Meðan Róm brennur.....

 Í inngangi að fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að „[v]iðræður stjórnarflokkanna hafa öðru fremur miðast við að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta sætt sig við varðandi ESB. Forystumenn flokkanna segjast hafa nægan tíma“ (feitletrun mín).

 Það er þá svo.

Á meðan heimilum landsins blæðir út og endanlega fjarar undan atvinnuvegunum hefur ríkisstjórnin nægan tíma.

 Nægan tíma til hvers?

 Nægan tíma til að þrefa um endalaust um ESB, sem vitað er að aldrei næst sátt um? Hvernig væri að hnippa t.d. í hinn norska seðlabankastjóra og benda honum á að stýrivextir séu nú ellefu sinnum hærri en verðbólga síðustu þrjá mánuði. Það gæti verið að halda þyrfti örstutt námskeið fyrir hann um hvað „verðbólga“ þýðir, líkt og þurfti að fræða hann sérstaklega um hugtakanotkun varðandi eiginfjárhlutfall banka.

 Atvinnurekendur hafa aldrei verið svartsýnni en nú, enda varla við öðru að búast þegar litið er til „afreka“ ríkisstjórnarinnar undanfarna 90 daga. Ekkert gert nema að skipa „fleiri starfshópa sem samþætta eiga sjónarmið flokkanna í helstu málum“ svo aftur sé vitnað í ofangreinda fréttaskýringu.

 Vaknið, gott fólk. Það brenna eldar! Það dugir ekki að sitja á fundum og borða snittur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband