Umræða á villigötum

„[Umræðan] snýst um það hvort við viljum verða aðilar að þessu bandalagi eða ekki. Hún hefur aldrei snúist um hvort við fáum inngöngu í sambandið.“

Evrópusambandssérfræðingurinn skammaður fyrir að átta sig á kjarna málsins.

Ég held það sé nokkuð ljóst að það verður aldrei af inngöngu Íslands í ESB. 

Samfylkingarmenn þurfa að átta sig á þessu og snúa sér að því, sem skiptir máli. ESB-þráhyggja þeirra er orðin jafn hættuleg og ævintýri fjármálafurstanna.


mbl.is Skammaður af ESB-sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel á því meiri líkur en minni að við fáum inngöngu. Auðvitað eftir skoðun á öllum okkar málumsem vissulega tekur tíma.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gunnar - ef skoðun þín er rétt þá er þetta örugglega dýrasta ekkiumsókn sögunnar.

Því miður tel ég að þetta sé allt eitt gönuhlaup sem virðist ætla að kosta þjóðina sjálfstæðið næstu árin og jafnvel áratugi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.10.2009 kl. 04:19

3 Smámynd: Sigurjón

Eins og sagt var hér ofar, þá snýzt málið ekki um hvort við fáum inngöngu, heldur hvort þjóðin vill inngöngu.  Ég tel miklu meiri líkur en minni á því að hún muni hafna inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ég er alla vega búinn að ákveða að segja nei!

Sigurjón, 7.10.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband