18.10.2009
Lúffað eins og hægt er
Lagalegur réttur Íslendinga er endanlega fokinn út í buskann.
Bretar og Hollendingar fá allt sitt kröfufé með vöxtum, sem er einsdæmi þegar gerð eru upp þrot aðila er lögðu fé sitt vísvitandi í áhættusamari ávöxtun en um var að ræða almennt.
Um hvað finnst mönnum að hafi verið samið og hvað er það, sem vinstri stjórnin sér ástæðu til að vera svo yfir sig hamingjusöm með?
Þegar upphaflegu samningarnir voru undirritaðir af snillingunum Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni var það ekki sízt vegna þess að þeir, a.m.k. Svavar Gestsson, nenntu ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur.
Það sama hefur nú gerzt í framhaldinu. Hin ofursnjöllu, íslenzku stjórnvöld hafa einfaldlega gefizt upp fyrir Bretum og Hollendingum. Þau hafa komizt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að hafa þetta hangandi yfir sér lengur. Þessi fullyrðing mín er síður en svo neinn hugarburður, því ljóst er að spunakringlur samfylkingarinnar eru allar komnar í gang með sama sönginn. Ráðandi lína í þeim söng er að þessu verður að ljúka. Auðvitað varð þessu einhvern tíma að ljúka, en þurfti því endilega að ljúka með algjörri og smánarlegri uppgjöf?
Óviðunandi niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.