyndar hefðu Bretarnir aldrei lenti í kvóthoppinu ef þeir hefðu farið að dæmi Dana og úthlutað eftir veiðireynslu í stað þess bara að úthluta árlega á hvert skráð skip óháð veiðireynslu.

Vel að merkja þá eru kvótar ESB „ríkjakvótar“ sem merkir að þeim er úthlutað til ríkjanna eftir veiðireynslu skipa ríkjanna í hverji hólfi ICES þ.e. Alþjóða hafrannsóknarráðsins. Og ríkin mega gera nauðsynlegar ráðstafanir til að kvótarnir séu í reynd ríkja-kvótar þ.e. í þágu viðkomandi ríkis og útgerða þess.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.7.2009 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband