31.12.2009
Farið að vilja vina sinna
Menn skulu ekki láta sér detta í hug að núverandi forseti geri annað en að fara að vilja þessara pólitísku samherja sinna.
Um það hefur verið rætt að ekki sé um annað að ræða miðað við það fordæmi, sem sett var í júní 2004, þegar hafnað var staðfestingu fjölmiðlafrumvarpsins svokallaða.
Fordæmi og eðlileg vinnubrögð skipta engu.
Árið 2004 var við völd ríkisstjórn, sem núverandi forseta hugnaðist ekki og sú var eina ástæðan fyrir höfnun hans á lögum, sem komið hefur í ljós að áttu fullan rétt á sér.
Nú, í lok árs 2009, er staðan hins vegar sú að með völd fara gamlir samherjar og vinir. Því skal enginn gera því skóna að ekki verði skrifað undir gjörning vinstristjórnarinnar eftir að yfir er staðinn sá sýndarleikur að „ræða við“ Indefence-hópinn þann 2. janúar.
![]() |
Forseti tekur sér frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef hann skrifar undir er tími hans liðinn! Gleðilegt ár.
Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.