Þráhyggja, nú eða heimska

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvað það er, sem velkist fyrir konukindinni, nema þegar haft er í huga að hún hefur aldrei verið þekkt fyrir að taka mark á neinum nema sér sjálfri, taka aldrei tillit til neins nema eigin fordóma og sigla með allt í botni, þar til komið er í strand.

Þjóðin varð að hafa vit fyrir henni í Icesave-málinu, oftar en einu sinni. Fáir gleyma heift þeirri og bræði, sem gneistaði af henni, þegar það lá ljóst fyrir. 

Í grein Mbl. kemur fram að:

1. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa rætt um möguleikann á því að ná samkomulagi um breytingar á stjórnarskránni varðandi atriði sem samstaða sé um fyrir þingkosningarnar í vor. Ekki sé nægur tími til stefnu til þess að afgreiða frumvarpið í heild þannig að nægjanlega vel verði að málinu staðið,

og

2. Undir þetta hefur Salvör Nordal tekið en hún er fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs sem samdi þá tillögu að nýrri stjórnarskrá sem frumvarpið byggir á.

Að mati forsætisráðherra skiptir þetta engu, því nóg hafi verið rætt um stjórnarskrármálið; tímabært sé að ljúka því, engu skipti hvað öðrum finnst. Samkomulag við aðra er einskis virði.

Þessi myndbirting þráhyggju, frekju og yfirgangs, hæstvirtur núverandi forsætisráðherra, hverfur af þingi að loknu þessu kjörtímabili. Hún hefur ítrekað sýnt að dómgreindarleysi hennar eru engar skorður settar. Biðin eftir því að kjörtímabilinu ljúki verður löng. Um hana verður einungis hægt að segja, að farið hafi fé betra.


mbl.is Fyrsta málið eftir jólaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband